�?ó 44 ár séu liðin frá Heimaeyjargosinu sem hófst aðfararnótt 23. janúar 1973 og hafði mikil áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum eru enn mörg mál óuppgerð. �?ví fékk Gísli Stefánsson, sem fæddist 1987 og hefur lengst af búið í Eyjum að kynnast við vinnslu á BA ritgerð sinni í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri. Fyrir það fyrsta komst hann að því hvað hann vissi lítið um gosið og í öðru lagi hvað vantar mikið upp á að hið gríðarlega áfall sem gosið var fyrir íbúana 5300 sem hér bjuggu hafi verið gert upp. Ritgerðina kallar hann; Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og er þar vísað til afleiðinga gossins þar sem 400 hús fóru undir hraun og bærinn reis úr ösku í þess orðs fyllstu merkingu.
Lykilhugtök ritgerðarinnar eru Heimaeyjargosið, sameignarminni, upplifendur og afkomendur. Sameignarminni er fræðiheiti yfir sameiginlega upplifun fólks sem er samt svo mismunandi. Sameignarminni nær líka til þeirra sem á eftir koma og hvernig þeirra upplifun er á atburðum sem þau hafa aðeins heyrt af. Sameignarminni hefur mikið verið rannsakað þar sem stórir viðburðir eins og stríð og náttúruhamfarir eru viðfangsefnið. Leitar Gísli víða fanga við gerð skýrslunnar.
Gísli nálgast verkefnið á þessum forsendum og fékk til liðs við sig tvo rýnihópa, fólk sem upplifði gosið og fólk sem fæddist eftir gosið 1973.
Misjöfn upplifun
Í samtali við Eyjafréttir segir Gísli að upplifun hópanna sé misjöfn og líka hvernig þetta sneri við körlunum sem voru úti í Eyjum við björgunarstörf og svo konurnar sem þurftu að halda fjölskyldunni saman við allt aðrar og erfiðari aðstæður en áður. �??�?ær voru með áhyggjur af körlunum sem stóðu í baráttu við náttúruöflin og allt í einu voru þær á hrakhólum með húsnæði, staddar í Reykjavík, sumar í fyrsta skipti og ekki með bílpróf.
Niðurstaðan er að allt miðaðist við að koma aftur. �?etta var á pari við stríð þar sem allir sem í því lenda stefna á að koma aftur heim,�?? segir Gísli sem framan af þekkti aðeins tvær sögur úr eigin fjölskyldu úr gosinu.
�??�?nnur er frá móður minni sem er enn þann dag í dag mjög þakklát fyrir að hafa aldrei þurft að taka Gísla sögu Súrssonar prófið sem leggja átti fyrir að morgni 23. janúar 1973 í Gagnfræðaskólanum. Hin var þegar afi var heima á Vallargötunni og stór hraunmoli kom inn um stofugluggann. Svo fór ég að spjalla betur við mömmu og þá kom fullt af sögum. Nákvæmlega svona voru viðbrögðin þegar ég byrjaði að tala við hópana, sögurnar komu.�??
�?að var þvert á það sem leiðbeinandi Gísla, dr. �?óroddur Bjarnason átti von á. �??Hann hélt að eftir svona mörg ár yrði erfitt að fá fólk til að opna sig. �?að var því lagt upp með að kanna hvernig fólki leið. Sjálfan langaði mig til að vita í hvaða ljósi mín kynslóð sér gosið og bera saman við hina sem eldri eru.�??
Lítið talað
Í formála segir Gísli: �??Fólkið sem upplifði gosið hefur kosið að tala sem minnst um upplifun sína af gosinu nema þá þætti hennar sem eru gamansamir og skemmtilegir. Erfiðum upplifunum hefur frekar verið pakkað niður og þær faldar fyrir nýrri kynslóðum. Í þessari rannsókn er munur á sameignarminni þeirra sem upplifðu gosið og komu aftur og afkomenda þeirra kannaður. Niðurstaðan er sú að sameignarminni afkomendanna einkennist af glansmynd sem inniheldur fyrst og fremst hugmyndir um hetjudáðir fólksins og sigur þeirra á náttúruöflunum vegna þess hve óaðgengilegar persónulegar upplifanir af gosinu eru.�??
Gísli notar Eldheima sem vettvang fyrir rannsóknir sínar. �??Í ritgerðinni er safnið og upplifanir fólks af því nýtt til þess að fá það, sérstaklega þá sem eldri eru, til að tala um upplifun sína af gosinu og hjálpa rannsakanda að skilja þá upplifun betur,�?? segir Gísli. �??Vestmannaeyingum má í grófum dráttum skipta í tvo hópa. Annars vegar hópinn sem upplifði gosið, kom aftur og byggði upp eyjuna og hins vegar hópinn sem telst til afkomenda þeirra. Er munur á sameignarminni þessara tveggja hópa hvað Heimaeyjargosið varðar og ef svo er í hverju felst sá munur og hvað skýrir hann?�?? spyr Gísli.
Eldheimar hreyfðu við fólki
�??�?að var betra að fá eldri hópinn til að nota Eldheima sem upphafspunkt og varð líka til þess að spurningarnar urðu þeim erfiðari og persónulegri. En þarna fór umræðan í gang,�?? segir Gísli og niðurstaðan er skýr.
�??Hún er tvíþætt, upplifunin er mjög ólík hjá þeim sem upplifðu gosið og hinna sem á eftir komu. �?eirra upplifun var ekki í samræmi við það sem gerðist í raun og veru. �?au eldri misstu öll eitthvað í gosinu en þau hafa aldrei náð að opna sig um hvernig þeim leið og líður ennþá. �?að lentu allir í erfiðleikum en á mismunandi hátt,�?? segir Gísli sem sér þó jákvæðar hliðar á þessum ógnaratburði sem gosið var.
�??�?að nær að sameina Eyjamenn og gera unga fólkið stolt af upprunanum.�??
�?flun gagna
Til öflunar gagna var stuðst við tvo rýnihópa. Fyrri hópurinn samanstóð af fimm einstaklingum, allir fæddir eftir gosárið 1973 og áttu það sameiginlegt að búa í Vestmannaeyjum og eiga ættingja og vini sem upplifðu gosið. �?essir fimm einstaklingar voru á ólíkum aldri, tvö fædd á áttunda áratugnum, tvö á þeim níunda og einn var fæddur á tíunda áratugnum. Í seinni hópnum voru líka fimm sem bjuggu í Vestmannaeyjum þegar gosið hófst og fluttu aftur heim til Eyja eftir gos. Sum þeirra höfðu búið og starfað á meginlandinu á meðan gosið stóð yfir en aðrir tekið þátt í björgunaraðgerðum í Vestmannaeyjum á gostímanum.
�?au voru einnig á ólíkum aldri. Tvö þeirra eru fædd á fimmta áratugnum, tvö á þeim sjötta og einn á þeim sjöunda. Allir þátttakendur í rannsókninni áttu það sameiginlegt að hafa farið í gegnum sýninguna í Eldheimum. Undir báða hópana voru bornar sömu 5 spurningarnar. Fyrstu þrjár spurningarnar sneru að minningarsafninu Eldheimum og síðustu tvær spurningarnar að gosinu sjálfu.
1. Hvað finnst ykkur um safnið Eldheima og sýninguna þar?
2. Hvaða tilfinningar vakna þegar farið er í gegnum þessa
sýningu?
3. Er sýningin í Eldheimum í samræmi við upplifun fjölskyldu ykkar og vina af gosinu?
4. Hvaða þýðingu og afleiðingar hefur gosið fyrir samfélagið sem er í Eyjum í dag?
5. Hver er ímynd ykkar af gosinu? �?.e. hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þið hugsið um gosið? Er það af jákvæðum eða neikvæðum toga?
Niðurstöður
Opinská umræða um Heimaeyjargosið og fylgifiska þess er ekki algeng í Vestmannaeyjum. Fyrir suma er það einfaldlega of erfitt umræðuefni. �?egar ég lauk viðtalinu við eldri hópinn spurði ég þau hvort þau hefðu einhvern tíma fyrr sest niður og rætt gosið í líkingu við það sem hópurinn hafði gert. Almennt voru þau sammála um að það hafi ekki gerst áður og alls ekki af álíka tilefni.
– Ja, ekki í þessum tilgangi.
– Bara svona í vinahóp.
– En kannski ekki í klukkutíma.
– Nei… en þú veist… [við spurðum okkur] hvernig datt okkur í hug að flytja hingað [aftur]…
�?að eru margar mismunandi ástæður fyrir því hvers vegna fólk ræðir þetta lítið sín á milli en ljóst er að úrvinnsla áfallsins sem fylgir því að missa líkt og margir gerðu er takmörkuð. Fólk lýsir ótrúlegum missi þegar það loksins opnar á umræðuna.
– �?etta var ekki mjög gott. Eins og [þegar] ég kom hérna á fimmta degi. �?á var nú suðaustan átt og það var svona, einhverjir hnullungar sem hrundu yfir allan bæinn og menn gátu kveikt í sígarettu með þeim ef þeir vildu þeir voru svo glóandi. Enda loguðu hús út um allan bæ, sér í lagi í austurbænum. Maður var að fara heim og tína til dót, sem í raun var ekki hægt. �?etta var 500 metra frá gossprungunni, heimili mitt. og svo þegar það var búið að finna þetta til þá var að redda vörubíl. En þeir voru allir uppteknir hérna vestur í bæ. Svo tókst okkur það loksins og… en þetta var alveg skelfileg upplifun fyrir 14 ára ungling, í raun og veru. Horfa upp á hverfið sitt… þar sem maður ólst upp… húsið og allt… þetta hvarf.
E.t.v. má segja að flestir sem komu aftur og byggðu upp bæinn hafi bælt niður þær erfiðu tilfinningar sem fylgdu gosinu. Ekki misstu allir allt, en það eitt að hugsa til þess að stórt og mikið landsvæði austur á Heimaey sé horfið sjónum og enginn kemur til með að geta barið það augum aftur, er mörgum erfitt.
– Já, það er eins og sagt er… æskustöðvar… að missa það sem maður þekkti best.
– Já, já. �?að bara hvarf.
– �?að hverfur bara si svona… og kemur ekki aftur.
�?ær tilfinningar sem vakna hafa margir lagt til hliðar og kosið að fela í gleymsku. �?egar sótt er að slíkum tilfinningum úr óvæntum áttum getur það gert fólki erfitt fyrir. Hnútarnir eru harðir og fólk ekki hvenær sem er í stakk búið til þess að losa um þá.
– �?g veit að börnin mín hafa mjög oft 23. janúar haft það verkefni að vinna eitthvað með gosið og einu sinni… dóttir mín fékk það verkefni að tala við einhvern sem upplifði gosið, taka viðtal og hún hringir í afa sinn og spyr hvort hann væri til í það og það komu svona vöbblur á hann og … og hún segir mamma tala þú aðeins við afa og ég fer svo að spyrja hann og hann segir: ,,Veistu, mig langar þetta rosalega en ég treysti mér bara ekki í þetta núna.�?? �?á gat hann bara ekkert rætt þetta.
Í gegnum tíðina hafa komið út nokkur heimildaverk um gosið, þar á meðal nokkrar heimildamyndir sem sýndar hafa verið á öldum ljósvakans. Árið 2003 í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá gosinu var �??�?g lifi…�??, heimildamynd í nokkrum hlutum, sýnd í sjónvarpinu. �?essi heimildamynd sem og önnur heimildaverk sem sýnd hafa verið, hefur verið leið til að höggva á stóra, löngu gleymda hnúta. Einn viðmælandi ræddi viðbrögð föður síns í tengslum við þessa þætti.
– Pabbi sagði: �??�?að var örugglega á þriðja þætti eða eitthvað, þá sagði hann, ég sat og það allt í einu hrundu niður tár. Gjörsamlega.�??
�?egar ég hóf vinnu við þetta verkefni var það mér nokkuð ljóst að eitthvað álíka og heimildamyndirnar þyrfti til að opna á umræðuna um gosið, sérstaklega þegar litið er til eldri hópsins. Eldheimar, minningasafn um eldgosið á Heimaey var því góður upphafspunktur, en að mínu mati er sýningin sem þar hefur verið sett upp eitthvað sem snertir við öllum. Allir sem tóku þátt í rannsókninni áttu það sameiginlegt að hafa farið í gegnum sýninguna í Eldheimum.
�?g hóf umræðuna með því spyrja fólk út í upplifun sína af sýningunni sjálfri og hvað því finndist um safnið sjálft. �?au sem voru í yngri hópnum lýstu yfir mikilli ánægju með safnið og þá upplifun sem þau fengu af því að fara í gegnum sýninguna.
– Mér finnst algjörlega magnað að það hafi verið búið til safn utan um hús sem var grafið upp. Mér finnst það algjörlega bara stórkostlegt. Og að þú upplifir…þú getir fundið öskuna…þú getur fundið… heyrt hljóðin, þú getur… mér finnst þetta bara virkilega vel heppnað safn.
Annar viðmælandi benti á hversu vel hlutirnir eru færðir í stílinn í sýningunni.
– Fagurfræðilega séð þá er safnið sko rosalega flott og vel að því staðið að öllu leyti enda margverðlaunað fyrir tæknina og allt sem er notað. �?g er náttúrulega svoleiðis gaur soldið sko, þannig að ég upplifði hana soldið líka, hvaða tækni er verið að nota í hvað sýningu, sko hvaða atriði og þannig að sú upplifun var rosalega mikil… …sko maður upplifir þetta í raun fyrst þarna sko, þennan atburð.
�?au sem tilheyra eldri hópnum hafa trú á því, eftir að hafa farið í gegnum sýninguna, að safnið sé góð leið fyrir þá sem ekki upplifðu gosið að komast nær upplifuninni.
– … ég hef trú á því fyrir fólk sem ekki lifði gosið eða, það hafi eitthvað… komist nær því heldur en bara að heyra sögu. �?að eru ótrúlegar myndir þarna og það er hægt að fara í tíma og sjá hvernig gosið var þannig að þetta er bara mjög skemmtilegt og gott.
�?au eru sammála um að safnið hristi upp í minningum sem kveikja á einhverju sem þau hafa jafnvel ekki fundið fyrir lengi. �?að var ljóst að sumum leið ekki vel með það.
– �?g var alveg slegin þegar ég var búinn að fara þarna. �?g hef bara einu sinni farið og mig langar ekkert að fara aftur. �?að var bara einhvern veginn…
– Kallaði eitthvað gamalt?
– Já. �?etta er flott og allt það en þetta er ekki eitthvað sem mig langar að fara aftur og aftur. �?g vil ekkert venjast þessu.
– Mér fannst þetta mjög áhrifaríkt. �?g… svona… þetta stakk mig… sérstaklega þegar ég… þetta voru leikstöðvarnar hjá okkur. Maður eyddi bara mörgum dögum þarna á þessu svæði.
Einn viðmælandi minntist á hversu mikið gildi safnið hefur fyrir sögu Vestmannaeyja og nálægð nýrra kynslóða við sögu gossins.
– …og mér finnst frábært af því við vorum að glata þessari sögu og þessari upplifun og maður sér þó hvað þetta er áhrifaríkt.
Ekki eru þó allir sáttir við hvernig safnið var hannað. Einn viðmælenda úr eldri hópnum benti á að honum hafi gramist hve lítið þeir sem voru í Eyjum í gosinu höfðu um það að segja hvernig staðið var að hönnuninni. Hann vildi meina að þeir sem voru í Eyjum í gosinu hefðu betri tilfinningu og vitund fyrir hvar staðsetja ætti safnið.
– Mér fannst þetta til dæmis algjörlega fáránlegt að fara ofan á húsin, grafa ofan á húsin… … já ég bara verð að koma því að vegna þess ég var bara reiður raunverulega vegna þess að fólk vill bara ekkert hlusta á okkur sem að vorum hérna, og til dæmis þegar húsið hans Einars var upphaflega grafið upp hérna, farið niður á það og það reynist mjög illa farið og bara ónýtt, eða manni fannst það alla vega og það þýddi ekkert þó maður margsegði fólki, þetta er af því að þarna var 40 tonna jarðýta ofan á húsunum þarna að skarka sumarið 74 sko. Annars væri húsið meira og minna heilt. Við verðum að athuga það að askan er mjög verndandi ef ekkert raskar því sko.
Yngri hópurinn nefndi óánægjuraddirnar sem heyrðust í bænum í aðdraganda byggingu safnsins. Umtalið sneri að því hve dýrt verkefnið væri og að fólk hafði áhyggjur af því að þarna væri verið að róta upp gömlum óþægilegum minningum. �?au virtust átta sig á því hvað bjó að baki þeim röddum sem reyndu að draga niður verkefnið.
– �?etta hefur allt verið einhvern veginn bara sagan, talað um þetta, aldrei kannski af þeim sem eru nálægt manni sko. �?etta einhvern vegin í mörgum Eyjamönnum er þetta sko óþægilegt að tala um þetta, eitthvað slæmt sem gerðist, þessu hefur soldið verið pakkað niður. Af því kannski hefur þetta soldið verið sárt fyrir marga að það skuli vera að þrýsta þessu á yfirborðið og gera eitthvað úr þessu.
�?að sýnir sig að þetta var erfitt fyrir marga og viðmælendur í rannsókninni einnig, sérstaklega þá eldri, þegar spurt er út í hvaða tilfinningar vöknuðu þegar farið var í gegnum safnið. �?að var mér ljóst að eldri viðmælendurnir voru ekki alveg tilbúnir til að svara þeirri spurningu.
– Sko þegar gosið byrjaði þá er ekkert til í þessu þjóðfélagi sem heitir áfallahjálp. �?g hugsa að heilt bæjarfélag hafi þurft að fara í gegnum svoleiðis dæmi. Maður veit ekkert hvaða áhrif þetta hefur haft á fólk. �?g get sagt um hana mömmu gömlu, hún labbaði um allan bæinn þveran og endilangan en hún fór aldrei upp á hraun. �?að er bara þannig. Hún gat setið í bíl ef það var keyrt þar um en hún labbaði aldrei þangað.
�?að virtist auðveldara fyrir upplifendur gossins að segja frá upplifun annarra og upplifun sinni á gostímanum heldur en að segja hvernig þeim leið inni á safninu.
– �?g kom… kem hérna bara um haustið 73 og er að vinna hérna og það var svartamyrkur. �?að var ekki ljóstýra neinstaðar. �?g svaf ekkert þessar nætur. �?g bara vaknaði upp við þú veist… bara… bíl keyra eða. Já maður var svo næmur. Maður var alltaf með þennan ótta, er að fara að gjósa? �?etta var hrikalegt alveg. En maður lagði þetta á sig, það var ekkert… ég var að vinna hérna. Var ekkert annað í boði.
Dáist af fólki
�?egar ég lagði enn frekari áherslu á að þau segðu mér hvaða tilfinningar vöknuðu var aftur beygt undan. Frá þeirri stundu var mér það ljóst að ég væri e.t.v. of nærgöngull en um leið tókst mér að opna mjög persónulegar frásagnir frá því í gosinu. �?að stóð þó síður á svari hjá þeim yngri.
– �?g dáist bara ótrúlega að fólki, ég bara fæ svona stolt…svona gæsahúð og verð bara svona ótrúlega stolt af fólki sem að lifði eldgosið og bara að aldrei neitt annað sem kom til greina en bara að flytja aftur til Vestmannaeyja og græja bara eyjuna sína og gera allt sem þurfti að gera. �?annig að ég svona bara, finnst, fólk vera svona, ekki heppið að hafa upplifað eldgosið, að sjálfsögðu ekki, en mér finnst það svona vera meiri manneskjur fyrir vikið…
– �?etta er líka svo rosalega nálægt manni. �?etta er bara ein kynslóð sko. Og ég held að stolt og aðdáun sé svoldið það sem maður skynjar og svoldið náttla líka auðmýkt gagnvart sko bara náttúrunni og hvað við erum í raun og veru lítil og þetta getur gerst hvar sem er. �?að er bara þannig.
�?au voru öll sammála um að fórnin sem var færð af fólkinu sem vann í gosinu, kom aftur og byggði bæinn sé þakkarverð og sé ein helsta ástæðan fyrir því að þau byggi þetta samfélag í dag.
Ljóst er að Eldheimar eru að vinna með sögu sem er mörgum viðkvæm. �?ví er eðlilegt að spyrja sig hvort sýningin fari vel með söguna og vinni rétt úr henni, eða hvort eitthvað trufli þá sem fara í gegnum sýninguna. �?egar þau yngri eru spurð hvort einhverjir tengdir þeim sjái eitthvað að sýningunni segjast þau ekki hafa heyrt af því.
– … í kringum mig finnst mér þetta hafa nákvæmlega verið svona. �?eir svona sem eru nánastir mér hafa sagt að safnið segir söguna nákvæmlega eins og þau upplifðu þetta bara.
�?au eldri eru í meginatriðum sammála um að sýningin fari ekki með neinar fleipur og benda á að úr því að sýningin hafi áhrif á fólk sé hún vel unnin.
– Sennilega snertir þetta mann af því að þetta er svo raunverulegt… þegar maður er kominn þarna.
�?au eldri benda þó á að sýningin er fyrst og fremst að vinna með tímalínu gossins en horfi framhjá því sem er kannski mikilvægast.
– Ja… þetta safn er fyrst og fremst um gosið en kannski [ekki] um íbúana…
– �?að hefði mátt bæta við. �?að vantar þessi skil. �?að vantar þetta björgunarstarf, þar sem að menn voru, og menn voru náttúrulega að fórna. �?etta var fórn. �?etta var ekkert annað en fórn sem menn voru að gera. Maður sá það eftir gos, þá var ég í að rífa frá húsunum hérna gluggum og glerja… …maður sá alveg hvað menn höfðu verið að gera, reyna að bjarga, menn vissu ekkert. �?etta var bara tilraun að reka upp spýrur undir loft, styrkja loftplötur. �?ið getið ímyndað ykkur það ef að kæmi svo jarðýta yfir, þessa spýra myndi ekki halda neinu, en menn gerðu bara allt.
Að mati þeirra eldri vantar persónulegri nálgun í sýninguna. Hvert hugarfarið var við aðstæður eins og þegar eyjan var rýmd, verðmætum var bjargað, neglt var fyrir glugga, tekin var ákvörðun um að kæla hraunið, goslokin, hreinsunin og uppbyggingin. Hvað voru menn að hugsa þegar þeir tókust á við eitthvað sem mörgum þótti jafnvel ómögulegt? Einnig vantar þátt kvenna, en þær báru veg og vanda af velferð fjölskyldunnar. Margar konur voru einar með börnin á fastalandinu á meðan mennirnir þeirra voru í Eyjum að berjast við náttúruöflin. Hvernig leið þeim við þær aðstæður vitandi af mönnunum sínum í Eyjum, án fyrirvinnunnar sem þær voru vanar o.s.frv?
Áhrifin mikil
Eldgosið hafði augljóslega mikil áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum og birtingarmyndir breytinganna voru margvíslegar. �?g spurði báða hópana hvaða þýðingu svona atburður hefur fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum sé litið til þeirra tíma sem við lifum á núna. �?au yngri vilja meina að gosið hafi átt stóran þátt í að móta ímynd þeirra sem Vestmannaeyingar.
– �?g vil meina við séum bara, sterkari og hugrakkari og stoltari fyrir vikið.
– �?etta bara gerir mann að stoltari einstaklingi, svona vitandi það hvað gerðist.
Annar bendir á að gosið hafi þétt mannskapinn saman, ekki bara á erfiðustu tímunum heldur líka í uppbyggingunni.
– �?að sem þetta hefur náttúrulega gert fyrir samfélagið er að náttúrulega þeir sem komu til baka… það komu náttúrlega alls ekkert allir til baka. �?eir sem komu til baka komu af því þeir vildu hvergi annars staðar vera. Af því hefur þetta orðið svoldið til að þjappa mannskapnum saman og vera stolt af eyjunni sinni og þessu sem þau gerðu að grafa upp bæinn. Bara grafa upp heilan bæ, þetta var… var ekkert eitt dagsverk. �?g meina þau grófu bara upp heilan bæ sem ég held að fáum myndi detta í hug í dag. Við myndum treysta á að ríkið gerði það fyrir okkur.
Hann bendir einnig á að hraunið sem vall yfir bæinn og skemmdi allt sem það náði taki á hafi einnig haft sína kosti.
– … en það sem gosið gerði hins vegar fyrir bæjarfélagið er bara einfaldlega að bjarga því. �?g meina við vitum hvernig gengur að sigla í Landeyjahöfn. Hefði ekki gosið þá væri Landaeyjahöfn ekki vandamálið heldur innsiglingin hjá okkur. �?ví hér var bara rótsjór bara í ákveðnum áttum og ekki hægt að fara hér inn og út sko.
Hann bendir ennfremur á að ef að aðstæður við innsiglinguna hefðu ekki lagast væri enn erfiðara að búa í Eyjum í dag. Kröfurnar hafa aukist þegar kemur að samgöngum og fjarskiptum og því yrði grundvöllur fyrir byggð í Vestmannaeyjum veikur ef samgöngurnar væru verri en þær eru í dag.
Samfélagið er svo gjörbreytt
�?egar ég spyr þau eldri út í hvaða þýðingu gosið hefði fyrir Vestmannaeyjar í nútíð bentu þau á að það sé löngu liðin tíð að Eyjamenn geti notað gosið og hörmunga tengt því til að fá stærri hlut af þjóðarkökunni og ná fram betri gæðum í samfélaginu.
– �?g held sko… samfélagið er svo gjörbreytt. Við erum náttúrulega orðin svo blönduð. Mér finnst svona gosið ekki… ég horfi ekki á gosið sem neitt einhverja lausn fyrir okkur Vestmannaeyinga á hvorki… þið sjáið með ferðir eða samgöngur eða sjúkrahúsið og svona. �?að er engin hjálp í gosinu lengur, ekki finnst mér það. �?að er bara túrisminn sem er yfir stuttan tíma. �?að er ekki útaf gosinu held ég eingöngu. �?að er margt annað sem spilar inn í en það er alltaf áræðni hérna. Menn eru að reyna en við erum bara á eyju. �?að er bara grundvallarmunur að búa á svona eyju eða á fastalandinu. �?að er… og sumir bara skilja það ekki. Nú ég er búinn að búa erlendis. �?g flutti nú tvisvar erlendis og maður hefur svona samanburð. Búa í stórborg og litlum bæjum og… þetta samfélag hér er engu líkt.
�?að er þessi áræðni sem á kannski rætur sínar enn lengra aftur en í gosið. Hér öldum saman voru útvegsbændur að berjast við hafið og skipskaðar og manntjón voru hlutir sem samfélagið þurfti reglulega að takast á við. Ásamt því minnast þau á samstöðuna en setja spurningamerki við að næstu kynslóðum takist að viðhalda henni.
– �?g held að það sé þessi samstaða og ég er svoldið hrædd við það að þegar þessi kynslóð sem upplifði gosið fellur frá þá verði… ég veit ekki… mér finnst þetta vera svona… ok það er eitthvað verkefni þarna og við förum og tæklum það. �?g held að þetta sé eins við klárum bara þetta verkefni sjálf… mikið til… ég er svo hrædd um það… að kynslóðirnar sem koma lifa á fornri frægð eða einhvern veginn, þið skiljið hvað ég á við. �?etta er svoldið orðið ég um mig frá mér til mín samfélag í dag, en við vitum þegar á reynir að þá er samtakamátturinn ótrúlega sterkur og við höfum alveg sýnt það.
�?egar þau eldri eru spurð út í hvort þau sjái jákvæðar afleiðingar af gosinu eru þau sammála þeim yngri þegar kemur að vandanum við innsiglinguna sem leystist með skjólinu af nýja hrauninu. Til viðbótar nefnir einn stórt vandamál sem lengi hafði verið í uppsiglingu því mikil uppbygging hafði verið í húsbyggingum í Vestmannaeyjum frá því á 5. og 6. áratugnum og fram að gosi.
– Já, Helgafellið var að hverfa og gryfjan þarna inni í hún var orðin svakalegt svað. En þarna fengum við byggingarefni þannig að þó að hús foreldra minna hafi farið undir og hverfið mitt og allt svona þá held ég að þetta hafi í raun og veru verið svakaleg blessun fyrir þetta byggðarlag.
Grunnþekking byggð á gamansögum
�?að verður að segjast eins og er að þessi orð segja mikið um hvernig eldri kynslóðir hugsuðu til að takast á við gosið. Hugarfar margra snerist og snýst um að sjá ljósið í myrkrinu, hugsa í lausnum, henda baksýnisspeglinum og horfa fram á veginn.
Mín grunnþekking á gosinu byggist á þeim gamansögum, sem ég minnist á í kaflanum sem snýr að bakgrunni mínum hér fyrr í ritgerðinni, ásamt þekkingu á grunnþáttum í tímalínu gossins. �?að er fyrst og fremst fyrir það að aldrei var talað um gosið í minni fjölskyldu. �?að leiddi til þess að það var ekki fyrr en ég var orðinn unglingur sem ég áttaði mig á því að e.t.v. hefði gosið verið aðeins meira en eitthvað sem byrjaði og lauk, og svo hafi lífið gengi sinn vanagang eftir það.
�?g var orðinn unglingur þegar ég áttaði mig á því að fólki hafi liðið illa, verið hrætt og hafi þurft að færa miklar fórnir til að ég og mín kynslóð gæti búið í Vestmannaeyjum í dag. En þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir því í dag að þetta voru hörmungar þá er alltaf þessi jákvæða glansmynd sem ég sá sem barn mér fremst í huga þegar ég hugsa um gosið. Líklega vegna þess að þó að ég þekki betur fórnirnar í dag er samfélagið hér lifandi sönnun þess að fólkið barðist við náttúruöflin og hafði sigur. �?annig er þetta fólk sem kom aftur og byggði bæinn miklar hetjur í mínum huga. �?g velti því upp við þau yngri hvort þau deildu þessari upplifun með mér.
– Maður heyrir miklu minna þetta neikvæða heldur en jákvæða, sem mér finnst ótrúleg hetjudáð [að hafa haldið áfram].
– Já, en það er bara ákveðin frontur sem fólk setur á sig. En þetta sem þú talar um, það er þessi hetjudáð, hún er bara sett fram fyrir allt hitt og hitt er bara svona undirliggjandi og má helst ekki ræða.
�?egar þau yngri eru spurð hvað einkenni þeirra ímynd af gosinu þá eru þættir eins og mannbjörgin um gosnóttina og þakklæti fyrir hana, og sameiningarmátturinn sem dreif áfram björgunarstarfið í gosinu og uppbygginguna eftir gos. Að öllu leyti er gosið og allt sem það snertir ótrúleg saga sem á sér fáar líkar.
– Kannski er orðið kraftaverk ekki oft notað um þetta en þetta er ekkert annað. Bara hvernig þetta gerðist, hvernig var tekið á því. �?etta er bara ekkert annað en kraftaverk að hér skuli vera byggð í dag og það er náttúrulega bæði kraftaverk af náttúrunnar hendi og mannavöldum. �?að sem samt kannski situr eftir er að það hefur verið tínt úr þetta góða og það látið lifa og slæmu hlutirnir soldið svona… einhvern veginn heyrast ekki eins mikið.
�?au eldri eiga erfiðara með þessa spurningu mína. Tilfinningar þeirra gagnvart gosinu eru blendnar. Hér er fólk sem upplifði heim sem hvarf og byggði upp nýjan bæ á rústunum.
– Ja, þetta er bara eitthvað sem þú upplifir og maður lifir með því.
– Já, já, og maður lærir að lifa með.
– Og ég sé ekkert annað en jákvætt við það. Við getum ekkert breytt því. Við megum þakka fyrir…það var fólk sem fór og við erum hérna aftur komin.
– �?g hefði alveg viljað sleppa þessu…
Ekki hefðu allir í hópnum viljað missa af gosinu. Nefna þeir, máli sínu til stuðnings, bætta innsiglingu, byggingarefnið og svo þá upplifun sem var að vera í björgunarstarfinu og vinna við hraunkælinguna.
– Já, og við höfðum ekki mikla trú á þessu en við fórum í þetta og hérna… ég var bara í fremstu víglínu. �?að hitti svo á. Við vorum komnir upp á alveg… þetta var ótrúlegt… ótrúleg upplifun þegar það kom fullt rör og bara bæng… og við vorum að ýta því til þar sem við vissum að það væri rauðast… hraunið fyrir framan og maður sá bara augnablik sprenginguna og alveg stærðar grjót í allar áttir og svo sáum við ekki neitt og þurftum að fikra okkur niður með rörinu og það lá við köfnun… en ég hefði ekki viljað missa af þessu. Mikið rosalega stórkostlegt.
Umræða
Heimaeyjargosið og atburðir sem því tengjast verða að teljast ótrúlegir í alla staði. Í þeim sem upplifðu gosið berjast tilfinningar sem eiga sér rætur í ótrúlegum minningum frá ótrúlegum tíma. Munur á sameignarminni þessara tveggja hópa sem tóku þátt í rannsókninni er auðmerkjanlegur. Munurinn byggist að mínu mati á tveimur grunnþáttum.
Í fyrsta lagi liggur munurinn í því augljósa, það að upplifa gosið. �?au eldri voru á staðnum í lengri eða skemmri tíma eða fylgdust með í fjarlægð þegar gosið vann á Heimaey, braut og bramlaði og skapaði þennan nýja heim sem Vestmannaeyingar gengu inn í að gosi loknu. �?au yngri voru ekki á staðnum enda ekki fædd og geta því aðeins fengið innsýn í hvernig það líf var með því að afla sér heimilda. Seinni þátturinn sem ræður muninum á sameignarminni hópanna er sá að aðgangur að heimildum um gosið takmarkast að mestu við sagnfræðilegar heimildir um tímalínu gossins, líkt og þær birtust í fjölmiðlum á þessum tíma. Einnig má þar nefna Eldheima og sýninguna þar sem og þær bækur og heimildamyndir sem gerðar hafa verið um gosið.
Heimildamyndir skipta máli
Heimildamyndirnar eru nánast eini vettvangurinn þar sem hægt er að sækja persónulegar frásagnir upplifendanna, sem takmarkast þó við sögur örfárra útvaldra. Að sjálfsögðu er ekki mögulegt að gera öllum sjónarhornum skil en ljóst er að upplifendur völdu að tjá sig sem minnst um upplifun sína af gosinu nema e.t.v. þegar þær upplifanir voru skemmtilegar og gamansamar. Fólk valdi að loka á þetta erfiða og halda uppi hinu góða.
�?að má svo bersýnilega sjá á viðtali mínu við eldri hópinn að þessi aðferð er enn við lýði. Einn viðmælenda minna minntist á að byggingarefnið sem fékkst með gosinu hafi verið mikil blessun. Hann hafi ekki viljað missa af gosinu þó það hafi kostað hann heimili hans og foreldra hans. Fyrir þann sem hefur ekki heyrt fólk tala á þennan máta kann þetta að þykja frekar einkennileg og sérstök fullyrðing, en það var nákvæmlega þetta viðmót sem kom þessari kynslóð í gegnum erfiðleikana. Að sjá ljósið í myrkrinu.
Saga úr fjölskyldunni
�?g átti samtal við móður mína eftir að viðtölunum var lokið. �?g spurði hana út í gosið og hvort hún myndi eftir að hún hafi sjálf eða aðrir átt erfiðar stundir á gostímanum. Hún sagðist ekki muna eftir því beint nema hvað afi hennar, sem hafði unnið hjá bænum og var að vinna í björgunarstarfinu hafi verið sóttur af fjölskyldumeðlimi og færður til Reykjavíkur áður en gosinu lauk, einfaldlega vegna þess að ástandið var þannig að hann var engum til gagns lengur. Hann hafði horft upp á húsið sitt fara undir hraun.
Einnig minntist mamma á að minnstu hefði munað að hún og foreldrar hennar hefðu ekki flutt aftur til Eyja. Hvoruga söguna hafði ég heyrt áður því það passaði ekki því þögla samkomulagi sem þeir sem komu aftur gerðu ósjálfrátt með sér, um að tala aðeins um kostina en ekki erfiðleikana. Í mínu tilfelli sögurnar af því þegar afi bjargaði húsi hans og ömmu frá bruna og þegar mamma slapp við prófið. �?ví má við bæta að afi var iðnaðarmaður og nóg vinna fyrir hann í Eyjum eftir gos. �?ví var það fjárhagslega rökrétt ákvörðun á þeim tíma fyrir hann og fjölskyldu hans að flytja aftur til Eyja.
Sterkt og blómlegt samfélag á árunum fyrir gos
Hugarfarið lýsir líka vel hvað skiptir þetta fólk í raun og veru máli. Í Vestmannaeyjum hafði fólk byggt upp sterkt og blómlegt samfélag á árunum fyrir gos. Mikið var af nýbyggingum, unga fólkið vildi skapa framtíð sína í Vestmannaeyjum og þeir eldri voru orðnir rótfastir. �?egar gosið er hafið og ljóst er í hvað stefndi er ljóst að það eina sem getur haldið þessu samfélagi gangandi ef einhvern tíma hættir að gjósa er samtakamáttur og það að þörfum einstaklingsins sé pakkað niður og þarfir samfélagsins í heild verða æðri öllu.
Við, afkomendur kynslóðarinnar sem upplifði gosið erum því firrt af upplifun upplifendanna. Munur á sameignarminni þessa tveggja hópa byggir því fyrst og fremst á þessum aðgangi að upplýsingum sem þeir eldri hafa lokað inni og ræða lítið sín á milli og við afkomendur sína. Eftir stendur glansmyndin sem sigurinn yfir náttúruöflunum og enduruppbygging samfélagsins skóp. Persónulegar upplifanir þeirra sem gengu í gegnum gosið eru of fáar og takmarkaðar til að fylla upp í eyðurnar sem standa eftir. �?ar er gjá á milli þeirra sem upplifðu og afkomenda þeirra sem aðeins þeir sem upplifðu geta brúað. �?eir hafa lykilinn að innilokuðum tilfinningum og hinni raunverulegu upplifun. Afkomendurnir geta aðeins kallað yfir gjána og þó þeir fái einstaka sinnum svar gefur það svar ekki mikið upp.
Neikvætt tal ógn við uppbyggingu.
�?etta er skiljanlegt að mínu mati því neikvætt tal um erfiðar tilfinningar er ógn við uppbyggingu. �?að getur heldur enginn einn kallað eftir vorkunn þegar allir eiga það sameiginlegt að hafa lent í vandanum. Einnig tel ég að þetta hafi aðeins slæm áhrif á þá sem loka inni þessar tilfinningar.
Glansmyndin hefur skapað jákvæða ímynd af Vestmannaeyingum, hvernig þeir takast á við erfiða hluti og vinna í sameiningu að settum markmiðum. Gosið tryggir þá ímynd, a.m.k. á meðan atburðinum er haldið á lofti. Hún hjálpar okkur við að sameinast jafnt þegar gárar á og þegar gengur vel. Á sama tíma tel ég erfitt að brjóta aftur þá glansmynd þó að fleiri og persónulegri upplýsingar bætist í sarpinn. �?g tel að það efli ímynd okkar enn frekar því það hjálpar okkur að skilja betur hvaðan við komum og hvers vegna við viljum búa á þessum stað. Einn úr yngri hópnum benti á eftirfarandi.
– Vitiði mig langar ofsalega til að fá að heyra… kannski endilega slæmar….mig langar að heyra hvað fólk upplifði. �?ú veist mig langar stundum… Auðvitað finnst mér æðislegt að þau bara séu þakklát fyrir… þú veist að bátarnir voru í landi og þau gátu komið aftur en mig langar soldið að vita hvað þú upplifðir. Mig langar til að heyra… maðurinn minn var eftir og ég fór ein með börnin fjögur upp á land og við þurftum bara… Maður er alveg búinn að heyra það en mig langar heyra meira.
�??Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur�?? segir máltækið. Við sem erum afkomendur getum sjálfsagt aldrei skilið það á sama hátt og þeir sem upplifðu gosið. �?að breytir þó því ekki að okkur langar að heyra meira til að skilja betur.
Framhaldið og spurningar sem vakna
�?ess ber að geta að þessi rannsókn tekur ekki á öllum þeim hópum sem upplifðu gosið og vert er að rannsaka þá einnig á sama máta og gert er í þessari rannsókn. Til mótvægis við þá tvo hópa sem um ræðir í þessari rannsókn má nefna þá sem upplifðu gosið en komu ekki aftur og svo afkomendur þeirra. Er sameignarminni þessara hópa einnig ólíkt og hvernig þá? Hver er munur á sameignarminni þeirra sem komu aftur og þeirra sem gerðu það ekki? Getur verið að afkomendur þeirra sem komu ekki aftur hafi aðra sögu að segja en afkomendur þeirra sem komu aftur?