Dagskrá Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum hefst í dag með opnun sýninga á verkum Gunnars Júlíusson og Sigurgeirs Jónassonar í Einarsstofu Viðars Breiðfjörð sem verður í Akóges. Á morgun hefst dagskráin með Opna Sjómannamóti Ísfélags Vestmannaeyja í golfi. Á �?lstofunni verður Sjómannabjórinn Zoëga kynntur. Um kvöldið klukkan 22.00 verður Skonrokk í Höllinni.
Dagskráin á laugardag hefst klukkan 11.00 með Dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Klukkan13.00 verður Sjómannafjör á Vigtartorgi, séra Guðmundur �?rn Jónsson blessar daginn. �?ar verður kappróður, koddaslagur, lokahlaup, sjómannaþraut og fleira. Verðlaun í koddaslag og karalokahlaupi er pizzutilboð í boði 900 Grillhús, Ribsafari býður ódýrar ferðir, hoppukastalar, popp og flos. Drullusokkar mótorhjólaklúbbur verða með opið í á Skipasand og sýna fáka sína.
Klukkan 19.30 verður í Höllinni Hátíðarsamkoma Sjómannadagsráðs, Hallarinnar og Einsa Kalda.
Sunnudagurinn verður með hefðbundnu sniði og verða fánar dregnir að húni klukkan 10.00. Sjómannamessa verður í Landakirkju klukkan 13.00. Eftir messu minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Klukkan 14.30 verður Sjómannadagskaffi Eykyndilskvenna í Alþýðuhúsinu og klukkan 15.00 hefst hátíðardagskrá á Stakkó. �?ar verða heiðraðir aldnir sægarpar, Lúðrasveitin og Karlakór Vestmannaeyja Skemmta. Ræðumaður Sjómannadagsins er Sigurgeir Jónsson. �?á fer fram verðlaunaafhending fyrir afrek dagsins.
Klukkan 17.00 verður bókin Fiskveiðar, fjölbreyttar áskoranir, sem kemur út á íslensku um Sjómannahelgina, verður kynnt í Einarsstofu. Viðskiptafræðingurinn og sjáfarútvegsráðgjafi �?li Samró, höfundur bókarinnar, Kynnir bókina og ræðir málin.
Dagurinn er tileinkaður Friðrik Ásmundssyni.