Vinnsluskipið Huginn VE, sem nú er í sínum fjórða túr á makríl var að hífa þegar Eyjafréttir slógu á þráðinn til Guðmundar Inga Guðmundssonar skipstjóra eftir hádegið í gær. Voru þeir suðvestur af Surtinum rétt austan við Grindavíkurdýpið. �?eir hófu veiðar um miðjan júní og er Guðmundur Ingi ánægður með ganginn og þá einstöku blíðu sem verið hafi frá því þeir byrjuðu.
�??�?etta hefur verið hittingur, stundum gott og stundum minna en við höfum haft nóg fyrir vinnsluna og vel það. �?etta er keimlíkt og verið hefur, nema að fiskurinn er heldur betri og stærri en hann hefur verið hefur á þessum tíma. Sjávarhiti er líka nokkru meiri.�?? Guðmundur Ingi segir að nú fari að styttast í að önnur Eyjaskip byrji makrílveiðar. �??�?g held að Vinnslustöðvarskipin byrji um helgina. �?egar skipum fjölgar leitast betur sem gerir veiðarnar auðveldari,�?? sagði Guðmundur að lokum.
Snemma beygist krókur. Átta ára sonur Guðmundar Inga, Guðmundur Huginn var með pabba sínum í túrnum og tekur hann hlutverk sitt mjög alvarlega. Stendur vaktir og vill leggja sitt af mörkum.