Eyjamenn þurftu að sætta sig við 0:1 tap gegn FH þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla í dag. Eina mark leiksins kom á 65. mínútu en þar var að verki Steven Lennon með mark beint úr aukaspyrnu, sláin inn. Vafi lék þó á því hvort boltinn hafi allur farið yfir línuna þegar hann skoppaði niður í grasið en línuvörðurinn virstist viss í sinni sök og markið stóð.