Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Vestmannaeyjar, sem enn er í vinnslu, var kynnt fyrir skömmu. �?ar kemur fram stefna bæjarins um samfélagið, atvinnulíf, náttúruna og grunnkerfi bæjarins. Í allt er tillagan upp á 80 síður þar sem greint er frá fyrirliggjandi hugmyndum og uppdráttum af viðkomandi svæðum. �?að er Alta, alhliða ráðgjafafyrirtæki við skipulagsgerð, byggðarþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnastjórnun sem vann tillöguna en í vinnuhóp Vestmannaeyjabæjar sátu Páll Marvin Jónsson, Stefán �?skar Jónasson og Margrét Rós Ingólfsdóttir.
Fyrra aðalskipulag, sem unnið var af Páli Zóphóníassyni, tæknifræðingi og hans fólki, gilti frá árinu 2002 til 2014 og byggir nýja tillagna meðal annars á því. Tillöguna í heild má finna á vef Vestmannaeyjabæjar, vestmannaeyjar.is. �?ar er hægt að sjá greinagerðir og uppdrætti sem sýna hvaða landnotkun er á hvaða svæði. Hver landnotkunarreitur er með númeri og í greinargerðinni er hægt að fletta upp á hver stefnan er um hvert einstakt svæði. Í aðalskipulaginu er líka sett fram rammaskipulag um ferðaþjónustu.
Tilgangur með kynningunni er að gefa upplýsingar um tillöguna og gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum. �??Markmiðið er að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar fái tækifæri til að kynna sér efni tillögunnar og geti komið ábendingum sínum á framfæri á meðan tillagan er ennþá á vinnslustigi. �?egar tillagan verður auglýst formlega þá gefst aftur tækifæri til að koma með ábendingar,�?? segir í greinargerð með tillögunni og er fólk hvatt til að koma með ábendingar.
Meðal hugmynda í tillögunni er þétting byggðar við Safnahúsið og á malarvellinum við Löngulág. Líka að stækka miðbæinn með því að grafa út hluta af nýja hrauninu við Kirkjuveg. Stækkun íbúðarsvæða sunnan við Hraunhamar og sunnan við Suðurgerði.
Gerðar eru tillögur um stórskipahafnir fyrir flutningaskip og skemmtiferðaskip við Eiðið og í Skansfjöru og að brimvarnargarður verði út frá nýja hrauninu. Nýtt athafnasvæði verður skipulagt á leiðinni út á flugvöll. Svæði fyrir stjörnuskoðun verði austan við Eldfell.
Annað sem má nefna er skilgreining á grunneti með aðalleiðum fyrir gangandi, hjólandi, ríðandi og akandi, ný afmörkun fyrir efnistökusvæði í Viðlagafjöru og nýtt sýningarsvæði fyrir sjódýr í kvíum í Klettsvík í stað sjókvíaeldis.
Líka rammaskipulag um ferðaþjónustu þar sem þessi stefna er m.a. mörkuð: Vinna í þemaleiðum fyrir gangandi og hjólandi t.d. söguleið, hraunleið, safnaleið, fjölskylduleið, hringleið og fuglaleið.
Skilyrði fyrir heimagistingu í íbúabyggð sé að ekki séu gistirými í fleiri en fjórum herbergjum, ferðafólk hafi aðgang að upplýsingum um almenningssalerni. Allar merkingar þjónustuaðila skulu í það minnsta vera á íslensku. Byggðir upp sérstakir áfangastaðir sem henta fyrir rútur. Skilgreina viðburði, ferðaleiðir og áfangastaði og markaðsetja þannig að lengri dvöl verði spennandi. Settar verði reglur um hámarksfjölda gesta úr farþegaskipum sem geta komið í land á einum degi.