Í tilefni sjómannadagsins um næstu helgi fór blaðamaður í heimsókn á dvalar- og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir og hitti þar hinn níræða Friðþjóf Sturlu Másson kenndan við Valhöll en Fiddi eins og hann er alla jafna kallaður er jafnframt afi undirritaðs blaðamanns. Ýmislegt áhugavert kom upp úr krafsinu eins og við var búist en það er óhætt að segja að Fiddi hefur marga fjöruna sopið á lífsleiðinni og ekki síst á ferli sínum sem sjómaður sem spannaði hátt í aldarfjórðung. Í viðtalinu ræðir Fiddi nokkra minnisstæða róðra, tvo sem enduðu á svipaðan máta og svo aðra þar sem í dag myndu teljast nokkuð háskalegir.
Aðspurður hvort hann hafi alltaf langað til að vera sjómaður sagði Fiddi val sitt hafa frekar verið byggt á fjárhagslegum ástæðum þar sem hann sá ekki fyrir sér að geta unnið fyrir fjölskyldunni í landi. 19 ára gamall hafði hann eignast tvíbura sem hann þurfti að borga með og var hann því oft og tíðum blankur í þá dagana. �??�?g sá bara ekki fram á að eiga lifibrauð af því að vinna í landi. �?g lærði þó að mála í Reykjavík, var þar í einhverja sjö mánuði og komst á samning og hafði verkamannakaup og frítt húsnæði að Laugarveg 20 b, stórt hús á horni Klapparstígs og Laugarvegs, en þar bjó ég uppi í risi. Maður fékk svo borgað vikulega og til að byrja með reddaðist þetta en fljótlega sá ég að ef ég ætti að vera í skóla í fimm til sex mánuði, allan daginn eins og var þarna í Iðnskólanum, þá myndi ég ekki hafa í mig að éta,�?? sagði Fiddi sem þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. �??�?g fór síðan í meistarann en sá sem var með mig var með 20 karla í vinnu og málaði allt fyrir Reykjavíkurborg og Símann. �?g ætlaði alltaf að fá samninginn færðan heim til Eyja en það varð ekkert úr því,�?? sagði Fiddi sem þó átti eftir að grípa nokkrum sinnum í pensilinn því á haustin þegar það var frí á sjónum vann hann stundum við að mála.
Fyrsti línuróðurinn
�??�?að hefur verið svona 1945 og ég 18 ára gamall sem ég fer í fyrsta línuróðurinn. �?á var skal ég segja þér vont að fá pláss en ég fékk plássið hjá frænda mínum, Steina á Kirkjulandi en ömmur okkar voru systur,�?? sagði Fiddi þegar hann lýsir fyrsta línuróðri sínum. Báturinn hét Jökull VE 63, 49 tonna bátur sem smíðaður var árið 1942 og topp skip að sögn Fidda.
�??�?g fer og hitti Steina og ræði við hann og fæ plássið og verð alveg hlessa. Einn morguninn er ég síðan ræstur eins og gengur og gerist, Steini kom bara inn í Valhöll og maður var bara ræstur í rúminu, það var náttúrulega enginn sími. Við byrjum að fara inn fyrir Eyjar en þá var blússið gefið inn af Eiðinu. Svo keyrum við vestur álinn og byrjum ekki að leggja fyrr en austur undir Holshrauni,�?? segir Fiddi er hann lýsir siglingunni en á þá herjaði suðvestan bræluskítur.
�??�?egar búið að var að leggja létum við út ljósabaujurnar og svo var legið yfir í svona tvo til þrjá tíma en það var alltaf byrjað að draga í birtingu. �?g átti síðan fyrstu baujuvaktina en hana stóðu hásetarnir tveir sem voru um borð. �?g tek fyrstu vaktina og fer aftur í til að fylgjast með baujunni og á meðan fóru allir fram í að leggja sig. Svo veit ég ekki fyrr en það eru eins og þar fari 100 púkar með sleggju niðri í vél, lætin voru svo mikil. �?að vakna náttúrulega allir og vélstjórinn, sem hét Andrés, kemur upp, ágætis maður og klár mótoristi en svolítið blautur. �?arna var vélin búin að drepa á sér og voru hinir bátarnir svolítið vestar en við, við vorum með austustu bátunum,�?? segir Fiddi en þeir félagar brugðu á það ráð að hífa upp segl.
�??Við skutum líka upp rakettum en enginn sá neitt og svo var kallað í land.Við hífðum því upp segl og freistuðum þess að sigla út fyrir Portlandið og ná athygli þeirra sem okkur tókst að gera. En að lokum kom svo varðskipið og tók okkur í tog og það gekk allt vel. �?egar í land var komið og vélin skoðuð kom í ljós að hún var úrbrædd, það hafði orðið eftir einhver tvistur í smurningsröri sem gerði það að verkum að vélin smurði ekki. �?að þurfti því að rífa alla vélina upp og við þar með í vikustopp. �?etta var fyrsti róðurinn hjá mér,�?? segir Fiddi.
Sumir róðrarnir voru styttri en aðrir
Vertíðina 1957 var Fiddi stýrimaður á bát sem hét Týr og voru margir bátar þegar farnir til sjós þegar Jón á bátnum Ver spurðist fyrir hvort hann gæti fengið Fidda lánaðan í einn túr. �??Jón á Ver vantaði mann því áhöfnin hans var ekki komin og fékk hann mig því lánaðan í einn róður. Við fórum út í voða góðu veðri en það var gefið blúss klukkan tvö [blys sem gefur merki um að bátarnir megi fara í róður]. �?arna voru einhverjir 50 til 60 bátar í beinni röð sem reyndu hvað eftir annað að troða sér fram fyrir hvern annan alveg eins og þeir mögulega gátu. Vélarnar voru keyrðar svo mikið að eldblossar stóðu upp úr púströrunum og var eins og kveikt væri á prímusum,�?? segir Fiddi um þetta mikla sjónarspil.
Stefnan flotans var sett út í Smáeyjasund og var það greinilega mikið kappsmál að vera með fyrstu mönnum á áfangastað. �??Siggi Vídó var þarna með Emmuna og þeir taka fram úr okkur á leiðinni út úr höfninni. Maður sem hét Bjarnhéðinn var með Sigga og kom aftur á Emmuna með spotta og veifaði til okkar í þann mund sem þeir fóru fram úr. Jón varð þá alveg vitlaus og sagði vélstjóranum og bróður sínum, honum Begga, að fara niður og bæta í. Beggi segist þá þegar vera búinn að setja á gormana en Jón svarar honum að hann verði að gera eitthvað meira. �?arna vorum við rétt svo komnir vestur fyrir Eiði, vestur fyrir �?rn og allt komið í botn og alveg ferlegt að sjá blossana koma upp úr púströrinu. Allt í einu í einu kemur hvellur og allt stoppar skyndilega. �?að var bara logn og blíða og allt í lagi en það er kallað í land og hafnarskipið Léttir fenginn til að sækja okkur og fara með okkur í land. Í ljós kom að einn stimpillinn í vélinni var fastur. �?að tók einhverja tvo til þrjá daga að gera við svo ég fór ekkert meira um borð þarna því við á Týr fórum fljótlega að róa eftir þetta. Mér er þetta allt minnisstætt því þetta var stysti róður sem ég hef nokkurn tíman farið í,�?? segir Fiddi.
Maður er búinn að lenda í ýmsu helvítis rugli
�?að var ekki fátítt í þá dagana að lenda í ýmsum skakkaföllum á sjónum en sem betur fer hefur þeim fækkað svo um munar. Hvernig var að vera sjómaður í þessa daga þegar öryggið var svona lítið? �??�?ryggið var ekkert, það voru oft og tíðum ekki einu sinni gúmmíbátar um borð. Svo var róið mjög stíft og jafnvel sunnudaga líka en svo hætti það því það hittist svoleiðis á að mörg slys urðu á sunnudögum,�?? segir Fiddi sem sjálfur hefur þurft að notast við björgunarbát á sínum sjómannsferli.
�??Einu sinni sökk bátur undan mér austur á Vík, þessi þarna,�?? segir Fiddi og bendir á ljósmynd uppi á vegg inni í herbergi sínu á Hraunbúðum. Ástæðuna segir Fiddi hafa verið einfalda, sjór hafi hreinlega komist óhindraður inn í bátinn. �??�?egar verið var að botnskvera bátinn fyrir vertíðina benti ég eftirlitsmanninum á hversu lélegir naglarnir væru orðnir í botnstykkjunum, þeir voru eiginlega alveg tærðir. Hann sagði þá hins vegar vera alveg í lagi,�?? segir Fiddi, en áður en langt um leið var báturinn á leiðinni niður með Fidda og aðra áhafnarmeðlimi innanborðs. �??Á þessum tíma var björgunarbáturinn bara bundinn í kassa ofan á stýrishúsinu en þar var hnífur svo maður gæti skorið hann lausan. �?g fór því þarna upp og skellti bátnum út í sjó og henti sjálfum mér út í á eftir honum til að opna hann. Mér er það minnisstætt hversu langan tíma það tók að opna hann en til þess þurfti að toga í spotta sem var fastur á bátnum og var þessi tiltekni spotti ef til vill 20 til 30 faðmar. �?arna var maður bara ofan í sjónum að toga og toga. Maður er búinn að lenda í ýmsu helvítis rugli.�??
Sigurfarinn ferst í vonskuveðri
Eina skiptið sem Fiddi hefur ekki komist inn í höfn eftir róður segir hann hafa verið þegar Sigurfarinn fórst við Eiðið árið 1951 en sjálfur var Fiddi þá á bátnum Tý. Samkvæmt vef Heimaslóðar segir að þennan dag, 13. apríl, hafi geisað fárviðri við Eyjar og margir bátar flotans ekki komist í höfn um kvöldið. Mikill leki kom upp í Sigurfaranum og var fyrst hugsað að hleypa bátnum upp á Eiðið en frá því var ráðið úr landi og tók báturinn Ver mennina um borð en þá var vélin að stöðvast vegna sjós. Að lokum rak Sigurfarann upp og brotnaði í spón. �??�?etta er eina útilegan sem ég hef lent í hérna við Eyjar en þá lágum við undir Eiðinu. Við vorum búnir að vera að þvælast í eina átta tíma vestan við Selvogsbanka. Við vissum að við vorum vestan við drangana og hentum því lóði út til að mæla dýpið því við vorum hræddir um að rekast á þá. �?egar við vorum búnir að setja út bauju kom annar bátur úr suðri en það var Sigurfarinn. �?eir kölluðu í okkur og báðu okkur um að elta því það var svo mikill leki um borð hjá þeim. Við eltum þá upp undir Eiði þar sem einhverjir 20 bátar lágu við eina bauju. Við treystum okkur ekki inn í höfn því dimman var svo mikil og veðrið alveg vitlaust. Karlinn [skipstjórinn á Tý] bað mig um að taka vaktina og fór sjálfur fram í til að leggja sig. �?arna voru nokkrir bátar í einum hnapp að láta sig reka og einn alveg í rassgatinu á okkur og man ég að ég var kófsveittur. Sjálfir rákum við alltaf upp á �?rn en það var mjög sterk austan átt. Við sáum síðan þegar Ver lagði upp að Sigurfaranum og tók mennina upp í,�?? segir Fiddi.
Tólf eða eitt um nóttina lét Fiddi ræsa karlinn. �??�?g sagði honum að ég væri alveg búinn á því og yrði að minnsta kosti að fara að fá mér kaffi. Hann tók því vaktina og ég fór fram í að hvíla mig. Hann lét svo ræsa mig aftur um fimmleytið en þá ætluðum við að reyna að fara inn. �?g hélt við ætluðum ekki að hafa það því við vorum með allt á fullu og hreyfðumst varla, það var nefnilega svo léleg vél í Tý, hún var alveg máttlaus. Við höfðum stefnuna á suðvesturhornið á Bjarnarey en við beygðum ekki fyrr en við sáum báða vitana, það varð að taka lag til að beygja inn á vík og svo var bara lens inn. Loks þegar við komumst inn þá fóru bátarnir að týnast inn einn af öðrum,�?? segir Fiddi sem hafði þó aldrei verulegar áhyggjur af því að Týr myndi hljóta sömu örlög og Sigurfarinn.