Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku enda fjöldi fólks í bænum vegna Orkumótsins í knattspyrnu. Nóg var að gera í að sinna umferðarmálum enda fjöldi bifreiða á götum bæjarins. �?á var eitthvað um að lögreglan aðstoðaði fólk sem hafði slasast við hinar ýmsu aðstæður.
Eftir Orkumótið fékk lögregla upplýsingar um að börn hefðu verið sett í farangursrými bifreiða og ferjuð þannig á milli staða. Slíkt athæfi er að sjálfsögðu algerlega óboðlegt og stórhættulegt og eflaust ekkert foreldri sem myndi samþykkja slíka meðferð á sínu barni.