Slysavarnadeildin Eykyndill tekur þátt í ýmsum verkefnum á vegum Landsbjargar. Nýverið var haldinn hjóladagur þar sem konur frá Eykyndli sáu um hjólabrautina og Kiwanis gaf öllum börnum í 1.bekk hjólahjálma. Í síðustu viku mættu konur frá Eykyndli við leikskóla bæjarins og fóru yfir umferðaröryggi barna í bílnum. Í flestum tilvikum er búnaður barna til fyrirmyndar og foreldrar lang flestir í öryggisbelti. Við þökkum fyrir góða og jákvæða þátttöku foreldra í könnuninni og er óhætt að segja að flestir eru vel spenntir, bæði börn og fullorðnir