Sögusetur 1627 stóð fyrir dagskrá í Sagnheimum og Safnahúsi á sunnudaginn og minntist þess að 390 ár eru frá því að sjóræningjar réðust á land í Vestmannaeyjum, dagana 16. til 19. júlí 1627. Til minningar um þá 34 sem drepnir voru á Heimaey í ráninu sleppti Ragnar Sigurjónsson jafnmörgum dúfum sem skiluðu sér til síns heima í Brandshúsum 4 á Selfossi á einni og hálfri klukkustund þrátt fyrir mikinn mótvind. Ragnar Sigurjónsson er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Ragnar Sigurjónsson.
Fæðingardagur: 14. júní.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Sigríður Oddný eiginkona mín og Ásthildur Ragnarsdóttir, ásamt Kókó (hundurinn).
Draumabíllinn: Austin mini 1968.
Uppáhaldsmatur: Hrefna á spjóti á minn hátt.
Versti matur: Christmas pudding.
Uppáhalds vefsíða: FB síðan mín.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Blues, rokk.
Aðaláhugamál: Dúfur og papahænur.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Amelie Earhart.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar og Red Rocks Colorado.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV, MU og �?jótandi.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, skokk.
Uppáhaldssjónvarpsefni: David Attenborough.
Hefur þú alltaf haft áhuga á dúfum: JÁ.
Skiluðu sér allar dúfurnar: Já.
Hvað voru þær lengi á leiðinni:
Í miklu roki og mótvindi voru þær rúmlega 1 og ½ tíma.