Farþegi Herjólfs gekk ber­seks­gang um borð á föstu­dag þar sem hann sló til og réðst að stýri­manni um borð. Fleiri manns þurfti til að ná mann­in­um niður og tryggja að hann yrði eng­um að meini þar til lög­regla kom á vett­vang. Mbl.is greindi frá.
Málið litið al­var­leg­um aug­um
Gunn­laug­ur Grett­is­son, rekstr­ar­stjóri Herjólfs, seg­ir í sam­tali við mbl.is að málið sé litið mjög al­var­leg­um aug­um. �??�?etta er sem bet­ur fer mjög ein­stakt at­vik, en engu að síður mjög dap­urt�??, seg­ir Gunn­laug­ur og seg­ir eitt slíkt at­vik einu of mikið.
Maður­inn sló til og réðist að stýri­manni á Herjólfi við komu í Land­eyja­höfn. Stýri­maður Herjólfs meidd­ist ekki al­var­lega og var mætt­ur til vinnu aft­ur dag­inn eft­ir. �??Málið var kært og fer sína réttu leið og viðkom­andi farþegi var færður í burtu í fylgd lög­reglu�??, seg­ir Gunn­laug­ur.
Að sögn Gunn­laugs þurfti marga til aðstoðar við að ná mann­in­um niður til þess að tryggja ör­yggi allra í kring þar til lög­regla kom á svæðið. �??Sem bet­ur fer voru þarna á vett­vangi ein­stak­ling­ar sem voru til­bún­ir að aðstoða, bæði úr hópi starfs­manna og farþegar sem sáu hvers kyns var�??, seg­ir Gunn­laug­ur.
Var með dóna­skap í af­greiðslu
Maður­inn var að ferðast með Herjólfi frá Vest­manna­eyj­um til Land­eyja­hafn­ar og er er­lend­ur ferðamaður. Hann var mjög dóna­leg­ur strax í upp­hafi við starfs­fólk af­greiðslu í Vest­manna­eyj­um og seg­ir Gunn­laug­ur það ekki síður al­var­legt. �??�?ví miður er það alltof oft sem fólk leyf­ir sér að hreyta í mitt góða starfs­fólk út af hlut­um sem það á eng­an þátt í�??, seg­ir Gunn­laug­ur og bæt­ir við að fólk ætti alltaf að gæta að því að sýna starfs­fólki kurt­eisi og skiln­ing.
Aðspurður hvort hefði átt að meina mann­in­um inn­göngu í Herjólf seg­ir Gunn­laug­ur: �??�?að er alltaf erfitt að segja til hvenær á að grípa til þeirra aðgerða og alltaf hægt að vera vit­ur eft­ir á�??. Gunn­laug­ur seg­ir eng­an hafa gert ráð fyr­ir því að maður­inn myndi ganga ber­seks­gang við komu til Land­eyja­hafn­ar.
Heim­ilt að neita fólki um far
Gunn­laug­ur seg­ir sam­kvæmt verklags­regl­um sé heim­ilt að neita fólki um far. �??Skip­stjóri hef­ur bara heim­ild til þess að taka ákvörðun um það, en auðvitað þarf að hann að vita af því�?? seg­ir Gunn­laug­ur en í þessu til­viki hafi ekki verið til­kynnt um hegðan manns­ins í af­greiðslu í Vest­manna­eyj­um. �??Mín­ir góðu starfs­menn meta hvert til­felli fyr­ir sig og þarna var ekki farið í að til­kynna það af ýms­um ástæðum�??, seg­ir Gunn­laug­ur.
Málið fer nú sinn far­veg hjá lög­reglu og eins er ör­ygg­is­deild Eim­skips með málið til skoðunar. �??Við tök­um þetta at­vik að sjálf­sögðu mjög al­var­lega og erum mjög sleg­in yfir þessu�??, seg­ir Gunn­laug­ur að lok­um.