Starfsmenn Arionbanka voru með kynningarfundi í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 30. maí sl. og kynntu þá þjónustu og vörur sem eru í boði hjá bankanum sem góðan valkost fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Vestmannaeyjum.
�??Arion banki hefur verið leiðandi í stafrænum lausnum á bankamarkaði svo sem að stofna til viðskipta fyrir bæði einstaklingar og fyrirtæki. �?á er hægt að gera fullgilt greiðslumat á nokkrum mínútum og sækja um íbúðarlán á netinu,�?? sagði Róbert Sverrisson, forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá Arionbanka.
�??�?að var fámennt en góðmennt á kynningunum en þeir sem komu voru mjög ánægðir og áhugasamir um það sem Arion banki hefur fram að færa. Hópurinn heimsótti einnig nokkur áhugaverð fyrirtæki.�??
Róbert sagði að þeir sem áhuga hafa á því að fá frekari upplýsingar geti sett sig í samband við Hafstein vegna fyrirtækjamála og Auði vegna einstaklingsmála.