Hið árlega TM mót í Vestmannaeyjum hefur verið haldið ár hvert frá því árið 1989 en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Mótið mun hefjast á morgun og standa yfir fram á laugardag en í ár taka 84 lið þátt frá 26 félögum. Keppt verður á fimm völlum á mótinu í ár, Helgafellsvelli, Týsvelli, �?órsvelli, Eimskipshöll og svo Hásteinsvelli.
Fyrstu leikir byrja á morgun kl. 08:20 og má gera ráð fyrir því að liðin fari að streyma til Eyja eitt af öðru frá og með hádeginu í dag. �?að má gera fastlega ráð fyrir því að rigning láti á sér kræla á meðan mótinu stendur og þá aðallega á föstudag og laugardag en á móti verður vindur ekki ýkja mikill og hiti nálægt tíu gráðum sem verður bara að teljast fínt veður til knattspyrnuiðkunar á íslenskan mælikvarða.
Ásamt knattspyrnuiðkun verður ýmis afþreying í boði fyrir stelpurnar en skemmtanahald verður með nokkuð hefðbundnu sniði. Á fimmtudeginum verður kvöldvaka og Idol keppni þar sem hvert félag á einn fulltúa. Á föstudeginum verður leikur landsliðs og pressuliðs og þar á eftir úrslit Idol keppninnar og ball með Ingó Veðurguði á eftir. Á laugardeginum verður síðan verðlaunaafhending og grillveisla við Týsheimilið að loknum úrslitaleikjum. Lokahóf hefst síðan stundvíslega kl. 18:00 og eftir það fara liðin væntanlega að huga að brottför og vonandi með gleði og góðar minningar í farteskinu.
Blaðamaður hafði samband við Sigríði Ingu Kristmannsdóttur, mótsstjóra, í gær og ræddi við hana um aðdraganda mótsins.
Hvernig hefur undirbúningur gengið? �??Undirbúningur hefur bara gengið mjög vel og er allt að smella hjá okkur. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót að huga að mótinu en þá opnuðum við fyrir skráningu og annað slíkt,�?? segir Sigríður Inga sem er jafnframt ánægð með þátttökuna í ár. �??�?að eru átta liðum fleiri í ár en í fyrra þannig að mótið fer ört stækkandi sem er bara jákvætt.�??
Eru einhver lið þegar komin? �??Nei, ég reikna með að fyrstu lið komi með hádegisferðinni á miðvikudag en flest liðin koma með14:45 og 17:10 ferðunum. Liðin sem koma lengst að, t.d. frá Akureyri og Egilsstöðum koma síðan um kvöldið,�?? segir mótstjórinn að lokum.