Í hádeginu var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ. ÍBV-konur fá Hauka í heimsókn og karlarnir mæta Víkingi Reykjavík á útivelli. Hjá konunum verður stórslagur á dagskránni þegar Stjarnan tekur á móti �?ór/KA en liðin eru eins og er í efstu tveimur sætum Pepsi-deildar kvenna. Hjá körlunum fær efsta lið Pepsi-deildar, Stjarnan, KR-inga í heimsókn.
Leikirnir í Borgunarbikar kvenna fara fram 23. og 24. júní en hjá körlunum verður leikið 2. og 3. júlí.
Leikirnir í kvennaflokki eru:
Valur �?? HK/Víkingur
Grindavík �?? Tindastóll
ÍBV �?? Haukar
Stjarnan �?? �?ór/KA
Í karlaflokki eru leikirnir eftirfarandi:
Stjarnan �?? KR
Víkingur R. �?? ÍBV
Leiknir R. �?? ÍA
Fylkir – FH