�??�?essi tíu námsár í grunnskóla gengu eins hratt fyrir sig og Lína er orðin í að afhenda okkur matarmiðana. Við 10. bekkjargærurnar höfum brallað margt og mikið saman. Allar danssýningarnar upp í Íþróttamiðstöð og á Bárugötu, litlu jólin, Tarzan-leikirnir, sem voru heldur betur taugatrekkjandi er við sveifluðum okkur um sal eitt, öll bekkjar- og kökukvöldin og lengi mætti telja,�?? sagði Salka Sól �?rvarsdóttir sem ávarpaði gesti á skólaslitunum fyrir hönd nemenda.
�??�?etta skólaár hefur verið verulega viðburðarríkt hjá okkur samnemendum og byrjuðum við sterk og til í tuskið. Við fórum í tvær starfskynningar. Í haust kynntum við okkur ýmsan rekstur hér á Eyjunni og í apríl fengum við þann valkost að fara upp á land, sem margir nýttu sér.
Við skelltum okkur í þriggja daga skólaferðalag í byrjun apríl sem gekk með glæsibrag. Sýndir voru misgóðir danstaktar á skautasvellinu í Egilshöll, farið í keilu, sem reyndi heldur betur á einbeitinguna, og svo á skíði sem var �?� skrautlegt.
Lokaverkefnið, sem við kynntum fyrr í vikunni, gekk með sóma og getum við verið stolt af þessari tveggja vikna vinnu okkar. Tekin voru fyrir mörg áhugaverð og spennandi viðfangsefni, svo sem andaglas, stjórnmál, klassískt rokk og hvaðeina.
Samræmdu prófin og allur lærdómurinn tók sinn toll á okkur, en hér erum við í dag, ásamt fjölskyldu, vinum og kennurum skólans sem hafa gert sitt allra besta í að gera okkur að betri námsmönnum og að betra fólki.
Sérstakar þakkir fara til þeirra Hildar, Ásdísar og Rósu fyrir að hafa ,,nennt�?� okkur.
En allt tekur enda, síðasti dagur sumarins, bókin sem þú tókst á bókasafninu og kveðjustundir. Laufin falla, þú lokar bókinni, þú segir bless.
Við lifðum af lúsina, svínaflensuna, eldgosin upp á norðureyju og tvíburana, og því ber að fagna,�?? sagði Salka Sól.