Arnar Richardsson tók við stöðu rekstrarstjóra útgerðarfélagsins Bergur-Huginn ehf (BH) þann fyrsta júní sl. Áður var hann framkvæmdastjóri Hafnareyrar sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Hann er ekki með öllu ókunnur hjá BH því þar vann hann í átta ár áður en hann tók við Hafnareyri. Arnar er rekstrarfræðingur að mennt.
Arnar tekur við starfinu af Magnúsi Kristinssyni, sem átti fyrirtækið lengst af og hefur verið við stjórnvölinn í 45 ár. �??�?að má segja að í júní hafi ég verið á tveimur vinnustöðum, hér og hjá Hafnareyri,�?? segir Arnar við blaðamenn þar sem við sitjum á skrifstofu Bergs- Hugins við Básaskersbryggju. Njótum um leið útsýnisins þar sem blasir við stærsti hluti hafnarinnar þar sem alltaf er eitthvað að gerast.
�??�?g var í rúm tvö ár hjá Hafnareyri sem er mun umfangsmeira fyrirtæki en flestir gera sér grein fyrir, með í allt um 34 starfsmenn í vinnu, þar af 27 á vélaverkstæði,�?? segir Arnar um sinn gamla vinnustað. �??Hér hafði ég svo unnið í átta ár. Byrjaði á netaverkstæðinu en fór svo á skrifstofuna. �?g held ég sé búinn að koma að öllu í rekstri fyrirtækisins í landi. Á m.a.s. að baki einn frystitúr á gömlu Vestmannney VE-54.�??
Bergur-Huginn er í eigu Síldarvinnslunnar á Norðfirði og skipin Vestmannaey VE og Bergey VE sem hvort um sig fiskaði um 4000 tonn á síðasta ári. �??Núna eru þau samanlagt komin í 4400 tonn sem er nánast það sama og á sama tíma í fyrra þrátt fyrir sjómannaverkfall í sex vikur í upphafi árs. �?annig að þetta lítur mjög vel út.�??
�?etta sýnir að það hefur verið mokveiði í trollið frá því sjómannaverkfallið leystist í febrúar. �??�?au hafa landað tvisvar í viku frá verkfalli. Vestmannaey hefur farið 44 veiðiferðir á árinu og Bergey, sem fór í slipp í vor 39 og nú erum við í 28. viku ársins. �?annig að þetta er góður gangur.�??
Tólf eru í áhöfn á hvoru skipi en Arnar segir að í allt séu 16 sem teljast megi fastráðna á hvort skip. Auk þessara 32 sjómanna vinna sex í landi, Guðmundur Alfreðsson og Guðjón Pálsson á vélaverkstæði, Guðni Hjörleifsson og Rúnar Birgisson á netaverkstæði og hann og Ágústa Elfa Magnúsdóttir á skrifstofunni.
�??Starfið leggst vel í mig. �?g vissi að hverju ég gekk og það er margt spennandi framundan. �?að stendur til að endurnýja flota Síldarvinnslunnar og við erum inni í þeim pakka. Okkar skip eru reyndar ekki gömul, komu 2007 en tíminn er fljótur að líða. �?að er verið að horfa á sömu stærð af skipum en nú fer fram frumhönnun og verið er að skoða teikningar.�??
Arnar segir samstarfið við Síldavinnsluna gott. �??�?g er að ná að komast betur inn í reksturinn og starfið sem er bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Við erum að senda fisk héðan frá Eyjum til Samherja á Dalvík/Akureyri og Síldarvinnslunnar fyrir austan. Við löndum einnig til Godthaab í Nöf og lifur í Idunn seafood, einnig sendum við fisk á markaði í Englandi og �?ýskalandi.
Arnar segist ekki sjá annað en að framtíð fyrirtækisins verði í Vestmannaeyjum. �??Kvóti okkar er rúm 6200 tonn en eins og áður sagði erum við að veiða yfir 4000 þúsund tonn á hvort skip. Til samanburðar þá vorum við að veiða 6800 tonn árið 2011 á þremur skipum, Vestmannaey, Bergey og Smáey.�??
Ljónin sem Arnar sér á veginum eru hækkanir á veiðigjöldum og samgöngur. �??Við verðum að geta reitt okkur á stöðugar samgöngur til að geta komið frá okkur fiski. �?að sem af er ári erum við búin að senda um 1250 tonn af fiski með Herjólfi. Allt stefnir í að þessir flutningar komi til með að aukast hjá okkur með haustinu. Annars þurfum við að landa annarstaðar t.d. í �?orlákshöfn með tilheyrandi tapi fyrir Vestmannaeyjahöfn og samfélagið hér í Eyjum,�??. Gífurleg hækkun veiðigjalda kemur illa niður á rekstri BH. Hækkun á þorsk um 107% og ýsu um 127% en þess má geta að við erum með rúm 4% af heildarkvóta ýsu.