Lengi vel var húsið Kuði sem stóð á mótum Strandvegar og Formannasunds bara stórt hús í mínum huga sem hýsti bókasafn og afgreiðslu Olíufélagsins Skeljungs. �?ar bar líka stundum fyrir augu menn sem settu svip sinn á bæjarlífið, einkum þá Braga í Höfn og og Jón Snara sem elduðu stundum grátt silfur saman bæði í gamni og alvöru og sem kemur eftirfarandi frásögn ekkert við.
Svo bar við eitt kvöld í september árið 1958 að húsið varð á svipstundu tilvera minna skemmtilegustu stunda. �?g hafði áður séð auglýsingu í einu bæjarblaðanna sem var undirrituð af Páli Steingrímssyni kennara með meiru að myndlistarskólinn tæki til starfa síðar í mánuðinum og kennsla yrði á neðri hæð í Kuða. Páll hafði fáum árum áður stofnað Myndlistarskólann og fengið til sín þekkta listamenn á borð við Bjarna Jónsson og Hafstein Austmann. Lítið hafði ég sinnt þeirri listgrein og ekki látið það litla sem ég hafði hnoðað saman koma fyrir augu almennings.
Hús sem aðeins eru til í minningunni
En ég hafði kynnst Ragnari Lárussyni, miklum listamanni sem bjó hér í Eyjum í fáein ár og hann hvatti mig til að ganga til liðs við listagyðjuna. �?etta kvöld sem skólinn var settur gekk ég fram hjá húsum sem ekki eru lengur til nema í minningunni. Má þar nefna gömlu rafstöðina og verslunina Framtíðin, �?ingvelli og Verslunarfélagið. �?ar austan við stóð lítið hús sem kallað var Boston. Norðan við Verslunarfélagið stóðu gamlir ryðgaðir skúrar með tómum gluggatóftum. Á dimmum vindasömum kvöldum söng í rjáfrum þessara skúra.
En eftir hina fyrstu kennslustund í listaakademíunni sem við nemendur kölluðum svo, voru gömlu ryðguðu skúrarnir orðnir svo myndrænir að þeir urðu ósjálfrátt augnayndi. �?essa fyrstu kvöldstund í Kuða, virki listarinnar, varð mér ljóst að þar ætti ég eftir að njóta mín og flestra minna tómstunda. Páll skólastjóri var hugmyndaríkur og vandaði vel til verka þegar hann valdi til liðs við sig kennara sem voru þekktir í heimi málaralistarinnar. Við vorum margir nemendurnir sem mættu þennan fyrsta vetur, sum þekkt nöfn í hinum ýmsu geirum bæjarlífsins og má þar nefna Braga Straum skáld og kennara, Braga Einarsson málara Lárussonar frá �?orvaldseyri, Jón Karlsson húsamálara,Valgeir Jónasson smið, Jóhann á Grundabrekku, Hörð í Varmadal, Guðlaugu á Hvanneyri, Hrefnu sem síðar varð eiginkona mín og Magga Magg sem flestir þekkja sem Magga skalla, mikinn grínista sem sætti sig vel við viðurnefnið.
Sumir áttu eftir að skapa sér nafn
Sumir nemendur skólans fóru síðar meir í framhaldsnám og skópu sér nafn í heimi myndlistarinnar og má þar nefna Sigurfinn í Fagradal, Sönnu Sigurðar, Gerði Gunnars og Grétu Korts. Gréta er frábær og mjög sannfærandi listamaður. Hún á ekki langt að sækja sína listrænu sköpunargáfu, þau gen sækir hún eflaust til móður sinnar sem var hæfileikarík handverkskona og hafði djúpt fegurðarskyn á öllu sem hún snerti.
�?ennan fyrsta vetur var með okkur Benedikt Gunnarsson listmálari úr Reykjavík sem sýndi námsfúsum nemendum undirstöðuatriði teikningarinnar, hvernig við ættum að draga hinar fyrstu línur á blað hvort sem um væri að ræða módel eða aðra uppstillingu. Hann var bróðir Veturliða Gunnarssonar listmálara sem síðar átti eftir að auðga okkar sýn á hina ýmsu leyndardóma listarinnar. Hver kennslustund stóð yfir í tvær klukkustundir, frá því klukkan átta að kvöldi til klukkan tíu. Stundvísi var mjög góð þessa fyrstu námsönn, þó kom það fyrir að einhverjir gleymdu sér við viðtækið þegar útvarpsleikrið Hver var Gregory? var á kvölddagskránni.
Söngur og sögur
Í lok hverrar kennslustundar var boðið uppá tvíbökur og tedrykkju. Kvöldstundirnar lengdust þegar farið var í hina ýmsu leiki. Oft kom það fyrir að Páll skólastjóri settist með gítarinn sinn og spilaði fyrir okkur einhverjar melódíur eða sagði okkur hinar ævintýralegustu sögur. Hann var óþreytandi að finna til eitthvað okkur til skemmtunar. Svo var það einnig í einu leikritinu sem þeir sömdu hann og Maggi Magg. Bragi málari var þá færður í presthempu og þannig stóð hann fyrir altari í ímyndaðri kirkju og átti sérann að skíra barn. �?g fékk það hlutverk að halda því undir skírn. Sveinbarnið sem ég hélt á í fanginu var valið úr hópi nemenda og var í stærra lagi en það var sjálfur Matti Sveins.
Og þegar séra Bragi steig fram og spurði með prestlegum hreim sem minnti mig á séra Jón Auðuns heitinn: ,,Og hvað á svo barnið að heita?�?? Eitt augnablik stóð ég hugsandi. �?viðbúinn spurningunni og reyndi í örvæntingu að fiska upp eitthvað nafn sem ætti við hið stóra barn sem ég hélt á í fanginu. Loks flaut upp nafnið Járnkall en þegar ég bar það fram í öllu flaustrinu varð það að nafninu Jórunn Viðar. -Ha, sagði þá Bragi og glotti við, meinarðu það? Við það sprakk allur salurinn af dynjandi hlátri.
Stjörnubros
Í einni gleðistundinni stakk Páll uppá því að hver nemandi reyndi með sér í einleik. Standa einn á sviði og segja sögu, syngja eða spila á hljóðfæri. Og þótt flæktur væri í fjötrum hlédrægninnar fékk ég það hlutverk að spila eitt lag á munnhörpu. Og auðvitað valdi ég Sæsavalsinn og fyrir það fékk ég að launum stjörnubros frá einum nemendana. Sú átti eftir að verða mín gullna gyðja þegar hlýjar tilfinningar byrjuðu að hreiðra um sig í mínum helgustu hugarviðjum.
Einhverju sinni á aðventunni að lokinni kennslustund bar Páll upp þá hugmynd að við keyrðum norður á Eiði og skelltum okkur í sjóbað. �?etta sama kvöld var kyrrlátt veður, tunglsljós og sléttur sjór. Með okkur í bílnum voru nokkrir nemendanna. Við létum bílljósin skína á ströndina. Og farþegar bílsins hafa eflaust fengið hina bestu skemmtun eftir að við höfðum afklætt okkur í skjóli kletta og síðan séð okkur dansa stríðsdans í fjörunni áður en við hlupum naktir út í svalt hafið.
Dýrðarstundir í Klaufinni
Eftirminnilegar eru líka þær dýrðarstundir sem við nemendur áttum suður í Klauf á yndislegu og tunglskinsbjörtu kvöldi þegar lognværðin hvíldi yfir stund og stað og litlar bárur hvísluðu sig upp í sandinn. Auðvitað var það Páll hinn hugmyndaríki skólastjóri okkar sem átti hugmyndina af þeirri ferð. Hann útvegaði farartæki til ferðarinnar. Vörubíl með háum skjólborðum sem við fórum á suður að Breiðabakka þar sem Trausti bóndi bjó og þaðan stormaði fylkingin niður í fjöru.
�?ar voru á víð og dreif sverir rekaviðardrumbar sem höfðu velkst um víðan sjá en voru nú komnir á leiðarenda. Við veltum þeim nú saman svo myndaði hálfhring og notuðum fyrir sæti. Veturliði kennarinn okkar settist fyrir miðju í hópnum. Og þar sem hann sat og horfði heillaður út á dimmbláa víkina sem glitraði í tunglsljósinu líkt og blikandi stjörnur flytu sem perlur þar á lognöldunni í húmsvölu kvöldinu. �?á sagði hann slíka stund verða ógleymanlega í minningunni. Í miðjum hálfhring var tendraður varðeldur og í glæðum hans voru grillaðar pylsur og síðan sögur sagðar.
Á skeljuðum sjóreknum sætum
Með okkur í nemendahópnum var hin ærslafulla Sanna, dóttir Sigga �?órðar útgerðarmanns með meiru. Sú hafði beðið bílstjórann að koma við heima hjá sér á Hólagötuna og sótt þangað gítarinn sinn. Og þar á skeljuðum sjóreknum sætum stilltu þau saman hljóðfærin sín og struku strengi, hún og Páll skólastjóri. Brátt hljómuðu síglaðir söngvar um kyrrlátt nágrennið. Sannarlega hefur lífsgleðin verið í hæstu hæðum þegar hlátrar vöktu litla kópa á skerjum. Í minningunni finnst mér að einhver töfraljómi hafi sveipað sig um þessa skemmtilegu kvöldstund. Og enn dragast fram hinar fegurstu myndir sveipaðar minningum daganna.
Páll, vinur okkar, skólastjórinn síkáti lét okkur eitt kvöldið klæðast grímubúningum og hverjum nemanda var afhent ljósker. �?annig klædd stormuðum við gamla rúntinn í gegnum bæinn sveiflandi hænsnaluktum og létum í okkur heyra. Fyrir utan Hressingarskálann stoppaði hersingin og fluttum við þar einhverja óskiljanlega þulu sem Páll hafði samið. Allt í anda listarinnar var mottóið. Kennarar skólans hvöttu okkur til að nýta hverja stund sem gæfist þegar vel viðraði og fara út um eyjuna með skyssublokkir og draga á blað hin fjölskrúðugu mótíf úr náttúrunni hvort sem væri til stranda eða upp til fjalla. Hin náttúrulegu sköpunarverk er víða að finna hér í Eyjum.
Sár var þá silfurstjarnan
Meðal nemenda skólans hina fyrstu önn var miðaldra kona. Í eina kennslustundina hafði hún með sér hávaxið blóm sem hún sýndi mikla væntumþykju sem um barn væri að ræða. Og hafði hún það sem uppstillingu. Hún sat fyrir framan það með trönurnar sínar alla kvöldstundina ein og sér og svei mér ef hún talaði ekki við það öðru hvoru. Að lokinni kennslu skildi hún blómið eftir. Sennilega búist við að það væri öruggt þar sem það hvíldi í kennslustofunni. �?g var síðbúinn til brottfarar þetta kvöld og sat lengur við mitt verk. En svo henti mig það óhapp þegar ég var að taka saman eftir mig áður en ég hélt útí næturloftið að ég rakst utan í blómið sem féll til jarðar og lá þar sundurbrotið.
Sár var þá silfurstjarnan. -Hvað er nú til ráða? hugsaði ég og fann til andlegrar auðnar. En þá var sem réttu orðin streymdu fram, -það eru til töfralausnir. Svo vildi til að í kraganum í jakka mínum geymdi ég langan prjón sem nú kom í góðar þarfir. Honum var stungið í báða stilki blómsins og þrýsti ég þeim saman. �?egar þeirri læknisaðgerð var lokið virtist mér blómið halda sínum styrk. Án þess ég tæki eftir að blikandi tár rynni úr sárinu. En næsta kvöld þegar ég mætti í skólann var blómið horfið.
Í dyrunum stóð Sigga mey
�?ví hafði verið haldið fram að í Kuða væri reimt, eitthvað væri þar á sveimi sem ekki væri hægt að útskýra. Sumir starfsmenn hússins staðhæfðu að stundum heyrðist þeim vera þrusk uppi á efstu hæð hússins líkt og eitthvað væri dregið þar eftir gólfum. Nema hvað kvöld eitt áliðið þegar við Sigurfinnur, kenndur við Fagradal, vorum þar tveir einir að störfum við trönurnar okkar heyrðum við skrölt að ofan.
Í fyrstu héldum við að eitthvað slægist til á hjörum því vindur voru á sveimi. �?egar við höfðum athugað að slíkt gæti ekki átt sér stað þar sem okkur sýndist allir gluggar á efri hæðinni vera í fölsum. En þegar skröltið ágerðist lögðum við heldur betur við hlustir og okkur stóð ekki á sama þegar það nálgaðist vinnustofuna með glamri og þéttum strokum. Skyndilega var hurð opnuð og í dyrunum stóð Sigga mey, hin aldna skúringarkona með fötu og kúst í hendi. �?að var þá gamla konan sem þar var að störfum og fangaði athyglina okkar í það sinn. En okkur hafði ekki verið sagt að hún skúraði seint á kvöldin eða þegar kyrrð væri komin á húsið.
Góðir gestir
�?au ár sem skólinn var starfræktur undir stjórn Páls Steingrímssonar fengum við oft gesti í boði skólastjórans. �?g minnist þess að Björn Th. Björnsson listfræðingur heiðraði okkur með komu sinni og upplýsti okkur um hin ýmsu afbrigði málaralistarinnar. Honum þótti alltaf vænt um Eyjarnar sínar enda hér uppalinn fram á unglingsár. Kvöld eitt sátu í vinnustofunni okkar þeir Ási í Bæ, Sverrir tannlæknir og Bjarni skurður. Miklir lífskúnstnerar og listunnendur sem hver um sig setti mark sitt á bæjarlífið. �?á var Bragi Straumur í essinu sínu eins og svo oft áður þegar hann las upp ljóð sín og sögur. Og ljóð sitt um þjóðhátíðina er mér eftirminnilegt. �?ar lék hann sig svo vel inní frásögnina að maður sá hátíðina fyrir sér þegar hann mælti fram:
Stórhátíð fengitímans hófst í dag með því að prúðbúnir íþróttamenn drógu þúsund fána til himins. Tjöldum hafði verið slegið upp og æskan lék sér á sokkabuxum um hátíðarsvæðið. Og þegar prófessor Beck hafði lagt blessun sína yfir hátíðarsvæðið þá bauluðu kýrnar í Dölum og kirkjukórinn lék við mikinn fögnuð sólarinnar.
Sjaldan launar köttur ofeldið
Einn veturinn fengum við til okkar nýjan kennara. Sá hét Magnús Á. Árnason myndhöggvari með meiru. Hann ásamt konu sinni, Barböru kenndi við skólann einn vetur. Og lærðum við nemendur margt af þeim hjónum. Mér er minnistæð saga ein sem frú Barbara sagði okkur en hún var þekkt veflistarkona. Hún hafði nýlokið við stórt teppi sem átti að setja upp á sýningu daginn eftir.
Kvöldið áður hafði hún strengt það á ramma og lét svo vera yfir nótt. En köttur sem hún átti hafði komist inn í vinnustofuna hennar um nóttina, gert þar þarfir sínar og lét svo teppið finna fyrir klóm sínum. Og það var óglæsileg sjón sem blasti við höfundi þess um morguninn. �?egar hún hafði lokið sögunni fannst mér sem hún hugsaði, sjaldan launar köttur ofeldið.
Skildi eftir tómarúm
Okkur Páli var vel til vina þau ár sem hann starfaði við skólann og það var mikil eftirsjá þegar hann flutti héðan til Reykjavíkur. Við það myndaðist tómarúm í myndmenntaþörf Eyjabúa sem seint grær yfir. En spor hans áttu þó eftir að liggja víða um heimsbyggðina og skapa honum nafn. Svo kom að því að ég vildi leggja land undir fót og heimsækja breska stórveldið.
�?ar í Ramsgate Regency hafði ég fengið skólavist. Og hugðist ég freista þess að gera mig betur bjargálna í máli þeirra innfæddu. Kvöldið fyrir brottför frá Eyjum bauð Páll mér heim til sín á Sóleyjargötu og þar var mér tekið sem sönnum vini. Og átti ég þar ógleymanlegar stundir fram eftir kvöldi. Og mér fannst það fullkomna heimboðið þegar þeir bræður Páll og Gísli Steingrímssynir sungu til mín með gítarundirleik It´s a long way to Tipperary. �?að hljómuðu svo ljúft til mín slíkar móttökur sem og annarra gesta að ég hreifst af. En ég átti líka eftir að kveðja blómið sem óx meðal hinna fegurstu rósa og sem vitjaði mín blómstrandi í hverjum draumi.
Við Páll áttum oft eftir að hittast síðar og rifjuðum þá upp liðnar stundir. Hæst ber þó minning frá vetrinum 1973 þegar eldar brunnu á Heimaey og fólk kepptist við að bjarga eigum sínum undan eyðileggingu að völdum hamfaranna. Við vorum að bera út úr húsi einu kassa með viðkvæmri glervöru, hluta af stofuprýði heimilis Brynju systur minnar og Heiðars mágs. Og þar sem við Páll bogruðum með kassann út frá húsi og að flutningavagninum sem stóð norðanvegin vegarins kom hnefastór steinn utan úr eldregninu og skall í miðjan kassann og braut þar allt mélinu smærra. Í það sinn skall hurð nærri hælum.