Höllin var þéttsetin þegar foreldrar, ömmur og afar, ættingjar og vinir voru mættir til að samfagna nemendum tíunda bekkjar Grunnsólans sem útskrifuðust í upphafi mánaðarins. Alls útskrifuðust 58 nemendur úr tíunda bekk og einn úr níunda bekk að þessu sinni og sagði Sigurlás �?orleifsson að þetta væri fyrsti hópurinn sem hann hefði fylgt öllu tíu árin sem skólastjóri. Viðurkenningar voru veittar fyrir góðan árangur og stóð Daníel Hreggviðsson upp úr en hann fékk viðurkenningu í átta fögum af ellefu.
�??Í dag erum við hér saman komin til að kveðja nemendahóp og um leið að þakka þeim fyrir samveruna á liðnum árum og óska þeim alls hins besta í framtíðinni. En þessi dagur er ekki endalok einhvers �?? heldur miklu fremur tákn um nýja byrjun, nýtt tímabil þessara efnilegu nemenda þar sem tækifæri gefast til að takast á við ný og verðug verkefni sem eiga vonandi eftir að færa ykkur gæfu í framtíðinni,�?? sagði Sigurlás í ávarpi sínu til nemendanna.
Hæfileikaríki krakkar
�??�?tskriftarhópurinn telur 58 nemendur úr 10. bekk og einn úr 9. bekk. Einn nemandi lauk námi hjá okkur í janúar en við útskrifum hana formlega núna. �??Í þessum árgangi er mikið af hæfileikaríku fólki á mörgum sviðum og við fáum sýnishorn af því í kvöld bæði í tali og tónum,�?? sagði Sigurlás en Hulda Helgadóttir söng og lék sjálf undir og Salka Sól �?rvarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nemenda.
�??Mig langar líka að þakka tónlistarmönnunum fyrir sinn hlut í dagskránni. �?að skapar fallega umgjörð um þessa útskrift að þið skylduð vera tilbúin til að gefa ykkur tíma til að kveðja skólann ykkar á þennan hátt. Við erum stolt af ykkur, við erum stolt af hópnum sem hér stóð uppi áðan og tók við viðurkenningum fyrir ýmis afrek og við erum auðvitað einnig stolt af ykkur öllum hinum sem einnig hafið lagt ykkur fram í vetur og skilað eins góðu verki og ykkur var mögulegt,�?? sagði Sigurlás.
Nú ráðið þið för
�??�?að hlýtur að vera stór stund fyrir ykkur kæru nemendur að standa í þessum sporum í dag og hafa lokið þessum áfanga að klára Grunnskólann sem er vonandi bara eitt lítið skref á ykkar skólagöngu, skólagöngu sem þið hafið kannski lítið haft um að segja en nú eru breytingar framundan. Starfsmenn skólans og foreldrar ykkar hafa ráðið för hingað til en nú er komið að tímamótum þar sem þið sjálf þurfið að taka ykkar eigin ákvarðanir um hvert þið viljið stefna og fara að hafa áhyggjur af framtíðinni og óttinn við fullorðinsárin fer að kræla á sér.�??
Sigurlás sagði að næsta skref hjá þorra nemenda væri að ákveða í hvaða skóla þeir ætla að sækja um. �??Flest ykkar fara í Framhaldsskólann hér í Eyjum en aðrir sækja um skóla á fastalandinu. En skiptir það máli hvaða skóla við veljum? �?g rakst á vangaveltur grunnskólakennara og ég held að við sem störfum í skólanum séum mörg hver sammála.
Hvað er góður skóli?
Hún kennir unglingum samfélagsfræði og reynir eftir bestu getu að sinna því starfi af metnaði, áhuga og einlægni. Hún er nú í fimmta skipti á sínum tíu ára kennaraferli að útskrifa umsjónarnemendur sína úr 10. bekk og að sjálfsögðu ræða þau um næsta vetur, framtíðina. Hvað ætla nemendur að gera að loknu grunnskólanámi? �??Komast inn í góðan skóla,�?? er voða algengt svar. Gjarnan fylgir upptalning á einhverjum skólum. En hvað er þá góður skóli? Og svarið hlýtur að vera. Góður skóli er sá skóli sem er góður fyrir þig, sá skóli sem hentar þér best. �?að er ekki flóknara.
Ekki horfa á það hvað skólarnir heita. Byrjið á að hugsa hvort þið viljið fara í bóknám eða verknám. Ef bóknám, hvort þá í bekkjarkerfi eða áfangakerfi? Ef verknám þá hvaða verknám? Farðu í þann skóla sem er á þínu áhugasviði. Ef þú vilt verða viðskiptafræðingur liggur vel við að fara í Verslunarskólann en fyrir þann sem vill verða bifvélavirki væri Verslunarskólinn afar slakur kostur,�?? hafði Sigurlás eftir kennaranum sem benti á að nafn skólans skiptir ekki máli heldur að hann mæti þörfum og áhugasviði nemandans.
Enginn er góður í öllu
Sigurlás sagði að áhugi á bóknámi sé örugglega ekki bundinn við Ísland og fyrir vikið sé skortur á iðnaðarmönnum. �??�?essi hugmyndafræði virðist vera ríkjandi, að stúdentspróf og háskólapróf sé eina rétta leiðin. �?að virðist líka einhvern veginn vera orðræðan að þeir sem eru klárari fari í bóknám, hinir fari í verknám. Hvað höfum oft heyrt þetta.
�?að er talað um einstaklingsmiðað nám, mismunandi styrkleika, �??enginn er góður í öllu, allir eru góðir í einhverju�?? en raunin er svo önnur.
Nemendur veigra sér við að sækja um verknám þar sem þeir vilja ekki fá á sig einhvern stimpil, klárir krakkar sem fara bóknámsbrautina vegna utanaðkomandi pressu. Foreldrar tala um að auðvitað sé mikilvægt að hafa iðnaðarmenn, einhverjir þurfa að sinna þessum störfum en ekki mitt barn. �?g tek það fram að sú sem segir frá gekk ekki illa í skóla heldur þvert á móti þá gekk henni mjög vel í skóla, og er stúdent frá einum af �??vinsælu skólunum�?? og er með þrjár háskólagráður, allt voða bóklegt og innrammað í normið. Við höfum ólíka hæfileika og ólík áhugasvið.
�?etta snýst nefnilega um það, hvar hæfileikar manns og áhugasvið liggja, ekki hvaða stimpill er heppilegastur. �?ó að þessi stutti pistill muni líklega ekki breyta hugarfari heillar þjóðar vona ég samt sem áður að hann veki einhverja, nemendur, foreldra, kennara, alla til umhugsunar. Hvernig menntasamfélag viljum við hér á Íslandi? Viljum við einsleitt þramm í átt að bóknámi eða fjölbreytta möguleika þar sem við metum fólk jafnt að verðleikum hvort sem það er klárt á bókina eða hagt í höndunum eða jafnvel hvort tveggja? �?ví það getur bara líka alveg verið þannig.�??
Hugurinn magnað fyrirbæri
�??�?etta eru hugleiðingar fyrir framtíðina og ég veit að margir hafa áhyggjur af henni. Samfélagið virðist innræta okkur frá blautu barnsbeini að við eigum að vita nákvæmlega hvað við viljum. Okkur er sagt að elta ástríðu okkar, láta drauma okkar rætast, gera það sem við elskum og sjálfsagt mál sé að þetta liggi allt saman fyrir. �?egar við svo uppgötvum að líf okkar, draumar og hugsanir eru ekki í samræmi, heldur ólikar dag frá degi, læsir skelfingin sig um í hugarheim okkar.
Hugurinn er nefilega ótrúlega magnað fyrirbæri og máttur hans er mun meiri en margir átta sig á. Hvað ef að með breyttri hugsun og jákvæðara viðmóti gagnvart sjálfum okkur og umhverfinu gætum við upplifað meiri hamingju, velgengni og vellíðan í daglegu lífi. Flest ykkar ef ekki öll eigið eftir að upplifa erfiðleika einhvern tíma á lífsleiðinni þar sem stöðugar áskoranir dynja á okkur og allt getur stundum gengið á afturfótunum. Einhverjir kannast líklega við að hugsa �??ooh! ég er svo óheppinn�?? eða �??týpískt, alltaf lendi ég í svona aðstæðum�??.
Notum hugsanir hvert einasta augnablik
Allar hugsanir okkar um okkur sjálf og umhverfi okkar eru staðfestingar. Með hugsunum okkar staðfestum við okkar eigin tilveru. �?á er átt við að allar hugsanir eða innra tal um okkur sjálf eða nærumhverfi séu stöðugt flæði staðfestinga. Við notum hugsanir hvert einasta augnablik hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Við erum í raun að staðfesta og skapa okkar eigin lífsreynslu og tilveru með hverri hugsun og orði.
Ef allar hugsanir okkar og innra tal byggist á neikvæðni verður viðhorf okkar gagnvart okkur sjálfum og nærumhverfi ósjálfrátt neikvætt. �?ú ert það sem þú hugsar! �?annig mætti segja að orð séu álög.
�?ess vegna er mikilvægt að temja okkur jákvætt hugarfar. En hvernig náum við stjórn á hugsunum okkar, hvernig breytum við neikvæðri hugsun yfir í jákvæða? Að fylla líf sitt af jákvæðum staðhæfingum getur gert kraftaverk í daglegu lífi. �?ær geta með smá æfingu breytt neikvæðum hugsunum í jákvæðar. Með því að einbeita sér að því að leiðrétta daglegar hugsanir geta hin erfiðustu verkefni orðið mun viðráðanlegri. Smám saman upplifum við meiri hamingju, meiri velgengni og vellíðan.
Njótið þess að vera til
�?annig á svona tímamótum, sem útskrift úr Grunnskóla er og sem markar nýtt upphaf skuluð þið kæru nemendur njóta þess að vera til og njóta stundarinnar. Hlutverk okkar í GRV hefur verið að búa ykkur nemendur undir líf og starf í síbreytilegu þjóðfélagi, og þá í samvinnu við heimilin �?? og nú er komið að því að láta reyna á hvernig sá undirbúningur nýtist ykkur krakkar.
�?ið eruð prófsteinninn á hvernig til hefur tekist, og þið sýnduð það svo sannarlega síðastu dagana í skólanum að við höfum gefið ykkur nokkuð gott veganesti �?? nú er undir ykkur komið hvernig þið spilið úr því og hvernig þið byggið ofan á þann grunn sem þið hafið byggt upp á undanförnum árum.
Okkur finnst líka mikilvægt að minna ykkur kæru nemendur á þá ábyrgð sem þið berið á eigin velferð í stað þess að vera pínu stikkfrí — eins og margir eru — halda að mamma og pabbi leysi allt og bjargi öllu og að það sé öllum öðrum að kenna ef eitthvað fer úrskeiðis. �?að er í lagi að gera mistök, það er í lagi að vera mannlegur og viti ekki hvað maður vill í lífinu – en mikilvægast er að hlusta á hjartað – innsæið – því ef maður gerir það er maður í betra jafnvægi til að taka réttari ákvarðanir,�?? sagði Sigurlás.
Á eftir var boðið upp á veisluborð.
Hér má sjá myndir frá útskriftinni.