Ágætu hátíðargestir, til hamingju með daginn.
Í dag ætla ég ekki að ræða kaup og kjör íslenskra sjómanna. �?g ætla að helga mál mitt umfjöllun um einn ákveðinn mann sem líklega átti sinn stóra þátt í því að bæta kjör íslenskra sjómanna. �?að er góð ákvörðun hjá Sjómannadagsráði Vestmannaeyja að helga þennan sjómannadag minningu Friðriks Ásmundssonar sem féll frá á síðasta ári. Friðrik vann í þágu sjómannastéttarinnar lungann af sínu lífi og á það fyllilega skilið að minningu hans sé þessi sómi sýndur.
Við Friðrik vorum samstarfsmenn, vinir og félagar stóran hluta af lífsleiðinni. Kynni okkar hófust árið 1960, um haustið. �?g hafði þá um sumarið verið á síld fyrir norðan, var að vinna í Ísfélaginu og ekkert allt of sáttur við það starf. �?á kom Friðrik Ásmundsson, skipstjóri á �?ðlingi VE 202, til mín og tjáði mér að sig vantaði 2. vélstjóra um borð í �?ðling. �?g var fljótur að gjalda jáyrði við því og þar með hófst áralangur kunningsskapur okkar Friðriks og hans ágætu konu, Erlu. �?g var nánast heimagangur á heimili þeirra í Stakkholti þetta ár og gamlárskvöldinu eyddi ég með þeim. �?g var á �?ðlingi í eitt ár, fyrst á síldartrolli, svo á vertíð, á humartrolli um sumarið og svo lauk samskiptum okkar Friðriks það sinnið með því að við fiskuðum í �?ðling seinnipart sumars og sigldum með aflann til Aberdeen þar sem m.a. var keyptur radar í skipið en þau tæki voru þá mjög að ryðja sér rúms í fiskiskipaflotanum. �?g man enn hver aflinn var sem landað var úr �?ðlingi þarna úti. �?að voru tólf tonn; já ég segi og skrifa tólf tonn sem ekki þætti mikið í dag.
En þessi ferð situr enn í minningunni, hún var skemmtileg, góðir skipsfélagar, og eiginkonur skipstjórans og stýrimannsins ákváðu að skella sér með, ásamt systur Erlu. Aberdeen þótti mér líka skemmtilegur bær og kannski rétt að geta þess að ég er búinn að panta vikuferð þangað í sumar svona rétt til að athuga hvort eitthvað hefur breyst þar á þessum 56 árum sem liðin eru frá þessari siglingu.
En þarna um haustið 1961 lauk samstarfi okkar Friðriks í bili, hann hélt áfram í sínu starfi en ég hélt til Reykjavíkur í fjögurra ára kennaranám. Allmörg ár áttu eftir að líða áður en fundum okkar bar saman á ný en ávallt héldum við þó kunningsskap okkar.
Réttur maður á réttum stað
Svo var það árið 1975, eftir einhverja mestu umbrotatíma sem yfir hafa gengið í Vestmannaeyjum að Friðrik var beðinn um að taka að sér skólastjórn Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. Sá skóli var stofnaður árið 1964 og hafði Guðjón Ármann Eyjólfsson verið þar skólastjóri frá upphafi og fram að gosi, um tíu ára skeið, en bæði 1973 og 1974 var skólinn starfræktur sem deild við Stýrimannaskólann í Reykjavík. En 1975 var ákveðið að hefja á ný skólastarf úti í Vestmannaeyjum. Og þar sem skólastjórinn, Guðjón Ármann, hafði ákveðið að snúa ekki aftur til Eyja, fór skólanefnd þess á leit við Friðrik að hann tæki starfið að sér. Eftir nokkra umhugsun ákvað Friðrik að verða við þeirri bón. Hann hafði þá um margra ára skeið verið farsæll skipstjóri í Vestmannaeyjum bæði hjá Fiskiðjunni sem og með eigin útgerð. En hann hafði líka komið nálægt kennslu, því að um nokkurra ára skeið stjórnaði hann svokölluðum 120 tonna námskeiðum sem Fiskifélag Íslands stóð fyrir í Vestmannaeyjum fyrir væntanlega skipstjórnendur.
�?g ætla ekkert að lýsa nánar þeirri skoðun minni að ég tel það eitthvert mesta happ sem samfélaginu hér hefur hlotnast þegar Friðrik Ásmundsson ákvað að taka að sér skólastjórn Stýrimannaskólans. �?ar var virkilega réttur maður á réttum stað og alla tíð skipaði skólinn í huga hans jafnstóran sess og sjálf fjölskyldan; mig grunar reyndar að á stundum hafi skólinn haft vinninginn. Stýrimannaskólinn var líka fljótur að ná aftur því sem hann hafði verið fyrir gos, framsækin og góð menntastofnun fyrir sjávarútveginn. Ekki einungis fyrir heimamenn sem vildu sækja sér skipstjórnarmenntun heldur og unga og áhugasama menn af landsbyggðinni sem hingað sóttu tugum saman og margir sem ákváðu að þeirri dvöl lokinni að setjast hér að, bæjarfélaginu okkar og okkur öllum til heilla.
Kennarinn var með lægstu einkunnina
Á níunda áratug síðustu aldar ákvað ég að setjast á skólabekk í Stýrimannaskólanum í Eyjum. �?g hafði þá um rúmlega 20 ára skeið sótt sjó á sumrum, samhliða kennslu og hafði í nokkur ár séð um kennslu í sjómennsku og siglingafræðum fyrir efsta bekk GrunnskólaVestmannaeyja. Nú langaði mig til að afla mér frekari þekkingar í þeim fræðum og auðvitað var engin stofnun betri til þess en Stýrimannaskólinn í Eyjum. �?ar með lágu leiðir okkar Friðriks saman á ný, 20 árum eftir að við sigldum til Aberdeen. Og ég komst að því að Friðrik hafði ekkert breyst á þessum 20 árum, reyndar hafði hann aðeins gránað í vöngum en viðmótið var enn hið sama. Hann hafði alla tíð hugað vel að velferð skipverja sinna og hið sama var uppi á teningnum núna með nemendur hans. Aðbúnaður þeirra og velferð skipti hann höfuðmáli auk þess sem hann fylgdist vel með því að þeir stunduðu nám sitt af kappi.
�?g lauk mínu námi og útskrifaðist úr 2. stigi skólans vorið 1984. En ég var alls ekki laus við þá stofnun. Síðla vetrar það ár kom Friðrik nefnilega að máli við mig og spurði hvort ég væri ekki til í að verða fastráðinn kennari við skólann. �?g þurfti ekki langan tíma til að svara því, þetta var draumastarfið. Reyndar hafði ég þá um veturinn tekið að mér kennslu hjá samnemendum mínum í 2. stigi í einni grein. Svo vildi til að erfiðlega gekk að fá kennara til að kenna vélfræði í 2. stigi og þar sem Friðrik vissi að ég var með vélstjórnarréttindi, fór hann þess á leit að ég tæki að mér þá kennslu. Og skólafélagar mínir höfðu lúmskt gaman af því á föstudögum þegar félagi þeirra allt í einu hoppaði frá borðinu sínu upp í kennarapúltið og fór að kenna þeim vélfræði. Svo endaði ég að sjálfsögðu á því að semja handa þeim lokapróf. En hængurinn var sá að kennarinn varð, samkvæmt reglum skólans, líka að taka próf í greininni. Prófskírteinið mitt frá 1959 var ekki tekið gilt. Og auðvitað gat ég ekki tekið sama próf og ég hafði samið handa nemendum mínum. �?að mál var leyst með því að fá deildarstjórann í vélfræði við Framhaldsskólann til að semja próf handa mér. Svo settust allir nemendur niður sama dag yfir próf í vélfræði, skólafélagar mínir með próf sem ég hafði samið en ég með próf sem Kristján Jóhannesson hafði samið. Og allir stóðust prófið. Nemendur mínir voru með einkunnir á bilinu 8 og upp í 10, en ég, sjálfur kennarinn, fékk 7,5. Sem sagt, kennarinn var lægstur á prófinu. �?etta þótti flestum svona frekar skemmtileg uppákoma og sjálfur hafði ég lúmskt gaman af þessu. Og ég man að Friðrik Ásmundsson hló dátt yfir þessari útkomu og sagði síðan að líklega væri þetta bara sönnun á ótvíræðum hæfileikum mínum sem kennara, það væri ábyggilega einsdæmi að kennari gæti útdeilt meiri þekkingu en hann hefði sjálfur yfir að ráða.
Góður vinnufélagi
�?arna hófst sem sagt samstarf okkar Friðriks á nýjan leik, ég byrjaði að kenna í skólanum þá um haustið. Og það samstarf stóð alla tíð þar til skólinn var fyrst sameinaður Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og síðan lagður af þegar allt skipstjórnarnám var flutt til Reykjavíkur um síðustu aldamót.
Friðrik Ásmundsson er einhver þægilegasti vinnufélagi sem ég hef starfað með. Á þeim tæplega tveimur áratugum sem við unnum saman í Stýrimannaskólanum minnist ég þess ekki að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða. Auðvitað vorum við ekki alltaf sammála en ævinlega var það leyst í fullri sátt.
Friðrik gat vissulega verið fastur fyrir og í sumum hlutum lét hann aldrei undan, sérstaklega þeim sem sneru að velferð skólans og þar vorum við líka oftast alveg sammála. En hann var líka ófeiminn við að skipta um skoðun ef hann sá að aðrar tillögur voru til bóta. Slíkt er kostur hjá hverjum manni og þann kost hafði Friðrik Ásmundsson. Áreiðanlega ein ástæða þess hversu vel honum farnaðist í starfi.
Eins og áður hefur verið minnst á, bar Friðrik velferð nemenda sinna mjög fyrir brjósti. Slugs og leti var honum ekki að skapi og hann átti til að lesa vel yfir hausamótunum á þeim sem ætluðu að temja sér slíka siði. Og oftast báru þær ræður árangur. Í Íslendingasögum standa þessi orð um Erling Skjálgsson: �??�?llum kom hann til nokkurs þroska.�?? Mér verður oft hugsað til Friðriks Ásmundssonar þegar ég rifja upp þau orð. Og mér hverfur líklega ekki úr minni þegar hann las einhverju sinni skammarpistil yfir nemendum sínum. �?etta var að morgni 2. apríl og ég man dagsetninguna vel vegna þess að kvöldið áður hafði Sjónvarpið verið með mjög gott aprílgabb. �?eir höfðu fundið íslenskan tvífara Paul Watson, foringja Greenpeace-samtakanna og inntakið í þessu aprílgabbi var að Paul Watson talaði allt í einu reiprennandi íslensku; sagðist hafa farið á þriggja mánaða námskeið hjá Sigrúnu Stefánsdóttur, fréttamanni og lært íslensku á þeim tíma. Flestir held ég að hafi fattað strax að hér var um aprílgabb að ræða. En ekki Friðrik Ásmundsson. Og þarna um morguninn þrumaði hann yfir nemendum sínum áður en tíminn hófst. �??Sáuð þið hann Paul Watson í gærkvöldi? Hann lærði íslensku á þremur mánuðum. Svo sitjið þið hér í marga mánuði að læra ensku og dönsku og kunnið ekki neitt.�??
Slíka virðingu báru menn fyrir skólastjóranum að enginn sagði neitt þó svo að allir hafi líklega vitað að þarna var um aprílgabb að ræða. En einhverjir glottu í kampinn. Svo komst Friðrik auðvitað að hinu sanna og líklega hafði enginn jafn gaman af þessari kúnstugu uppákomu og hann sjálfur. Hann rifjaði oft upp þessar ófarir sínar og hló dátt að þeim.
Skólinn nýttur sem tilraunastofa
Samhliða áhuga Friðriks á því að útskrifa ábyrga og vel menntaða skipstjórnarmenn, hafði hann alla tíð brennandi áhuga á öllu því er sneri að öryggi til sjós. Hann var í nánu samstarfi við Sigmund heitinn Jóhannsson, uppfinningamann. Skólinn var líka notaður sem tilraunastofa í þeim málum og nemendurnir tóku virkan þátt í þeim tilraunum. Svo síðar kom í ljós að einn af nemendum skólans, Björgvin Sigurjónsson, var með hugmyndir að handhægu belti til að bjarga mönnum úr sjó. �?á var líka skólinn og nemendur virkjaðir og í samvinnu þeirra varð Björgvinsbeltið til. Slysatíðni til sjós hefur snarlækkað á undanförnum árum, sem og tölur um dauðaslys á sjó. �?ar er mörgum að þakka, ekki síst ötulu starfi Slysavarnaskóla sjómanna en einnig mönnum eins og Friðriki Ásmundssyni, sem var í fararbroddi þessara mála í Vestmannaeyjum, ásamt öllum þeim sem lögðu honum lið í þeirri baráttu.
Ágætu gestir. �?g gæti lengi haldið áfram að segja ykkur sögur af Friðriki Ásmundssyni, sögur sem fyrst og fremst einkenndust af glaðværð og góðvild. �?g átti því láni að fagna að starfa með honum um langt árabil. Fyrir þann tíma er ég þakklátur, bæði sem skipverji hans, síðar nemandi og svo samstarfsmaður við Stýrimannaskólann. Hann er í hópi þeirra manna sem ég hef hvað mest lært af á lífsleiðinni og ég hef borið hvað mesta virðingu fyrir. �?að er mér heiður að hafa í dag, á hátíðisdegi sjómanna, fengið hér að minnast þess manns sem með lífshlaupi sínu markaði dýpri spor en flestir aðrir í sögu sjómanna og sjávarútvegs í Vestmannaeyjum.
Lifi minning Friðriks Ásmundssonar.