Sorp hefur safnast upp í grænu sorptunnum bæjarbúa og er það vegna bilunar á sorpbílum samkvæmt upplýsingum hjá �?lafi Snorrasyni, framkvæmdastjóra hjá bænum. �?að er fyrirtækið Kubbur sem sér um sorphirðu í Vestmannaeyjum þar sem lofað er bót og betrun.
�?lafur sagði að stöðuna þessa samkvæmt upplýsingum frá Kubb: Dagana 16. til 19. júní hirtu þeir sorp úr grænu tunnunum, 23. til 28. júní úr gráu tunnunum og 3. til 6. júlí úr brúnu tunnunum. Bíllinn þeirra bilaði 3. júlí og fengu þeir lánaðan bíl hjá ÍG. Hann bilaði líka þann 6. júlí.
�?eir byrjuðu á mánudaginn 17. júlí og fóru þá í gráu tunnurnar þar sem þeir sögðu þörfina mesta vegna tveggja stórra helga þar á undan. Segjast klára það á morgun, 20. júlí. Fara þá beint í grænu tunnurnar og reikna með að verða búnir 25. júlí.
�?eir segja þetta allt innan marka nema grænu tunnurnar sem eru fimm dögum á eftir samkvæmt einu sinni í mánuði planinu.