�?að hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. �?ær Berglind Björg �?orvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Elísu.
Aldur: 26 ára.
Gælunafn: Sumir kalla mig Ellu, ég er ekki hrifin af því.
Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: �?g hef ótrúlega gaman af því að elda góðan mat og fá gesti í heimsókn, góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu eru dýrmætar stundir.
Eftirlætis matur: �?g elska fisk.
Versti matur: Enginn sérstakur.
Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Americano.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar slær öllu við.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Coldplay hefur alltaf verið uppáhalds annars er ég hrifin af íslenskri stuð tónlist.
Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: �?g gæti það en það væri erfitt.
Fyrsti leikur í meistaraflokki: 2007 í bikarkeppni með ÍBV.
Rútína á leikdegi: �?g borða hollan en orkuríkan mat jafnt og þétt yfir daginn, ég reyni líka að safna jákvæðri orku með því að fara í göngutúr og að lokum stunda ég hugarþjálfun þar sem ég fer yfir leikinn í huganum.
Grófasti leikmaður í landsliðinu: Engin leiðinlega gróf en margar ákveðnar, Sif Atla lætur finna fyrir sér.
Besti samherji í landsliði og félagsliði: �?g er í frábæru landsliði og félagsliði og með marga góða leikmenn í kring um mig en Margrét Lára hefur gæði sem enginn annar hefur.
Hver er fyndnust í landsliðinu: Arna Sif og Berglind Björg eru eitt grillað gengi.
Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: �?að var erfitt að spila við Mörtu da Silva, hún er ótrúlega hröð, teknísk og með mikinn leikskilning.
Besta minning frá yngri flokkum: �?g var heppin að fá að vera í frábæru liði upp alla yngri flokka. Við vorum mjög sigursæll flokkur og unnum flest allt sem hægt var að vinna, það er mjög eftirminnilegt ásamt öllum ferðalögunum upp á land.
Besta minning á ferlinum: Fyrsti A-landsleikurinn.
Mestu vonbrigði á ferlinum: Krossbandaslit núna í apríl 2017.
Draumalið til að spila með: �?g væri mikið til í að spila fyrir Barcelona.
Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei.
Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, Manchester United.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég hef mikið gaman af handbolta.
Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben er bæði skemmtilegur og kemur með flottar athugasemdir.
Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan var mjög módiverandi.
Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: �?g hef aldrei skilið af hverju undirbuxur og teip þurfi að vera í sama lit og stuttbuxurnar og sokkarnir.
Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Sif Atla úr föstu leikatriði.