Breki VE er kominn á flot að nýju í kínversku skipasmíðastöðinni eftir að hafa verið málaður og auðkenndur með nafni og númeri. Togarinn var sjósettur á miðvikudaginn var, 7. júní.
�??Auðvitað er spennandi að fylgjast með þessu á vettvangi. Skipið er glæsilegt, reyndar afburða fallegt!�?? segir Magnús Ríkarðsson skipstjóri. Hann er nýkominn heim frá Kína og leynir ekki vaxandi spenningi yfir því að komast af stað heim til Eyja með togarann. Á því verður hins vegar einhver bið.
�??Frágangurinn tekur sinn tíma, innansleikjurnar eru drjúgar. Við tökum auðvitað ekki við skipinu fyrr en allt er komið í það horf sem um var samið. Mér kæmi ekki á óvart þótt það tæki allt að tvo mánuði að ljúka öllum verkum.�??
Systurskipin Breki og Páll Pálsson ÍS eru álíka langt komin í skipasmíðastöðinni. �?au fylgjast að alla leið þar og svo heim til Íslands þegar þar að kemur.
Af vsv.is.