Hún er skemmtileg sýningin Júllarinn og Skuldarinn slá saman þar sem þeir félagar Gunnar Júlíusson, myndlistarmaður og Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Skuld leiða saman hesta sína með sýningu í Einarsstofu Safnahúss.
Sigurgeir sýnir ljósmyndir frá ýmsum tímabilum sem eru enn ein sönnunin fyrir því hve frábær ljósmyndari hann er og sýnir hvað ein mynd getur sagt mörg orð. Gunnar sýnir málverk og teikningar, á striga og timbur. Myndir Gunnars geisla af gleði og krafti og hann er ófeiminn við að nota liti. Myndar sýningin því skemmtilegar andstæður þar sem litagleði Gunnars tekst á við svart-hvítar myndir Sigurgeirs.
�?að er hiklaust hægt að mæla með sýningunni sem stendur fram að goslokum. Á laugardaginn 17. júní bryddaði Gunnar upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að efna til myndahappdrættis í tengslum við sýninguna. Gestir settu miða með nafni og símanúmeri í kassa sem síðan var dregið úr. Sú heppna var Gígja �?skarsdóttir.
Gunnar ætlar að halda þessu áfram tvo næstu laugardaga. �??Frá kl. 10.00 til kl. 16.00 næstu tvo laugardaga geta gestir á sýningunni sett nafn sitt og símanúmer í kassann og sá heppni verður teiknaður upp á staðnum af mér og fær myndina afhenta,�?? sagði Gunnar.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 10.00 til klukkan 17.00 og stendur fram undir Goslok.