Átta unglingar frá Golfklúbbi Vestmannaeyja hafa verið að keppa á Íslandsbankamótaröð GSÍ sem er unglingamótaröð þeirra bestu á Íslandi. �?rjú mót hafa verið haldin og er mótaröðin hálfnuð. Fulltrúar Gólfklúbbs Vestmannaeyja hafa staðið sig vel og meðan sumir úr hópnum eru enn að öðlast keppnisreynslu þá hafa aðrir verið í toppbaráttu. Kristófer Tjörvi Einarsson hefur náð mjög góðum árangri og komst á verðlaunapall á öðru mótinu sem haldið var á Suðurnesjum.
Um liðna helgi var síðan Íslandsmótið í holukeppni og komust bæði Kristófer Tjörvi og Nökkvi Snær �?ðinsson áfram eftir höggleiks-keppnina en Nökkvi Snær datt út í 16 manna úrslitum á móti sjálfum Íslandsmeistaranum. Kristófer Tjörvi komst alla leið í undanúrslit en náði ekki að komst í úrslitaleikinn sjálfan. �?etta er glæsilegur árangur hjá þeim og ljóst að æfingar vetrarins eru að skila sér. Unglingarnir æfa vel um þessar mundir og eru þeir greinilega að bæta sig frá því í fyrrasumar og svo er bara að vona að við náum einum titli til Eyja í sumar,�?? sagði Einar Gunnarsson golfkennari GV.