�??Vinna við fyrri samsetningu (tengimúffu) er lokið – Aðstæður í hafi eru ekki hagstæðar næstu tvo til þrjá daga vegna mikillar undiröldu og því er beðið með að hefja vinnu við síðari samtengingu eins og staðan er akkúrat núna,�?? sagði Steinunn �?orsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets um stöðuna á viðgerð á rafstrengnum til Vestmannaeyja sem hófst í síðustu viku.
Kapalskipið Isaac Newton sér um verkið og sagði Steinunn að meta ætti aðstæður aftur í dag. �??Á meðan nýta menn tímann um borð við að lappa uppá varastrenginn en ysta varnarlag hans var lítillega skaddað á nokkrum stöðum eftir tilfærslur til og frá skipi.�??
Myndina tók Ívar Atlason úti í Elliðaey.