�?g vil þakka Betsý kærlega fyrir áskorunina. �?g ætla að gefa uppskrift af einföldum en mjög góðum kjúklingarétt sem ég hef haft í pallíettuklúbbnum oftar en einu sinni og mjög góðum ís í eftirrétt sem við fengum einu sinni í klúbb hjá Guðbjörg uLilju pallíettu!!
Góður kjúklingaréttur
�?g fer sjaldnast eftir uppskriftum þannig að hlutföllin eru ca!
Ca. 6 kjúklingabringur skornar í bita.
1 krukka rautt pestó (sett saman í poka með kjúklingnum, því velt saman og látið liggja í ca 1 klst.).
Kjúklingablandan er síðan sett í eldfast mót.
1 krukka rautt pestó og ca 100-150 gr. rjómaostur hrært saman og sett yfir kjúklinginn.
Döðlur brytjaðar yfir og fetaostur að vild.
Sett í ofn í 180° í ca 40-50 mín.
Borið fram með salati og hrísgrjónum.
Kanilís með nóakroppi og karmellu-pipp
6 egg
6 msk. sykur
150 gr. dökkur púðursykur
7 dl. rjómi, þeyttur
200 gr. Konsum-súkkulaði
fræ úr einni vanillustöng (má sleppa)
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill.
�?eytið eggjarauður og sykur varlega saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykrinum varlega saman við með sleif. �?eytið rjómann og blandið honum saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
Grófsaxið 100 gr. súkkulaði og blandið saman við ísblönduna. Blandið því næst fræjum úr einni vanillustöng, vanilludropum og kanil saman við. �?eir sem vilja geta síðan þeytt eggjahvíturnar þar til þær verða stífar og blandað þeim saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota.
Hellið ísblöndunni í hringlaga smelluform, bræðið hin 100 gr. af súkkulaðinu, hellið yfir ísinn og létthrærið í forminu. Frystið ísinn í lágmark 5 klst.
Toppur
1 poki Nóa kropp
100 gr karmellupipp og 3 msk. rjómi, brætt saman.
Skreytið ísinn með Nóa kroppi og bræðið karmellupippið ásamt rjómanum og hellið yfir. Uppskriftin dugar fyrir 10-12 manns.
Í pallítteuklúbbnum eru bara myndarlegar konur þannig að ég ætla að halda þessu innan pallíettu-klúbbsins og skora næst á Guðnýju Björgvinsdóttur en hún er snillingur, hvort sem er í hannyrðum eða matargerð og er hafsjór af góðum matar- og kökuuppskriftum.