�??�?etta var bara ein kvöldstund þarna á Breiðabakka ´73 og ekki stór hópur, aðallega bara þessir sem voru við hreinsun og slíkt,�?? segir �?ór Vilhjálmsson, þegar blaðamaður biður hann að rifja upp fyrstu þjóðhátíð á Breiðabakka. �?ór hefur alla tíð komið að vinnu í Dalnum fyrir þjóðhátíð en árið 1984 kemur hann inn í þjóðhátíðarnefnd og er framkvæmdastjóri nefndarinnar tveimur árum seinna þegar ein allra stærsta hátíð �?jóðhátíð sögunnar fer fram. �??�?g byrjaði mjög ungur sem sjálfboðaliði en faðir minn var um tíma stjórnarmaður í �?ór og byrjaði ég á því að fylgja honum. Svo var maður öll unglingsárin þegar tækifæri gafst að hjálpa til eins og maður gat. �?etta var náttúrulega svolítið öðruvísi á þessum tíma þar sem maður var bara annað hvert ár í þessu. Maður kom ferskari inn eftir að hafa fengið hvíldina annað hvert ár.�??
Mikill rígur milli Týs og �?órs
Myndir þú lýsa þessu sem keppni á milli �?ór og Týr, hvor héldi betri þjóðhátíð? Já, það var það. Menn vildu alltaf gera betur en hinir og var mikill metnaður lagður í þetta. Seinni árin, áður en ÍBV íþróttafélag verður til þá er þetta orðin meiri samvinna en tíðkaðist áður. En ég man það voru t.d. mikil átök um hliðið og árið ´92 minnir mig er ákveðið að byggja sameiginlegt hlið og þá fór allt í háa loft,�?? segir �?ór og var svipaða sögu að segja af veitingatjaldinu en félögin tvö höfðu ólíkar og sterkar skoðanir á staðsetningu þess.
�??Við �?órararnir vorum alltaf með veitingatjaldið þar sem það stendur núna en Týrararnir voru aftur á móti með það uppi á flötinni þar sem hústjöldin eru, fyrir framan þau. �?g man eitt árið eyðilagðist okkar tjald og þurftum við því að leita á náðir Týraranna og fá þeirra tjald. �?að endaði í miklum átökum því þeir skilyrtu það að tjaldinu yrði tjaldað þar sem þeir voru vanir að tjalda því. Ekki voru allir tilbúnir til þess og vildu sumir leita upp á land eftir tjaldi en mig minnir að fyrir rest hafi náðst eitthvað samkomulag um þetta.�??
Svo var líka sitthvor brúin sem félögin áttu var það ekki? �??Jú, jú, �?órs-brúin var eins og brúin yfir Kwai fljótið, hún var miklu meira mannvirki heldur en Týs-brúin og þar af leiðandi miklu meira mál að koma henni upp. Menn voru svo heitir í gamla daga að þeir kölluðu Týs brúna göngustíginn en ég held það hafi alveg verið rétt ákvörðun að láta Týs-brúna standa því það var miklu meira fyrirtæki að komu okkar brú upp,�?? segir �?ór.
Guðmundur �?.B. lýsir því að Eyjamenn væru loksins komnir heim þegar þjóðhátíðin færðist aftur í Herjólfsdal. Ertu sammála því? �??Já, ég er alveg sammála því. Við �?órararnir vorum oft með Jóns-messuhátíð úti á Breiðabakka í gamla daga en það var allt annað að vera með þjóðhátíðina þarna, Dalurinn bíður bara upp á svo fallegt umhverfi og gott að halda utan um þetta þarna,�?? segir �?ór.
Orðið miklu meira apparat en þetta var
Aðspurður út í þróun þjóðhátíðar segist �?ór vera ánægður með hana þó alltaf sé hægt að gera betur. �??�?etta er orðið miklu meira apparat en þetta var og lagt rosalega mikið undir og mér finnst þessi þróun hafa heppnast vel og haldið vel í gamlar hefðir. �?að eina sem mér finnst gagnrýnisvert er, nú þegar það er komið svona gott hljóðkerfi, að vera ekki með eitthvað talað mál, uppistand eða slíkt á dagskránni. Menn gátu það ekki áður fyrr því hljóðið bauð ekki upp á það en í dag finnst mér sjálfsagt að brjóta hlutina aðeins upp með slíku. Annars er ég bara þokkalega sáttur við það sem verið er að gera. En þetta er náttúrulega orðið miklu meira álag núna þegar sama fólkið er að standa í þessu ár eftir ár, maður var ferskari þegar maður fékk frí í eitt ár eins og var áður.�??
Hvernig horfði þetta við þér árið 1976 þegar ákveðið var að ráðast í að þrífa Dalinn og halda �?jóðhátíð þar árið eftir? �??�?g kom nú lítið að því þar sem ég var til sjós þá en ég held að flestum hafi fundist alveg ótrúlegt að þetta hefði verið hægt, þetta var alveg feikna mikið afrek og gera þetta á ekki lengri tíma og eiga þeir alveg heiður skilið sem stóðu í þessu,�?? segir �?ór sem kannast ekki við neina umræðu um að sleppa þjóðhátíð í kringum gosið. Nei, það held ég aldrei að nokkrum hafi dottið til hugar. �?etta stóð náttúrulega alveg undir fjárhag hreyfingarinnar og á þessum árum var það öll flóran sem naut góðs af þjóðhátíð, minni félögin voru með sjoppur, sölur og slíkt þannig þetta skipti íþróttahreyfinguna bara gríðarlegu máli. Bara út frá því sjónarmiði held ég það hafi varla hvarlað að nokkrum manni,�?? segir �?ór.
Hefur ekki sleppt mörgum þjóðhátíðum á lífsleiðinni
�?tlar þú Dalinn í ár? �??Já, ég held ég hafi verið á öllum þjóðhátíðum nema tveimur til þremur í lífi mínu. �?g var í sveit 1955 og svo fórum við Bragi Steingríms með fjölskyldurnar upp á Snæfellsnes í kringum 1980 og ég man sérstaklega eftir því hvað það rigndi mikið. En það létti svolítið á manni þegar við fréttum að það rigndi sömuleiðis í Vestmannaeyjum,�?? segir �?ór og hlær en eftir þetta ákvað hann að halda sig bara í Eyjum yfir þjóðhátíð. �??Eftir þetta höfum við hjónin alltaf verið heima og komið töluvert að vinnu í kringum þetta og gerum enn. Dollý fer í rukkunina eins og hún hefur gert í áratugi og svo hef ég, ásamt öðrum, komið að því að halda utan um aðgangseyririnn og slíkt,�?? segir �?ór að endingu.