�?g ætla að bjóða ykkur upp á beikonvafðar kjúklingabringur, réttur sem ég gríp oft til.
Skerið í kjúklingabringurnar og fyllið þær með smurosti eða steyptum osti að eigin vali. Vefjið nokkrum beikonsneiðum þétt utan um bringuna og vefjið inn í álpappír. Skellið á grillið í 30-40 mín. eftir stærð á bringum og hita á grillinu og snúið á 7-10 mín. fresti.
Sæt kartafla er skorin niður í frekar þunnar sneiðar og raðað á bökunarpappír á ofnplötu. Búið til kartöflumús (hef bara notað pakkamús) steikið beikonkurl á pönnu og blandið saman við músina. Setjið músina í rjómasprautu og sprautið ofan á kartöflurnar og setjið í ofn á 180° í u.þ.b. 30 mín. eða þangað til sætu kartöflurnar eru klárar.
Mér finnst svo gott að hafa með þessu kalda hvítlaukssósu eða heita piparostasósu og ferskt grænmeti með fetaosti.
�?g ætla að skora á Sigrúnu Halldórsdóttur, systur mína sem næsta matgæðing vikunnar en hún hefur síðustu ár glímt við glútenóþol og er því orðinn algjör meistari í glútenlausum mat og kökum.