ÍBV lenti undir gegn Víkingi R. þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í dag. Alvaro Montejo Calleja, framherji ÍBV, jafnaði hins vegar metin eftir 36 mínútna leik og þannig var staðan í hálfleik. Arnór Gauti Ragnarsson innsiglaði síðan sigur Eyjamanna með marki undir lok leiks og tryggði farseðilinn í undanúrslitin.