Dregið var í undanúr­slit­um í Borg­un­bik­ar­keppni karla og kvenna í knatt­spyrnu í höfuðstövðum KSÍ nú í há­deg­inu. Í undanúr­slit­um í kvenna­flokki mæt­a Eyjakonur Grindvík á heimavelli. Í hinni viðureigninni mætast Stjarn­an og Val­ur.
Leik­irn­ir í undanúr­slit­un­um kvenna fara fram 13. ág­úst.
Í undanúr­slit­um í karla­flokki fara Eyjamenn í Garðabæ þar sem þeir mæta Stjörnunni. Í hinum leiknum fá FH-ingar Leikn­i Reykjavík i heimsókn.
Leik­irn­ir í undanúr­slit­un­um karla fara fram 27. og 28. júlí.