Héraðsdómur Suðurlands vísaði í dag frá máli sem Brim hf. höfðaði gegn Vinnslustöðinni til ómerkingar stjórnarkjöri á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Málskostnaður fellur niður.
Brim, sem á tæplega 33% hlut í Vinnslustöðinni, krafðist þess í fyrsta lagi að ómerkt yrði kjör Einars �?órs Sverrissonar; Guðmundar Arnar Gunnarssonar, Ingvars Eyfjörð; Írisar Róbertsdóttur og Rutar Haraldsdóttur í stjórn og kjör Eyjólfs Guðjónssonar og Guðmundu Bjarnadóttur í varastjórn, sem fram fór á hluthafafundi VSV 31. ágúst 2016.
Í öðru lagi að ómerkt kjör Einars �?órs Sverrissonar; Guðmundar Arnar Gunnarssonar; Ingvars Eyfjörð; Írisar Róbertsdóttur og Rutar Haraldsdóttur í stjórn og kjör Eyjólfs Guðjónssonar og Guðmundu Bjarnadóttur í varastjórn, sem fram fór á aðalfundi stefnda þann 6. júlí 2016.
Í þriðja lagi að staðfest yrði með dómi að eftirtalin hefðu verið verið réttkjörin í stjórn og varastjórn félagsins á aðalfundi félagsins þann 6. júlí 2016.
Í stjórn:
Guðmundur Kristjánsson
Ingvar Eyfjörð
Íris Róbertsdóttir
Rut Haraldsdóttir.
Í varastjórn:
Hjálmar Kristjánsson
Guðmunda Bjarnadóttir.
�?á var og þess krafist að viðurkennt yrði með dómi að VSV bæri skylda til að boða til framhaldsfundar til að varpa hlutkesti um það hvort Einar �?ór Sverrisson eða Guðmundur �?rn Gunnarsson taki sæti í stjórn félagsins ásamt áðurnefndum aðilum.
Nánar á vsv.is
Myndin er af aðalfundi félagsins.