Myndin er um klukkustundarlöng og er handritið byggt á samnefndri bók Gísla Pálssonar um líf Hans Jónatans. Gísli er sögumaður í myndinni og hann leiðir hóp afkomenda Hans Jónatans í fótspor forföður þeirra á fæðingarstað hans, eyjunni St. Croix í Karíbahafi. Einnig eru gerð skil þess hluta sögu Hans Jónatans sem fram fer í Kaupmannahöfn �?? og svo að lokum lífi hans á Íslandi, eða nánar tiltekið Djúpavogi. Viðburðir í lífi Hans Jónatans eru sviðsettir í myndinni og viðtal tekið við afkomendur hans, en alls eru afkomendurnir orðnir yfir 1000. Nokkrir þeirra hafa búið í Vestmannaeyjum og það voru þeir sem vöktu athygli Gísla á söguefninu og urðu þess valdandi að hann réðst í að rita ævisögu Hans Jónatans. Viðstaddir sýninguna verða Gísli Pálsson, Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, og Bryndís Kristjánsdóttir, höfundur handrits.
Gísli og Valdimar vinna nú að heimildamynd (,,Eldhugarnir�?�) í samstarfi við Ara Trausta Guðmundsson um Heimaeyjargosið þar sem sjónum er beint að fólkinu sem glímdi við rennandi hraun og björgun mannvirkja.