Nú þegar árið er 2017 eru 40 ár síðan þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var aftur haldin í Herjólfsdal eftir fjögurra ára fjarveru. Vegna öskunnar sem fylgdi eldgosinu 1973 var óvænlegt að halda �?jóðhátíð í Dalnum það ár og var því brugðið á það ráð að halda hana á Breiðabakka eins og mörgum er kunnugt.
Auk þess að vera haldin á óhefðbundnum stað var umrædd �?jóðhátíð einnig með óhefðbundnu sniði eins og Eggert Sigurlásson, formaður Týs, lýsti fyrir blaðamanni Tímans á fimmtudeginum fyrir hátíð en þetta árið stóðu hátíðarhöld einungis yfir í einn dag, þ.e. á sunnudeginum, en ekki frá föstudegi eins og hefð er fyrir. Var þetta ákveðið með það að leiðarljósi að hreinsun á ösku og önnur mikilvæg störf í bænum myndu ekki tefjast of lengi. �??Við gerum þetta fyrst og fremst til að þessi siðvenja detti ekki niður. �?essi �?jóðhátíð er eingöngu ætluð Vestmannaeyingum, þeim sem verða hér um helgina, og við ætlum ekkert að auglýsa þetta. Við höfum einfaldlega ekki aðstöðu til að taka á móti miklum mannfjölda, enda vantar hér eiginlega alla þjónustu. Heldur reynum við að gera þetta heimilislegt og huggulegt fyrir okkur Vestmannaeyinga.�??
Sigurgeir Jónasson ræddi sömu-
leiðis við Tímann, þá á laugardeginum, þar sem hann kom m.a. inn á mikilvægi þess að viðhalda hefðinni þótt stemningin væri önnur en venjulega. �??Talsvert margir Vestmannaeyingar hafa komið heim sérstaklega til að taka þátt í �?jóð-
hátíðinni ásamt þeim, sem hér starfa að hreinsun og uppbyggingu. �?llum þeim, sem hér eru að störfum, verður gefið frí frá miðnætti í kvöld fram til hádegis á mánudag, nema þeim sem gegna nauðsynlegum þjónustustörfum. Hér er því allt önnur stemning en venjulega á �?jóðhátíð; nú væri allt í fullum gangi á öðrum hátíðardeginum. En menn vilja gera sitt til að viðhalda hátíðinni og enginn vafi er á því að fjörið og kátínan verður jafnmikil, ef ekki meiri en jafnan áður.�??
Á Breiðabakka var útbúið lítið svið og danspallur þar sem meðal dagskrárliða voru ýmis skemmti-atriði, barnadansleikur og gosvaka. Fjöldasöngur, varðeldur og flugeldasýning á miðnætti var einnig á sínum stað áður en Eyjahljómsveitirnar Logar og Eldar léku fyrir dansi fram eftir nóttu. Á annað þúsund manns sóttu hátíðina sem heppnaðist vel. Eins og fyrr segir hófst vinna síðan aftur eftir hádegi daginn eftir.
�?jóðhátíðin aftur í Costa del Klauf
Næstu þrjár �?jóðhátíðir fóru sömuleiðis fram á Breiðabakka eða Costa del Klauf eins og Alþýðublaðið komst svo skemmtilega að orði í umfjöllun sinni fyrir hátíðina árið 1974 sem var jafnframt 100 ára afmæli hennar. Var þá strax farið aftur í þriggja daga hátíð sem hófst með leik Lúðrasveitar Vestmannaeyja á föstudeginum. Kom það í hlut Birgis Jóhannssonar, þáverandi formanns �?órs, að setja hátíðina en íþróttafélögin tvö, Týr og �?ór, skiptust á að halda þjóðhátíð fram til ársins 1996 þegar félögin sameinuðust undir ÍBV íþróttafélag.
Brekkusöngsstjórinn fyrrverandi, Árni Johnsen, starfaði á þessum árum sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu en árið 1974 voru enn þrjú ár í það að fyrsti brekkusöngurinn liti dagsins ljós. �?etta hafði Árni að segja í pistli sínum í blaðinu föstudaginn 9. ágúst árið 1974: �??Fyrir kemur, þegar minnst er á þjóðhátíð Vestmannaeyja, að sumir láti sér fátt um finnast og hafi á orði, að það sé stærilæti hjá íbúum einnar byggðar að tala um sína eigin þjóðhátíð. �?essi hefð á sér þó sína sögu eins og margt annað, því árið 1874, þann 2. ágúst, héldu Vestmannaeyingar fyrst �?jóðhátíð í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum til að minnast 1000 ára byggðar á Íslandi um leið og fagnað var réttarbót þeirri, sem Kristján níundi færði landsmönnum með stjórnarskránni það ár.�??
Heldur Árni síðan áfram að lýsa mikilvægum þáttum þjóðhátíðar, brennu á Fjósakletti, bjargsigi og þjóðhátíðarlögum, sem allt hefur sett sinn svip á hátíðina í gegnum árin. Eitt hyggur Árni að sé þó ríkast í minningu fólks en það er �??minningin um sæludvöl með góðum vinum í Herjólfsdal, girtum fjöllum, en með opinn faðm mót suðri�??. �?ótt ekkert bjargsig hafi verið þetta árið segir Árni hátíðina á Breiðabakka hafa verið �??myljandi góða�?? þar sem feiknaleg stemning hafi ráðið ríkjum. Viss um að innan fárra ára myndi þjóðhátíð ná sínum fyrri hæðum vísaði Árni í lokin í gamalt þjóðhátíðarkvæði þar sem segir �??�?rátt fyrir böl og alheimsstríð þá verður haldin þjóðhátíð.�??
�?jóðhátíð snýr aftur í Dalinn
Árið 1976 var Herjólfsdalur hreins aður og tyrfður en þangað til höfðu hreinsunaraðgerðir bæjarins fyrst og fremst beinst að íbúðasvæðum. Næsta ár, 1977, héldu Týrarar síðan fyrstu �?jóðhátíðina í Herjólfsdal eftir gosið. Veðrið var með eindæmum gott og lék við þjóðhátíðargesti sem loksins voru aftur komnir í Dalinn eftir fjögurra ára fjarveru. Segja heimildir jafnframt að sólskin og logn hafi verið alla helgina og að sex þúsund manns hafi sótt hátíðina sem mun hafa verið einhver fjölmennasta �?jóðhátíð sem haldin hafði verið til þessa.
�??Dansleikir stóðu föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld fram á nótt og því var það að margir lögðu nótt við nýtan dag og drukku sitt brennivín með litlum hléum,�?? segir í Dagblaðinu mánudaginn eftir en samkvæmt blaðinu gekk hátíðin sinn vanagang eins og gera mátti ráð fyrir, brenna, flugeldasýning og annað tilheyrandi. Hlutust engin óhöpp af þrátt fyrir mikla ölvun og var það samdóma álit flestra þeirra sem sóttu �?jóðhátíðina að allt hefði sameinast um að gera �?jóðhátíðina �??aftur í Dalnum�?? sem eftirminnilegasta.