�??Ja, hvað skal segja? Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss kom með þessa hugmynd í fyrra og mér leist strax vel á,�?? segir Gunnar Júlíusson sem ætlar að slá í sýningu með Sigurgeir Jónassyni frá Skuld í Einarsstofu sem opnuð verður í dag fimmtudag, kl. 17.00.
�??�?að er heiður að fá að sýna með þeim mikla meistara sem Sigurgeir er. Hann verður með ljósmyndir frá ýmsum tímabilum en ég verð með málverk og teikningar, á striga og timbur.
Mín efnistök eru sjómennskan, fiskar og lundar. �?g hef teiknað mikið á timbur en er kominn hringinn, tók upp gömlu olíulitina mína sem eru búnir að bíða eftir mér í áratugi og mála nú orðið mikið með olíu á striga. Olían er yndislegur miðill og ég verð að taka sénsinn og sinna máleríinu meira,�?? segir Gunnar.