ÍBV sigraði Haukar með þremur mörkum gegn engu þegar liðin mættust í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Cloé Lacasse skoraði fyrsta markið á 14. mínútu og var það hin 15 ára gamla Clara Sigurðardóttir sem tvöfaldaði forystuna eftir um hálftíma leik. Undir lok leiks skoraði Linda Björk Brynjarsdóttir þriðja og síðasta mark leiksins eftir góða sókn Eyjakvenna en hún einnig 15 ára gömul.
Liðin mætast síðan aftur á föstudaginn en þá verður spilað í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins.