Hjónin Hólmgeir Austfjörð og Jóhanna Inga Jónsdóttir hafa rekið 900 Grillhús og Topppizzur frá árinu 2006 og hafa því rekið veitingahúsið í ellefu ár. Nú hyggjast Grillhúshjónin söðla um og hafa selt reksturinn. Ellefu ár hafa liðið hratt, verið ánægjuleg og tryggir viðskiptavinir hafa verið traust undirstaða að farsælum veitingastað.
�?ann 1. ágúst n.k. taka við rekstrinum hjónin Ingimar Sveinn Andrésson og Berglind Guðmundsdóttir er þeim óskað alls velfarnaðar og gæfu í rekstrinum og um leið er viðskiptavinum þökkuð góð viðskipti í áranna rás sem og þeim fjölmörgu sem hafa komið að 900 Grillhúsi.
Vestmannaeyjum 31. júlí 2017
Með virðingu og þakklæti,
Hólmgeir Austfjörð
Jóhanna Inga Jónsdóttir
Ingimar Sveinn Andrésson
Berglind Guðmundsdóttir