Í dag er að vænta niðurstöðu samgönguráðherra vegna stjórnsýslukæru Vestmannaeyjabæjar vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að banna siglingar tvíbytnunnar Akraness á milli lands og Eyja um �?jóðhátíðina.
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir við Morgunblaðið í gær að hann hafi kallað eftir frekari gögnum og rökstuðningi frá Samgöngustofu. Jón benti á að skammur tími væri til stefnu og hann hefði af þeim sökum óskað eftir því við Samgöngustofu að gögnunum yrði skilað eigi síðar en síðdegis í gær.
�??Við í samgönguráðuneytinu munum strax í fyrramálið [í dag] taka gögnin og upplýsingarnar frá Samgöngustofu til efnislegrar umfjöllunar og í kjölfarið mun ákvörðun mín fljótlega liggja fyrir,�?? sagði Jón við Morgunblaðið.