Miðjumaðurinn knái í liði ÍBV, Sindri Snær Magnússon, gekk til liðs við ÍBV í janúar 2016 eftir að hafa verið á mála hjá Keflavík. Ásamt því að vera öflugur fótboltamaður þá er Sindri einnig mikill leiðtogi inni á vellinum og hefur, í fjarveru Andra �?lafssonar, borið fyrirliðabandið í flestum leikjum Eyjamanna á tímabilinu. Blaðamaður ræddi nánar við Sindra Snæ í aðdraganda bikarleiksins sem fram fer um helgina.
�??�?g var í ÍR þar til ég kláraði 2. flokk og spilaði á þeim tíma þrjú tímabil með meistaraflokknum. Eftir það fór ég í Breiðablik og tók eitt tímabil með þeim og var mestmegnis á bekknum. �?aðan fór ég að láni í Selfoss árið 2013 áður en ég fór í Keflavík 2013-2015. Eftir það kom ég síðan hingað þannig ég hef aðeins verið að flakka á milli,�?? segir Sindri þegar blaðamaður biður hann að rekja ferill sinn inni á knattspyrnuvellinum. Eins og glöggir lesendur taka kannski eftir hefur Sindri komið víða við á ferlinum þrátt fyrir að vera einungis 25 ára gamall. �??�?essi tíðu félagsskipti byrjuðu náttúrulega á því að ég vildi reyna fyrir mér í efstu deild eftir að hafa verið með ÍR í 1. deildinni. �?g náði að spila aðeins með Breiðabliki en þó minna en ég ætlaði mér þannig ég fór í Selfoss til að fá spiltíma. �?g vildi síðan fara aftur í efstu deild eftir að hafa gengið vel með Selfossi í 1. deildinni. Eftir tvö tímabil með Keflavík lá leiðin síðan til Eyja. �?tli ástæðan sé ekki bara að ég vil vera í efstu deild og reyna að bæta mig.�??
Var það ekkert erfið ákvörðun að fara út í Eyjar? �??Já og Nei. �?etta er örugglega svolítið öðruvísi hjá mér en mörgum öðrum sem hafa komið hingað að spila en ég hef bara verið hérna á sumrin. �?g hef s.s. verið í skóla og vinnu í Reykjavík og ekki komið til Eyja fyrr en um miðjan apríl en þegar hingað er komið kvarta ég ekki yfir neinu, hér er allt til alls,�?? segir Sindri en hann kláraði BSc-nám í hátækniverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík í janúar 2016 og vinnur í dag hjá Advania. �??�?g er s.s. í fjarvinnu héðan frá Eyjum, er staðsettur á þriðju hæðinni í Íslandsbankahúsinu, og er að forrita fyrir Advania. Við erum tveir starfsmenn Advania með skrifstofu þarna og hefur þetta gengið miklu betur en ég þorði að vona.�??
Sindri segist stefna á frekara nám í framtíðinni en hvar og hvenær það verður er óráðið. �??�?g er kannski ekki að fara strax eftir sumarið en einn daginn langar mig að fara út í nám, hvenær sem það nú verður. �?g hef bara svo gaman að fótbolta í augnablikinu að námið fær að bíða aðeins lengur.�??
Aðspurður kvaðst Sindri eiga kærustu uppi á landi sem hefur heimsótt hann með reglulegu millibili á meðan hann er úti í Eyjum. �??Hún var reyndar að flytja til Hong Kong í gær en fram að því kom hún stöku sinnum í heimsókn til mín en mestmegnis hef ég verið bara einn hérna sem er bara kósý.�?? �?annig þú ert þá á leið til Hong Kong á næstunni? �??Já, ætli ég kíki ekki í heimsókn þegar tímabilinu lýkur, láta aðeins sjá mig eins og hún lét sjá sig hérna. �?etta er svipað, bæði bara ferðalag,�?? segir Sindri og hlær.
Hann kann vel við sig í hlutverki leiðtogans
Á þessu tímabili hefur Sindri verið í meira ábyrgðarhlutverki í liði ÍBV og borið fyrirliðabandið í fjarveru Andra �?lafssonar. �??Andri er fyrirliðinn og ég varafyrirliði en hann hefur því miður verið meiddur og hef ég því tekið við þessu hlutverki. �?etta er svolítið öðruvísi en mjög skemmtilegt og ýtir mér lengra bæði innan sem utan vallar. Mér hefur bara litist vel á þetta hlutverk,�?? segir Sindri sem hefur alltaf verið leiðtogi inni á vellinum. �??�?egar ég var í yngri flokkunum var ég í þessu hlutverki í mínu liði en þetta er auðvitað aðeins meira en það.�??
�?ið eruð komnir alla leið í bikarúrslitaleik og hafið verið á góðri siglingu í þeirri keppni ólíkt deildarkeppninni, hvað veldur? �??�?egar stórt er spurt. Satt að segja veit ég það ekki, við höfum verið misjafnir, verið upp og niður í deildinni og einhvern veginn alltaf hitt á góða leiki í bikarnum á móti. Við höfum ekki dottið á neitt �??run�??, unnið þrjá í röð og tapað einum. Við höfum verið að vinna, tapa og gera jafntefli leiki eftir leiki. �?g veit ekki hvort við höfum verið svona lengi að slípast saman eða annað slíkt. Við höfum ekki nýtt góðu kaflana í leikjum, ekki nýtt færin þegar þau gefast og á móti höfum við verið að leka inn mörkum á slæmu köflunum. Annars er ég ekki með neitt eitt svar við spurningunni, en ég held þó að þetta eigi eftir að breytast í seinni umferðinni, við ætlum að láta það breytast,�?? segir Sindri.
Töluverðar breytingar urðu á liði ÍBV í félagsskiptaglugganum en þá bætti liðið m.a. við sig miðvörðunum Brian Stuart McLean og David Atkinson. Hvernig líst þér á liðið eftir gluggann? �??Bara mjög vel, nýju strákarnir hafa komið vel út og spilað tvo flotta leiki gegn Stjörnunni. Svo fóru einhverjir en það er bara eins og gengur og gerist í þessu. En ég held þetta sé bara góð viðbót við vörnina,�?? segir Sindri.
Taka einn leik í einu
Nú fer að styttast í bikarúrslitin. Hvernig undirbúa menn sig fyrir svona lagað, sérstaklega í ljósi þess að �?jóðhátíðin er helgina áður. �??�?að er einn deildarleikur á milli en við megum svo sem ekki við því að misstíga okkur þar heldur, við erum búnir að ströggla það mikið. En það sem ég hef heyrt og ég sjálfur kynnst í fyrra og núna í ár er að það ætla allir vinna fyrsta leik eftir �?jóðhátíð, sérstaklega til að sanna fyrir öllum að það sé ekkert rugl í gangi. En undirbúningurinn verður bara skemmtilegur, þetta er í sjálfu sér stærsti leikurinn á Íslandi nema eitthvað sérstakt gerist í deildinni, það komi upp úrslitaleikur í síðustu sem gerist ekki oft. �?annig þetta er stærsti leikurinn, flestir áhorfendur og ógeðslega gaman. Í fyrra var þetta allavega mjög spennandi en það er deildarleikur á móti Víkingi R. sem þarf að klára fyrst þannig það er ekki hægt að hugsa of langt. �?riðjudagskvöld, þá byrjar undirbúningur fyrir þennan stórkostlega leik,�?? segir Sindri.
Leikjaprógrammið hjá FH hefur verið þétt undanfarið þar sem liðið er einnig að berjast um sæti í Evrópudeildinni um þessar mundir. Sindri telur þó ólíklegt að Hafnfirðingarnir verði með hugann við eitthvað annað en bikarúrslitaleikinn þegar á hólminn er komið. �??�?ar sem þeir eru ekki öruggir með Evrópusæti eða neitt svoleiðis eins og staðan er í dag þá munu þeir gefa allt í þennan bikarleik alveg eins og við. �?g er ánægður að fá FH-ingana í úrslitum, þetta gerist ekki stærra. Við áttum að vinna þá hérna fyrr í sumar og við ætlum okkur að vinna þá núna.�??
Stuðningurinn í sumar segir Sindri hafa verið fínn og töluvert betri en sumarið áður. �??Við vorum einmitt að tala um það um daginn að við værum mjög ánægðir með hann. Við fengum góðan stuðning í �?lafsvík og á mörgum leikjum í höfuðborginni þannig það hefur oft verið góður hópur með okkur. �?etta skilar sér alltaf inn á völlinn og maður er alltaf var við það þegar við eigum hóp uppi í stúku. Við erum mjög ánægðir og hlökkum til að sjá sem flesta með okkur á Laugardalsvellinum næstu helgi.�??