�?að er í mörg horn að líta hjá Dóru Björk Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags og formanni þjóðhátíðarnefndar og Jónasi Guðbirni Jónssyni, talsmanni þjóðhátíðarnefndar. Allur undirbúningur gengur vel og sala á miðum í Dalinn er á pari miðað við síðustu ár. �?að er því gott hljóð í þeim Dóru Björk og Jónasi en þau vilja koma nokkrum atriðum á framfæri við bæði bæjarbúa og gesti sem heimsækja Eyjarnar um �?jóðhátíðina.
�??Sala miða hefur gengið mjög vel og er á pari við síðustu ár,�?? segir Dóra Björk þegar hún er spurð hvernig þau sjái fyrir sér aðsókn á �?jóðhátíðina 2017. �??�?að er uppselt í Herjólf bæði á föstudeginum á �?jóðhátíð og svo á mánudeginum sem segir sitt um aðsóknina,�?? segir Jónas.
�?au segja líka að undirbúningur hafi gengið vel en þjóðhátíðarnefnd hefur fundað með lögreglustjóra og yfirmönnum Heilbrigðisstofnunar HSU. �??Nýjasta tækjaæðið okkar Íslendinga eru drónarnir sem voru tíu eða tólf svífandi yfir Dalnum þegar mest var í fyrra. Almenna reglan er sú að drónar verða ekki leyfðir á hátíðarsvæðinu nema með sérstöku leyfi sem sækja þarf um til Samgöngustofu. Biðjum við fólk að virða það vegna slysahættu sem af þeim getur skapast,�?? segir Dóra Björk.
Skoða strætóferðir frá Íþróttamiðstöð
Bekkjabílarnir heyra sögunni til. �??En síðustu tvær hátíðir höfum við nýtt strætó fyrir samgöngur í bænum og nú eins og þá verður boðið upp á strætó og minni rútur. Við hvetjum gesti til að nota strætó því öll bílastæði í og við Dalinn eru fljót að fyllast.
Við erum að skoða það að vera með strætóferðir frá Íþróttamiðstöðinni og alveg inn í Dal þegar mesta umferðin er. �?á getur fólk farið á bílunum sínum eða labbað upp í Íþróttamiðstöð og fengið far þaðan í Dalinn en þessi þjónusta verður eingöngu í boði á daginn. �?etta auðveldar fólki vonandi að komast með tertur og annað matarkyns í tjaldið. �?etta gæti verið snúið í framkvæmd en við erum að leita leiða til að þetta geti gengið upp hjá okkur,�?? segir Jónas.
Snyrtimennska í fyrirrúmi
Dóra Björk segir að rusl og sorpmál séu alltaf ofarlega á baugi og þar vill hún að allir leggist á eitt. �??Fyrir það fyrsta þurfa allir að ganga snyrtilega um og fólkið í hvítu tjöldunum á að sjá til þess að allt sé snyrtilegt í kringum hvert tjald. �?að á við langflesta en alltaf má gera betur. Við viljum biðla til heimamanna að hreinsa allt rusl undir og í kringum sitt tjald á mánudeginum eftir hátíð sem og að taka til eftir sig í brekkunni.�??
Til að forðast troðning við innrukkunina í Dalinn hvetja þau gesti til að nálgast armbönd í tíma. �??�?að gerir allt léttara og framkvæmdin verður auðveldari. Strax um hádegi á fimmtudeginum getur fólk nálgast armböndin í innrukkunarskúrunum inni í Dal eða niður á bryggju við komu Herjólfs, þannig að það á ekki að vera mikið mál að nálgast armböndin,�?? segir Jónas.
Dóra segist hafa orðið vör við spurninguna, hvers vegna ÍBV noti slagorðið, Dalurinn okkar. �??Við viljum leggja áherslu á að þetta er Dalurinn okkar allra. Ganga vel um og sýna öllum virðingu. Okkar á öllum að geta liðið vel og þurfum við að vera dugleg við að passa upp á hvert annað í Dalnum sem og annars staðar. Ekki vera fáviti í Dalnum okkar.
Eins og allir vita höfum við lagt áherslu á forvarnir gegn öllu ofbeldi sem hefur skilað árangri en alltaf má gera betur. Við höfum verið að bæta við eftirlitsmyndavélum og gæsla er sú mesta og besta sem þekkist á útihátíðum á Íslandi,�?? segir Dóra Björk.
�?flug gæsla eins og alltaf
Verður sérsveit lögreglunnar með alvæpni á svæðinu? �??Hér hafa sérsveitarmenn verið að störfum ásamt öðrum lögreglumönnum til margra ára. �?etta er alfarið mál Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra en við fögnum góðri gæslu, fíkniefnareftirliti og því fleiri fíkni-
efnahundar því betra,�?? segir Jónas.
�??Tjöldun verður leyfð á miðvikudeginum eins og undanfarin ár og munum við leyfa starfsfólki hátíðarinnar að byrja á undan og viljum við að aðrir �?jóðhátíðargestir virði það. En við viljum vekja athygli á því að við þurfum að loka Dalnum á milli klukkan 14.00 og 16.00 á fimmtudeginum á meðan við setjum upp hliðið. Að lokum viljum við hvetja fólk til að leggja okkur lið við undirbúninginn og á hátíðinni því margar hendur vinna létt verk. �?etta er mikið átak fyrir lítið félag og því þurfum við á allri aðstoð að halda,�?? sagði Dóra Björk.