Íslenska U-21 liðið í handbolta, með þá Elliða Snæ Viðarsson, Hákon Daða Styrmisson og Dag Arnarsson innanborðs, mætti Túnis í 16 liða úrslitum HM í Alsír í síðustu viku þar sem niðurstaðan var eins marks tap, 27:28, eftir æsispennandi leik. Mættu strákarnir síðan Norðmönnum í leik um 11. sætið en sá leikur tapaðist einnig en lokastaðan var 27:33.