Flugfélagið Ernir heldur uppi loftbrú til og frá Vestmannaeyja um næstu helgi. Mikil ásókn er í flug á �?jóðhátíð í Eyjum og er til að mynda orðið fullt frá Eyjum til Reykjavíkur á mánudaginn. Enn er verið að bæta við flugferðum á föstudegi, laugardegi og sunnudegi til að anna eftirspurn. Búast má við að félagið fljúgi hátt i 400 manns til Eyja um helgina og um 300 manns frá Eyjum á mánudeginum.
Einnig flýgur Flugfélagið Ernir á Höfn í Hornafirði, Húsavík og Bíldudal ásamt leiguflugi um helgina og er eftirspurn í flug á þá áfangastaði einnig mikil og hafa aukaferðir verið settar.
�?að er því mikil og stór helgi framundan í fluginu og farþegafjöldi sem nýtir sér innanlandsflugið mikill.