Eins og flestir vita fór Pæjumótið fram um helgina en þar endaði ÍBV 1 í fjórða sæti eftir tap gegn Stjörnunni í leik um þriðja sætið. Eyjastúlkan Sunna Daðadóttir átti gott mót en hún var fulltrúi ÍBV í leik Landsliðs og Pressuliðs, ásamt því að vera valin í úrvalslið mótsins. Sunna er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Sunna Daðadóttir.
Fæðingardagur: 31.maí 2005.
Fæðingarstaður: Vestmanneyjar.
Fjölskylda: Mamma mín heitir �?óra Hrönn og pabbi minn Daði og bróðir minn �?liver.
Draumabíllinn: Bíllinn hennar mömmu.
Uppáhaldsmatur: Ítölsk vefja á Gott.
Versti matur: Lifur í dós.
Uppáhalds vefsíða: Fimmeinn.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bara allt sem er hresst og skemmtilegt.
Aðaláhugamál: Handbolti og fótbolti.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ronaldo og Messi.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Sandra Erlings, �?óra Guðný og �?liver Daðason og auðvitað ÍBV.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já, smá.
Stundar þú einhverja hreyfingu:
Já, á veturna er ég í handbolta og fótbolta og á sumrin er ég í fótbolta.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Hawaii Five-O, Chicago Fire og Friends.
Hvað var skemmtilegast við TM mótið:Vinna leikina, skora öll þessi mörk og vera með stelpunum.
Var ekki mikill heiður að vera valin í úrvalslið mótsins: Jú, geggjað.
Áttu þér einhvern uppáhalds fótboltamann: Hermann Hreiðarsson.
Hvert stefnir þú sem fótboltamaður í framtíðinni: �?g er ekki farin að hugsa svona langt.