Sagnheimar eru eitt safna Safnahússins við Ráðhúströð en er rekið af �?ekkingarsetri Vestmannaeyja. Safnið byggir á grunni gamla byggðasafnsins sem stofnað var árið 1952. Árið 2011 var safnið allt sett í nýjan búning og sýningar endurhannaðar með það í huga að þar mætti með munum safnins og hjálp nútímatækni draga fram sérkennin í merkri sögu Vestmannaeyja í gleði og sorgum.
Heimsókn sjóræningja 1627
Einn örlagaríkasti atburðurinn í sögu Eyjamanna er Tyrkjaránið 1627 er 242 íbúar voru fluttir til skips og seldir á þrælamarkaði í Alsír. Sagan er kynnt í teiknimyndaformi en einnig er boðið upp á sjóræningjahelli með búningum fyrir börnin.
Vissir þú um mormónana í Vestmannaeyjum?
Fyrstu íslensku mormónatrúboðarnir störfuðu í Vestmannaeyjum og á árunum 1854-1914 fóru um 200 Eyjamenn til Utah í leit að betri heimi. Mormónarnir eiga sitt sögusvæði á safninu sem Brigham Young háskólinn í Utah hefur hjálpað til við að skapa.
Herfylking stofnuð í Vestmannaeyjum.
Forsprakki þess að Eyjamenn stofnuðu sína eigin herfylkingu var danski sýslumaðurinn Andreas August von Kohl (1815-1860), sem hingað kom árið 1853. Kapteinn Kohl, eins og hann var jafnan nefndur í Eyjum, var röggsamt yfirvald og mikill eldhugi sem tók virkan þátt í störfum og lífi heimamanna og efldi sjálfsmynd þeirra að fremsta megni. Hann kenndi mönnum einnig íþróttir og góða siði og hélt fjölskylduhátíðir í Herjólfsdal. �?ví má ef til vill segja að hann hafi verið frumkvöðull bæði íþróttahreyfingar Eyjamanna og �?jóðhátíðarinnar.
Hverjir eru bestir?
Íþróttir eru ákaflega mikilvægar í hugum Eyjamanna og oft er sagt að Eyjasálin sveiflist í takt við gengi ÍBV. Núverandi íþróttahorn á safninu leggur áherslu á sögu og þátttöku Eyjakvenna í íþróttum undanfarin 100 ár og er þar um auðugan garð að gresja.
Lífið er yndislegt!
�?jóðhátíðin var fyrst haldin árið 1874 og er mikilvægt sameiningartákn Eyjamanna með öllum sínum hefðum og siðum. Tónlist Oddgeirs Kristjánssonar er órjúfanlegur hluti hennar en ýmsir aðrir listamenn hafa einnig lagt í sjóðinn. Á safninu er boðið til sætis í hefðbundnu �?jóðhátíðartjaldi heimamanna. Afar vinsælt er einnig að leigja aðgang að tjaldinu fyrir móttökur eða sem viðkomustað í árgangsmótum og óvissuferðum.
Mikilvægi kvenna
Staða kvenna er á fáum stöðum eins mikilvæg og í sjávarplássum, þar sem þær bera oft einar ábyrgð á rekstri og velferð fjölskyldunnar til lengri eða skemmri tíma. Brugðið er ljósi á líf nokkurra kvenna og einnig framlag þeirra í lækningum, handverki og listum.
Hættulegasta starf í heimi?
Stór hluti sýningarsvæðis safnsins er svokallað bryggjusvæði þar sem sjómennsku og fiskvinnslu Eyjamanna eru gerð skil. Í gamalli talstöð má hlusta á átakanlegar sjóslysasögur og ótrúleg björgunarafrek. Hér er einnig að finna beituskúr, rakin saga frumkvöðla, hafnargerðar, bátasmíða og vinnslu sjávarafla og minnt á verbúðir og þátt farandverkamanna. Bjargveiðimenn eiga einnig sinn kofa og sögu í lifandi myndum. Bryggjusvæðið hefur orðið vinsælt rými undir fyrirlestra og ráðstefnur þar sem 100 �?? 130 manns geta setið í þessu sérstaka umhverfi.
Heimaeyjargosið 1973
Auk Tyrkjaránsins 1627 hefur Heimaeyjargosið líklega markað ein dýpstu sporin í sálir Eyjamanna. Á sýningunni getur að líta fjölda ljósmynda frá eldgosinu og hlusta má á heimamenn segja frá gosinu og uppbyggingunni.
Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður, listamaður og lífskúnstner á sitt svæði á safninu og fjölmargir aðrir sem gert hafa Vestmannaeyjar að því sem þær eru í dag. Sagnheimar eru tilvalinn staður sem fyrsta stopp í Eyjaheimsókn og þaðan er síðan hægt að skipuleggja frekari heimsóknir á þá staði sem gestir vilja fræðast nánar um.
Verið velkomin í Sagnheima! www.sagnheimar.is.