Gert er ráð fyrir að viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 sem bilaði í byrjun apríl ljúki eftir helgi. Kapalskipið Isaac Newton hefur síðan um miðja síðustu viku legið rétt innan við Elliðaey þar sem strengurinn bilaði, um þrjá km. norðan við Heimaey. Strengurinn var skorinn í sundur á hafsbotni nálægt þeim stað sem bilun var talin vera, en mælingar á staðsetningu geta skeikað einhverjum tugum metra.
�??Tekinn var upp 70 m. bútur úr strengnum sem reyndist innhalda bilun. Næstu skref eru að tengja hluta úr varastreng, sem Landsnet á, inn í staðinn fyrir kaflann sem klipptur var út. �?að er vandasöm aðgerð og ef allt gengur að óskum ætti viðgerð að vera lokið um 20. júní,�?? sagði Steinunn �?orsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets í samtali við Eyjafréttir.
�??�?etta er mjög umfangsmikil og dýr viðgerð, reiknum við með að hún fari í hálfan milljarð. Hver orsökin er á eftir að koma í ljós, strengurinn verður sendur í rannsókn í framhaldinu,�?? sagði Steinunn þegar hún var spurð um hver komi til með að bera kostnaðinn, framleiðandi eða Landsnet.
�??�?essi bilun á VM3 gerir það að verkun, að aðeins er hægt að flytja raforku með VM1 sem er frá 1962 og flytur aðeins um 7,5 MW,�?? sagði Ívar Atla, svæðisstjóri vatnssviðs HS Veitna í Vestmannaeyjum.
�??�?essi litli raforkuflutningur á forgangsorku dugar aðeins fyrir heimilin í bænum og að hluta til fyrirtækja. Ef mikil frysting á sér stað hjá fiskvinnslustöðvunum eða bræðslurnar eru að bræða, þá þarf að keyra ljósavélar með. Kostnaðurinn við að keyra ljósavélarnar, til að framleiða forgangsorku, borgar Landsnet. Aftur á móti er enginn flutningur á ótryggri orku og þar af leiðandi þarf að hita allt vatn Hitaveitunnar upp með olíu. Sá kostnaður lendir á HS Veitum hf. Nemur sá kostnaður einhverjum tugum milljóna frá því VM3 bilaði, 6. apríl síðastliðinn.