Á föstudagskvöldið ætlum við á Einsa Kalda að bjóða upp á einstakan Pop Up kvöldverð á veitingastaðnum okkar. �?ar mun Arjan Speelman yfirkokkur frá Ciel Bleu í Amsterdam elda 6 rétta veislumáltíð. �?ess má geta að Ciel Bleu státar af tveimur Michelin stjörnum. Viðburður þessi verður ekki endurtekinn og því er talað um Pop Up viðburð.
�?ess má geta að Einsi er þriðja árið í röð að bjóða upp á Michelin stjörnu viðburði á veitingastað sínum, sem hlýtur að teljast einstakt á Íslandi.
Í fyrra komu tveir matreiðslumenn frá veitingastaðnum Faviken í Svíþjóð, sem státar einnig af 2 Michelin stjörnum en árið þar á undan mætti Michele Mancini yfirkokkur Buffon landsliðsmark-varðar Ítalíu.
Verð fyrir kvöldverðinn er 10.500 án víns og 14.500 með fjórum glösum af sérvöldum vínum.
Sætaframboð er takmarkað en við erum byrjuð að taka niður borða-pantanir í síma 777-0521, eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
Kynnir kvöldsins verður hinn knái þingmaður Páll Magnússon.
Fréttatilkynning.