Bókin Fiskveiðar, fjölbreyttar áskoranir sem færeyskur viðskiptafræðingur og sjávarútvegsráðgjafi, �?li Samró, gaf út í Færeyjum í fyrra um fiskveiðistjórnun víða um heim kemur út í íslenskri þýðingu á sjómannadaginn. Eina rit sinnar tegundar sem skrifað hefur verið, að því er best er vitað.
Í tilefni af útgáfu hinnar nýju íslensku þýðingar mun höfundurinn �?li Samró, kynna bókina þann dag, sjómannadaginn 11. júní kl. 17 í Einarsstofu.
Um er að ræða afar áhugaverðan og aðgengilegan texta um mál sem sífellt er umræðuefni og skoðanir skiptar um: sumir telja að kvótakerfi sé besta lausnin, aðrir vilja fiskidagakerfi. Deilt er um hvernig aflaheimildum er úthlutað; sumir vilja miða við aflareynslu en aðrir að aflaheimildir séu boðnar upp á almennum markaði �?� og svo framvegis! �?li hefur mikla alþjóðlega reynslu á þessu sviði og hefur víða farið, þekkir m.a. vel íslenskar aðstæður og umræður hér og ræðir þær í bók sinni.
Bókin verður til sölu og kynningar í Einarsstofu í Safnahúsinu kl. 17 á sjálfan sjómannadaginn, sunnudaginn 11. júní.
Kári Bjarnason