�?ann 31. maí sl. sigldu þau Gísli Valur Gíslason og Ingibjörg Bryngeirsdóttir sína fyrstu ferð í nýjum stöðum á Herjólfi. Bæði gegna þau fastri stöðu yfirstýrimanns en auk þess er Gísli í hlutastarfi sem skipstjóri. �?au Gísli Valur og Ingibjörg hófu feril sinn um borð í Herjólfi sem þernur og síðan hafa þau í raun leyst flestar stöður um borð.
Hvað heillaði við sjómennskuna og af hverju ákvaðstu að fara í stýrimanninn? �??�?g hef alltaf búið í Vestmannaeyjum og var mikið að þvælast með pabba á trillu þegar ég var krakki og svo var ég mikið í útey þannig ég hef alltaf heillast af sjónum,�?? segir Ingibjörg sem síðar meir fór að vinna sem þerna um borð í Herjólfi. �??�?etta er pínu fyndin saga. �?að var s.s. ákveðið að endurvekja stýrimannaskólann hérna aftur og við vorum eitthvað að djóka inni í messa og tala um hvað það væri spennandi og að fullt að nýju liði myndi koma til Eyja.�??
�??�?g veit að Jarl Sigurgeirsson var eitthvað í kringum þetta og Gísli Valur að hjálpa honum en svo hringir Gísli í mig og spyr hvort ég sé með í þessum stýrimannaskóla og ég svara því bara játandi og segi að það sé bara rosalega sniðugt. Hann Gísli segist þá ætlað setja mig niður á blað og ca. mánuði seinna hringir Svenni á Kletti í mig og segir mér að ég sé skráð í stýrimannaskólann,�?? segir Ingibjörg sem var furðulostinn þegar hún fékk fréttirnar en upphaflega hélt hún að hún væri að skrifa undir meðmælalista. �??�?g var ekki alveg á því að fara í þetta og fannst þetta hálf asnalegt en svo töluðu þeir um borð mig bara inn á þetta og eins Svenni og ákvað ég því að slá til, allt nám er gott, sama í hverju það er. �?etta heillaði mig síðan alveg og mér fannst þetta alveg geðveikt,�?? bætir Ingibjörg við en hún kláraði 3. stigið vorið 2011.
Sinnt flestum stöðum um borð
Á ferli sínum á Herjólfi hefur Ingibjörg sinnt flestum störfum um borð til lengri eða skemmri tíma en hún hefur m.a. verið þerna, kokkur, leyst af sem háseti, verið 2. stýrimaður og núna síðast yfirstýrimaður. �?ú þekkir þetta skip væntanlega inn og út? �??Já í rauninni bara eins og handabakið á mér en þetta er líka eina skipið sem ég þekki vel því annars hef ég bara unnið í hvalaskoðun á Húsavík, farið á humar í mánuð sem kokkur og svo á þessum skipum sem hafa leyst af Herjólf,�?? segir Ingibjörg en samkvæmt henni hefur fiskurinn og slorið aldrei heillað. �??Nei, það heillaði mig ekki neitt, mér finnst þetta miklu meira spennandi og allt í þessum dúr og því stærri sem skipin eru því meira heilla þau mig.�??
Eins og fyrr segir var Ingibjörg hækkuð í tign um borð í Herjólfi og sinnir nú stöðu yfirstýrimanns. �??�?að var s.s. einn að hætta hjá okkur um daginn og þá fékk Gísli Valur í raun stöðuna hans og ég stöðuna hans Gísli Vals. Hann er s.s. skipstjóri og yfirstýrimaður og ég yfirstýrimaður sem leysir af sem 2. stýrimaður en áður var ég 2. stýrimaður og leysti af sem yfirstýrimaður.�??
Aðspurð segir Ingibjörg nýju stöðuna leggjast vel í sig. �??�?etta leggst mjög vel í mig en þetta gefur mér tækifæri til að þjálfa mig meira á skipið. �?etta er mjög gott skip til að læra á, bæði er það stórt og öflugt, svo er það líka með góð stjórntæki og er lipurt í hreyfingu, fljótt að stoppa og maður er fljótur að snúa því þannig ég er mjög spennt fyrir sumrinu.�??
Hefur ekki lent í miklu mótlæti á ferlinum
Sjómennskan er enn þann dag í dag mjög karllægur heimur og ekki er kynjahlutfallið ekki síst sláandi meðal stýrimanna. Hefur þú lent í mótlæti verandi kvenkyns í þessum bransa? �??Ekkert svaðalegu. �?að var mikið meira um það að fólki fyndist þetta frábært þegar ég byrjaði á Herjólfi en svo var náttúrulega fólk inn á milli sem fannst ég ekkert eiga heima í þessu. �?að voru nú einhverjir gamlir skápar hérna í bænum sem voru ekki allt of hrifnir af þessu þegar ég byrjaði og veit ég að þeir töluðu nokkuð við hina strákana í náminu um það. En það er samt miklu meira um það að fólk sé jákvætt og finnist þetta frábært og er alveg ótrúlegasta fólk að óska mér til hamingju sem mér finnst æði,�?? segir Ingibjörg.
En er eitthvað því til fyrirstöðu að konur fari í þetta nám og leggi þetta fyrir sig? �??Alls ekki. �?etta er náttúrulega mikil fjarvera þótt við komum í höfn á hverju kvöldi, maður hleypur ekkert til ef barnið manns veikist á veturna. �?ví miður er ennþá hugsunin þannig í dag, hjá mörgum, að konur eigi að vera heima með börnin en ef þú hefur áhugann þá áttu ekki að láta það hindra þig. �?g er þegar búin að hjálpa tveimur stelpum, sem hafa haft samband við mig, að komast í skólann og er það bara eftir að þær hafa séð mig í fjölmiðlum. �?etta er gaman og mér finnst að konur eigi að fara í þetta ef þær hafa áhuga á því,�?? segir Ingibjörg sem sjálf átti enga kvenfyrirmynd í sjómennsku þegar hún byrjaði. �??�?g veit að ég er eini kvenstýrimaðurinn sem hefur útskrifast úr stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum en við erum tvær hjá Eimskip með réttindi. �?að eru nokkrar á landinu sem eru með skírteini og held ég að ég hafi verið númer sex í röðinni frá upphafi. Svo eru náttúrulega fullt af konum með pungapróf og konur alltaf að bætast í vélstjóraflóruna en einhverra hluta vegna er ekki sama þróun í stýrimanninum. Margir halda það enn þá að sjómennskan sé bara karlinn í appelsínugulu pollabuxunum en það er bara svo mikið meira í kringum þetta en slorið. Maður er að sjá fullt af konum í stjórnunarstöðum hjá fiskvinnslufyrirtækjum sem eru með svipuð réttindi þannig maður þarf ekkert endilega að vera alltaf úti á sjó, maður lærir svo margt í þessu námi.�??
Umræðan um Herjólf og Landeyjahöfn einkennist oftar en ekki af mikilli neikvæðni. Hefur þetta áhrif á ykkur um borð? �??Já, að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á mig persónulega og verð ég að segja að mér finnst leiðinlegt hvað umræðan í bænum er ofboðslega neikvæð. Við vitum alveg að þetta er ekki allt að fúnkera og við vitum að þetta skip, sem hefur þjónað okkur svo vel í gegnum árin, er barn síns tíma. Manni finnst stundum eins og maður sé að bregðast því maður vinnur þarna en við stjórnum ekki aðstæðum og veðri. T.d. um daginn þurftum við að fara fyrri ferð í �?orlákshöfn en náðum svo þremur ferðum í Landeyjahöfn seinni partinn, það er bara eins og það er, við búum á Íslandi. �?að er ekki bara öldurhæð og vindur sem spilar inn í, það eru svo margir þættir sem skipta máli. Maður myndi náttúrulega bara vilja að þetta myndi virka,�?? segir Ingibjörg sem mun þurfa að fagna sjómannadeginum í ár í vinnunni. �??�?g fagna honum í vinnunni þetta árið en á laugardaginn förum við síðustu ferð úr Landeyjahöfn kl. 17:10 og eftir það er árlegt húllumhæ í Akóges þar sem við borðum saman því yfirleitt getum við ekki gert neitt öll saman, t.d. á árshátíð eða jólahlaðborði, það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vinna. �?etta er svona eini dagurinn á árinu sem við náum öll að hittast,�?? segir Ingibjörg að lokum.
�?etta var í rauninni aldrei mitt fyrsta val
�?egar blaðamaður bar upp spurninguna hvað það hafi verið sem heillaði mest við sjómennskuna og af hverju hann hafi ákveðið að leggja þetta fyrir sig var lítið um svör hjá nýja skipstjórann á Herjólfi. Eftir smá umhugsun sagði Gísli Valur Gíslason hlutina bara hafa æxlast á þennan veg. �??�?etta var í rauninni aldrei mitt fyrsta val ef svo má segja. �?g fór bara á sjó 16 ára gamall á Vestmannaey og fannst eitthvað spennandi við þetta. Eftir það var ég á einhverjum fiskibátum framan af og þetta líf hentaði mér bara afar vel, vinna í einhvern tíma og vera svo bara í fríi. En ég get ekki sagt að þetta hafi nokkurn tíman verið draumurinn,�?? segir Gísli Valur sem byrjaði á Herjólfi árið 2004. �??�?g byrjaði þá sem þerna og var í því í þrjú sumur að mig minnir og þá kviknaði á einhverju hjá mér og ég fattaði að það væri til annars konar sjómennska, farþegaskip, gámaskip eða eitthvað annað.�??
Gísli Valur á ekki langt að sækja áhugann á sjónum en afi hans var útgerðarmaður í Eyjum og fósturfaðir hans stýrimaður og skipstjóri hjá honum. En líkt og hjá Ingibjörgu þá heillaði slorið og fiskivinnan Gísla Val ekkert sérstaklega. Má ekki segja þið Ingibjörg farið svolítið í gegnum sama ferlið? �??Já, í rauninni. Við förum á sama tíma í skólann og erum þá bæði á Herjólfi þegar hann byrjar 2007. �?g hef sömuleiðis verið þerna og háseti, svo byrjaði ég sem 2. stýrimaður árið 2010 og síðan hefur þetta bara verið koll af kolli.�?? �?ú átt í raun bara eftir að fara í vélina þá? �??Já, ég hugsa að það komi ekki,�?? segir Gísli Valur og hlær.
Nýja starfið segir Gísli Valur leggjast vel í sig og að hann sé spenntur fyrir komandi tímum. �??�?etta verur bara gaman og það er gott að geta byrjað á þessum tíma, það er ekkert sérstakt að byrja í nóvember eða desember. Maður fær allt sumarið til að læra betur inn á skipið og öðlast sjálfstraust í þessu.�??
Ekki fengið neinar skammir eins og er
Fyrsta ferð Gísla Vals og Ingibjargar saman með bátinn var á miðvikudaginn og svo aftur daginn eftir en að hans sögn gekk allt nokkuð vel fyrir sig. �?ið eruð hér enn og allir farþegar heilir á húfi er það ekki? �??Við erum hér enn þá og allir aðrir sem ferðuðust með skipinu. Við þurftum þó að fara eina ferð í �?orlákshöfn eins og Ingibjörg minntist á en það er bara þannig,�?? segir Gísli Valur sem enn sem komið er hefur ekki fengið skammir í hattinn fyrir þá ákvörðun. �??Nei, reyndar ekki, ég slapp. �?að á þó alveg eftir að koma. �?etta kemur þó reglulega á facebook en ég reyni eftir fremsta megni að blokkera það út, ég læt það alveg vera að fara inn á Herjólfssíðuna til að skoða athugasemdir, sem betur fer getur maður allavega stjórnað því sjálfur en jú jú, auðvitað fær maður sinn skerf af þessu neikvæða líka. Sumt tekur maður til sín og annað ekki og er umræðan ekki alltaf sanngjörn og oft mjög ósanngjörn. �?essi ferja er á vissan hátt lífæð fyrir bæjarfélagið og skiptir öllu máli fyrir samgöngur og maður vissi það svo sem þegar maður valdi sér þetta,�?? segir Gísli Valur.
Er ekki óhætt að segja að það verði allt annað umhverfi hérna samgöngulega séð í lok næsta sumars þegar nýja ferjan kemur? �??�?að verður gjörbreyting, ég held það sé alveg óhætt að segja það og er ég rosalega jákvæður fyrir nýju ferjunni. En hún er því miður ekki nóg, það verður að gera eitthvað meira og það finnst manni það grátlegasta við þetta. �?etta er sjöunda sumarið sem við siglum í þessa höfn og það hefur ekkert gerst þar. En miðað við þessa fundi sem hafa verið undanfarið þá virðist vera einhver vilji til að gera úrbætur hverjar sem þær nú verða, fastur dælubúnaður eða annað. Flestir leikmenn í þessu eru að ég held að bíða eftir stækkun á garði eða görðum, allavega einhverju stórvirkara,�?? segir Gísli Valur.
En ef við förum út í allt aðra og jákvæðari sálma, hvernig ætlar þú að fagna honum? �??�?g er í fríi núna og tek virkan þátt í sjómannadeginum. Við höfum verið í mörg ár niðri í Akóges eins og Ingibjörg kom inn á og það hefur alltaf verið skemmtileg stemning fyrir því frekar en að fara upp í Höll. �?etta er náttúrulega orðinn töluverður fjöldi, 60- 70 manns, þannig það ber sig alveg að vera bara við ein,�?? segir nýi skipstjórinn á Herjólfi að endingu.