Á nýafstaðinni vorönn útskrifuðust 16 stúdentar frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Blaðamaður tók nokkra fyrrum nemendur skólans tali og spurði þá m.a. út í framtíðarplön og og hvaða ráðleggingar þeir höfðu fyrir tilvonandi stúdenta.
Eva Maggý Einarsdóttir nýstúdent: Félagsfræði í uppáhaldi
Hin 19 ára Eva Maggý Einarsdóttir var ein þeirra sem útskrifaðist 20. maí sl. en foreldrar hennar eru þeir Einar Magnússon og Linda S. Halldórsdóttir. Eva Maggý, sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut, var jafnframt með hæstu meðaleinkunnina eða 8,33.
Aðspurð út í helstu kosti FÍV segir Eva Maggý þá fyrst og fremst felast í því hversu persónulegur skólinn er. �??Helsti kosturinn er að kennslan er persónulegri en annars staðar þar sem kennararnir kynnast nemendunum í gegnum annirnar. Einnig eru til mjög góðir kennarar eins og Auðbjörg og Thelma. Kostirnir eru ekki til án galla en kennararnir leggja mismikinn metnað í kennsluna.�??
Besta minning frá FÍV? �??Besta minningin var klárlega þegar ég og Berlínarhópurinn fórum með Hjördísi þýskukennara og Baldvin sögukennara til Berlínar í vor. Við vorum í fimm daga í Berlín og skoðuðum merkilega staði og lærðum mikið um söguna og menninguna. Hópurinn var mjög skemmtilegur og ferðin heppnaðist vel,�?? segir Eva Maggý sem eins og flestir átti sér eftirlætis áfanga á skólagöngu sinni. �??Uppáhalds áfanginn var félagsfræði 313 hjá Thelmu þar sem við lærðum um menningu í þróunarlöndum. Mér fannst efnið áhugavert og áfanginn hafði áhrif á hvernig ég hugsa.�??
�?tlar þú í framhaldsnám? �??Já, ég ætla mér að fara í háskóla en er ekki búin að ákveða nákvæmlega hvað ég mun læra. �?að mun líklegast tengjast félagsvísindasviði eða menntavísindasviði,�?? segir Eva Maggý sem fram að því ætlar að vinna og ferðast.
Aðspurð hvort hún ætli að búa í Vestmannaeyjum í framtíðinni segir Eva Maggý það ekki ljóst en útilokar þó ekkert. Einhver góð ráð fyrir tilvonandi stúdenta FÍV? �??Að taka sinn tíma til að sinna náminu og skipuleggja sig vel.�??
Goði �?orleifsson nýstúdent: Fjölbreytt og skemmtilegt nám sem er stöðugt verið að bæta
Goði �?orleifsson er 20 ára gamall og var annar tveggja stráka sem blaðamaður ræddi við en hann, líkt og Eva Maggý, útskrifaðist af náttúruvísindabraut og fannst ferðalagið til Berlínar vera uppáhaldsáfanga sinn.
Hverra manna ertu? �??Mín elskulega móðir heitir Ágústa Hulda Árnadóttir og flotti faðir minn heitir �?orleifur �??Dolli�?? Hjálmarsson. Svo á ég stjúpfaðir sem heitir Sigurjón Ingvarsson og stjúpmóðir sem heitir Sigurdís Harpa Arnarsdóttir,�?? segir Goði sem sér kosti FÍV helst liggja í smæðinni. �??�?að er stutt að labba i skólann, auðvelt að ná sambandi við kennara og aðra starfsmenn skólans, fjölbreytt og skemmtilegt nám sem er stöðugt verið að bæta.�?? En eru einhverjir gallar? �??Gólfdúkurinn er frekar ljótur á litinn, minnir örlítið á geðspítala.�??
Ljóst er að Goði hefur átt margar góðar minningar frá skólagöngu sinni en einungis tveimur dögum fyrir útskrift tókst honum að toppa þær allar. �??�?tli besta minningin hafi ekki bara verið þegar ég frétti að ég hefði náð öllum áföngunum, tveimur dögum fyrir útskrift.�??
�?tlar þú í framhaldsnám? �??�?g stefni á nám við einhvern háskóla en þeir þurfa víst allir að bjóða uppá ótals valmöguleika þannig að ég enda líklega á ugla sat á kvisti til að ákveða hvað.�?? Hvað gerir þú fram að því? �??�?að verður unnið, safnað og sparað þangað til að tíminn er á þrotum,�?? sagði Goði sem útilokar ekki að búa í Vestmannaeyjum í framtíðinni ef hann á annað borð verður hérlendis. �??�?að er nú ekki til huggulegri kostur á Íslandi.�??
Einhver góð ráð fyrir tilvonandi stúdenta FÍV? �??Lærið að læra fyrir próf, það mun hjálpa,�?? sagði Goði að lokum.
Breki �?marsson nýstúdent: Maður þekkir alla í skólanum
Nýstúdentinn Breki �?marsson er 18 ára gamall en foreldrar hans eru þau Arndís María Kjartansdóttir og �?mar Steinsson. Líkt hinir viðmælendurnir, þá útskrifaðist Breki af náttúrufræðibraut.
Hverjir eru kostir FÍV? �??Maður þekkir alla í skólanum og Einar Fidda er ennþá að kenna,�?? sagði Breki sem var greinilega ánægður með framfarir sínar í tungumálum undir handleiðslu Einars Friðþjófssonar. Aðspurður um galla skólans var lítið um svör en bestu minninguna var hann alveg með á hreinu. �??�?að var þegar �?li Týr hringdi í mig og sagði mér að ég hefði náð að útskrifast.�??
Eftirlætis áfangi: �??Danska hjá Einari, reyndi hvað ég gat til að falla til að fá að taka hann aftur,�?? sagði Breki. En hvað með framhaldsnám? �??Já, ég reikna með því að fara fljótlega í framhaldsnám. Veit ekki alveg hvað samt en stefni á að vinna eitthvað fram að því, en það á allt eftir að koma í ljós bara,�?? sagði Breki.
En ætlar þú að búa í Eyjum í framtíðinni? �??Já, klárlega þegar ég verð eldri, en hugsa að ég prufi eitthvað annað í millitíðinni,�?? sagði Breki áður en hann lét framtíðar stúdentum í té gamalt og gott heilræði: �??Stay in school.�??
Brynja Hjörleifsdóttir nýstúdent: Of mörg próf á alltof stuttum tíma
Brynja Hjörleifsdóttir er 21 árs gömul og er dóttir þeirra Hjörleifs Arnars Friðrikssonar og Auðbjargar Sigþórssonar. Brynja útskrifaðist einnig af náttúrufræðibraut.
Hverjir eru kostir og gallar FÍV? �??�?etta er skóli þar sem flestir þekkja alla og kennararnir þekkja mann með nafni sem er mjög góður kostur. Gallarnir eru Prófin, það eru of mörg próf á alltof stuttum tíma,�?? sagði Brynja.
Hver er besta minning þín frá skólagöngunni? �??Að fá að útskrifast með einum af sínum bestu vinkonum og þegar ég fór á söngvakeppni framhaldsskólanna á Akureyri 2013,�?? sagði Brynja.
Eftirlætis áfangi og hvers vegna? �??Uppeldisfræði hjá Auðbjörgu því ég stefni á það svið þegar ég fer í meira nám og svo líka prjón hjá Hjördísi,�?? sagði Brynja sem hefur sett stefnuna á leikskólakennaranámið við Háskóla Íslands en það þykir henni mest spennandi eins og staðan er í dag.
Hvað gerir þú fram að því? �??Fram af því ætla ég að vinna og safna pening.�??
Telur þú líklegt að þú munir búa í Vestmannaeyjum í framtíðinni? �??�?að er alltaf draumurinn en hver veit.�??
Einhver góð ráð fyrir tilvonandi stúdenta FÍV? �??Njóta áranna í skólanum og gera þau af þeim skemmtilegustu, því þetta er mjög skemmtilegur tími,�?? sagði Brynja að lokum.