ÍBV og KR mætast í sjöundu umferð Pepsi-deildarinnar á Hásteinsvelli á morgun kl. 18:00. Liðin eru jöfn að stigum með sjö stig en KR er með betri markatölu og má búast við hörkuleik. Eyjafréttir slógu á þráðinn til Kristjáns Guðmundssonar og ræddu stuttlega við hann um leikinn.
Hvernig eru leikmenn stemmdir fyrir leikinn á fimmtudaginn, eru allir heilir heilsu? �??Já, eftir því sem ég best veit þá eiga allir að vera í standi,�?? sagði Kristján sem átti þó eftir að hitta sína leikmenn daginn þegar viðtalið fór fram.
KR-ingar hafa verið í basli á leiktíðinni og ekki staðið undir væntingum. Hvar liggja möguleikarnir helst gegn þeim? �??Sko, KR hefur spilað ágætlega en bara ekki haft heppnina með sér en við þurfum klárlega að verjast vel því sóknarleikurinn þeirra er mjög góður og eru leikmenn þeirra fram á við tæknilega góðir og snöggir. �?að sem við þurfum hins vegar að gera í okkar sóknarleik er að einangra varnarmenn þeirra og sækja hratt á þá, þar tel ég möguleika okkar liggja,�?? sagði Kristján.
Er ekki lykilatriði að Eyjamenn fjölmenni á leikinn? �??Jú, að sjálfsögðu og fyrst og fremst að þeir sem mæta styðji liðið eins og þeir geta og vona ég svo sannarlega að þeir verði sem flestir,�?? sagði Kristján að lokum.