Lið ÍBV hélt uppteknum þegar Valur kom í heimsókn í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Eyjakonur unnu 3:1 og var þetta fimmti deildarsigur liðsins í röð og sá sjöundi ef bikarkeppnin er meðtalin.
Sóley Guðmundsdóttir skoraði sjálfsmark á 14. mínútu en Laufey Björnsdóttir, leikmaður Vals, skoraði sömuleiðis sjálfsmark skömmu seinna og var staðan því jöfn í hálfleik.
Í síðari hálfleik bætti Cloé Lacasse síðan við tveimur mörkum með stuttu millibili þegar um klukkutími var liðinn af leiknum og úrslitin ráðin.