Um síðustu helgi tóku strákarnir í The Brothers Brewery þátt í Bjórhátíð Íslands á Hólum ásamt níu öðrum brugghúsum á Íslandi. Á hátíðinni eru það gestir sem taka þátt og kjósa þrjá bestu bjórana og enduðu Bruggbræðurnir í öðru sæti með bjórinn Surstey sem er tunnuþroskaður porter. Í tilefni sjómannadagsins um næstu helgi fer sjómannabjór ársins hjá The Brothers Brewery í sölu nk. föstudag en hann hefur fengið nafnið Zoëga. Blaðamaður ræddi við Bruggmeistarann Jóhann Guðmundsson um helgina.
Eru þið ánægðir með niðurstöðu Bjórhátíðarinnar? �??Algjörlega í skýjunum, það hefur aldrei gerst að Brugghús hafi komið og unnið til verðlauna tvö ár í röð. Við fórum þarna í raun ekki með neinar væntingar aðrar en að hafa einstaklega gaman af þessu. Í ár voru níu Brugghús með alls 38 mismunandi bjóra þannig að hátíðin er alltaf að verða flottari og flottari. Reyndar er bjórinn Surtsey bjór sem við brugguðum í janúar og er búinn að liggja í Single Malt Wiskey tunnu frá því þá þannig að við vissum svo sem að við vorum með góðan bjór,�?? segir Jóhann ánægður með sína afurð.
Aðspurður hvort bjórinn sem hafnaði í fyrsta sæti hátíðarinnar hafi verið vel að sigrinum komin svarar Jóhann �??Algjörlega�??. �??�?að var Blágosi frá Árna í Gæðing sem vann fyrstu verðlaun, en Árni hefur verið að fikta með súrbjóra síðustu ár sem hann hefur náð góðum tökum á. �?essi súrbjór innihélt bláber og var algjörlega frábær en það var snemma ljóst á hátíðinni að það væru tveir bjórar að keppa um þetta, annars vegar við með Surtsey og svo Blágosi. Í 3.-5. sætinu voru svo einungis tvö stig á milli þessa þriggja bjóra þannig að það var ekki eins öruggt.�??
Er bjórinn fáanlegur hjá ykkur á ölstofunni? �??Hann varð reyndar strax fáanlegur um síðustu helgi þegar að við vorum komnir norður, þetta er þó tunnuþroskaður bjór þannig að það er ekki mikið til af honum,�?? segir Jóhann.
Hugmyndin að heiðra einhvern úr flotanum árlega
Hvað getur þú sagt mér um sjómannadagsbjórinn Zoëga? �??Zoëga er léttur, ljúfur og skemmtilegur eins og Rikki kokkur. Bjórinn er 5,7% Blonde en þegar að við fórum að ræða við Rikka snemma árs um bjórinn sem við ætluðum að gera honum til heiðurs var strax ljóst að Rikki vildi bjór sem hann gæti drukkið sjálfur og hann vill frekar létta og ljúfa bjór. Rikki er 57 ára þannig að hann spurði hvort það væri ekki hægt að hafa hann 5,7% sem smellpassaði með því sem ég var að spá. �?r varð að ég og Rikki hittumst einn föstudagsmorgun og Rikki bruggaði bjórinn sinn með smá leiðsögn frá mér. Frábær tími með Rikka þar sem ég fékk að heyra fullt af góðum sögum af sjónum. Við viljum síðan hvetja sem flesta að mæta til okkar á �?lstofuna á föstudaginn kl 17:00 þegar Rikki Zoëga dælir fyrsta bjórnum sínum og bjórinn fer formlega í sölu,�?? segir Jóhann og bætir við að sjómannabjórinn sé kominn til að vera. �??�?að er hugmyndin að heiðra einhvern úr flotanum á hverju ári fyrir sjómanndaginn. Eðlilega er sjómannadagshelgin stór hérna í Eyjum og okkur finnst það vera vel við hæfi að heiðra sjómenn með góðum bjór eins og er gert um jólin og páskana.�??